Lét leikmenn Tindastóls heyra það: Fólk hérna á þetta ekki skilið Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 18. apríl 2024 08:31 Grindvíkingar hafa fengið mikið af troðslum, sniðskotum og opnum þriggja stiga skotum í einvíginu á móti Tindastól. Vísir/Vilhelm Titilvörn Tindastóls hefur verið ein sú lélegasta í sögunni og aðeins algjör hugarfarsbreyting og söguleg endurkoma getur bjargað úrslitakeppninni hjá liðinu. Kannski væri góð byrjun að hlusta aðeins á sérfræðing Körfuboltakvölds. Tindastólsliðið er 2-0 undir í einvígi sínu á móti Grindavík eftir tap á heimavelli í öðrum leiknum. Aðeins sigur í Smáranum annað kvöld kemur í veg fyrir snemmbúið sumarfrí hjá Stólunum. Stólarnir hentu leiknum frá sér í fyrri hálfleik og frábær fjórði leikhluti gerði ekkert annað en að bjarga andlitinu þegar stefndi í stórtap. Fengu á sig 64 stig í fyrri hálfleik á heimavelli Körfuboltakvöld mætti í Síkið á Sauðárkróki og fylgdist vel með öðrum leik liðanna. Í hálfleik, þegar Grindavík var búið að skora 64 stig gegn aðeins 41 stigi frá heimamönnum í Tindastóls þá fannst Herði Unnsteinssyni, sérfræðingi í Subway Körfuboltakvöldi, kominn tími á það að láta stjörnurnar í Tindastólsliðinu heyra það. Klippa: Subway Körfuboltakvöld: Hörður lét Stólana heyra það „Varnarframmistaða Tindastóls er hræðileg. Þeir spila letilega skiptivörn þar sem þeir skipta á fyrstu hindrun. Svo ef einhver kemst inn í miðjuna, guð hjálpi þeim. Þá er hjálparvörnin of sein og Grindvíkingar velja um það að skora annað hvort beint úr sniðskoti eða taka opið þriggja stiga skot í horninu,“ sagði Ómar Sævarsson, sérfræðingur Körfuboltakvölds, en svo var komið að Herði. Búið að vera skelfilegt „Alveg frá byrjun varnarinnar þá er þetta búið að vera skelfilegt í rauninni,“ sagði Hörður. „Þeir eru búnir að labba framhjá nánast hverjum einasta manni sem er fyrir framan þá og þá sérstaklega Dedrick Basile,“ sagði Hörður. Hörður Unnsteinsson.S2 Sport „Ómar minnist á þessa skiptivörn en skiptivörnin er herfileg. Skiptivörn er latasta form af vörn því það auðveldasta sem þú getur gert er að skipta á boltahindrunum. Það verður að vera, ekki fara svona fake orka, það verður að vera sjálfbær orka allan tímann í vörninni,“ sagði Hörður. „Það er ofboðslega erfitt að sitja hérna og gagnrýna þjálfarana Helga (Frey Margeirsson) og Svavar (Atla Birgisson) fyrir þá stöðu sem þeir eru í. Hérna verða bara leikmennirnir að taka smá ábyrgð. Vissulega er leikplanið ekki gott. Þeir eru búnir að fá á sig 64 stig og þrjátíu plús stig í tveimur leikhlutum í röð,“ sagði Hörður. Verið að borga þeim mikinn pening „Þetta eru leikmennirnir inn á vellinum, sem er verið að borga mikinn pening, reyndir leikmenn sem hafa unnið titil. Þeir verða að taka smá ábyrgð á sjálfum sér inn á vellinum. Ekki bara væla yfir því að það sé svo lélegt gameplan,“ sagði Hörður. „Þetta er bara ömurleg frammistaða sem þetta fólk hér í húsinu á ekki skilið að vera að horfa á. Ég væri brjálaður ef ég væri Skagfirðingur í húsinu,“ sagði Hörður. Þriðji leikur liðanna er annað kvöld í Smáranum. Subway-deild karla Tindastóll Körfuboltakvöld Mest lesið Hótar að stöðva byggingu nýs vallar ef liðið skiptir ekki um nafn Sport Óskiljanlegur miði Vestra vekur athygli Fótbolti Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Enski boltinn Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin Íslenski boltinn Sjáðu rauða spjaldið og markið sem skaut Valsmönnum á toppinn Fótbolti Gascoigne fannst meðvitundarlaus og fluttur á spítala Fótbolti Viss um að Arsenal hafi gert rétt í máli Partey Fótbolti Liverpool samþykkir að greiða þrettán milljarða fyrir Ekitike Fótbolti Rashford mættur til Barcelona Fótbolti Segir árásum fjölga eftir því sem kvennaboltinn stækkar Fótbolti Fleiri fréttir Frá Skagafirði á Akranes Paul ætlar að klára ferilinn hjá Clippers Gömul Boston Celtics stjarna semur við Los Angeles Lakers Þjóðverjar sendu íslensku strákana niður í B-deildina Fyrsta konan til að þjálfa karlalið í Brasilíu „Borgið okkur það sem þið skuldið okkur“ Strákarnir tryggðu sér úrslitaleik um sæti í A-deild EM með stórsigri Vill eyða draugasögunni um að Grindavík spili ekki í Grindavík í vetur Slapp snemma úr sjö ára banni og samdi strax við Skagamenn Ofurstjarnan Caitlin Clark ekki með í Stjörnuleiknum Hörður tekur við starfi Arnars Guðjóns hjá KKÍ Fær átta milljarða frá tveimur félögum á tímabili þar sem hann spilar ekki leik Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Hentu frá sér leiknum með hörmungarbyrjun á seinni Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Bradley Beal til Clippers Íslensku strákarnir töpuðu stórt í sextán liða úrslitunum Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Elvar Már til Póllands Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Oladipo með augastað á endurkomu Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Sjá meira
Tindastólsliðið er 2-0 undir í einvígi sínu á móti Grindavík eftir tap á heimavelli í öðrum leiknum. Aðeins sigur í Smáranum annað kvöld kemur í veg fyrir snemmbúið sumarfrí hjá Stólunum. Stólarnir hentu leiknum frá sér í fyrri hálfleik og frábær fjórði leikhluti gerði ekkert annað en að bjarga andlitinu þegar stefndi í stórtap. Fengu á sig 64 stig í fyrri hálfleik á heimavelli Körfuboltakvöld mætti í Síkið á Sauðárkróki og fylgdist vel með öðrum leik liðanna. Í hálfleik, þegar Grindavík var búið að skora 64 stig gegn aðeins 41 stigi frá heimamönnum í Tindastóls þá fannst Herði Unnsteinssyni, sérfræðingi í Subway Körfuboltakvöldi, kominn tími á það að láta stjörnurnar í Tindastólsliðinu heyra það. Klippa: Subway Körfuboltakvöld: Hörður lét Stólana heyra það „Varnarframmistaða Tindastóls er hræðileg. Þeir spila letilega skiptivörn þar sem þeir skipta á fyrstu hindrun. Svo ef einhver kemst inn í miðjuna, guð hjálpi þeim. Þá er hjálparvörnin of sein og Grindvíkingar velja um það að skora annað hvort beint úr sniðskoti eða taka opið þriggja stiga skot í horninu,“ sagði Ómar Sævarsson, sérfræðingur Körfuboltakvölds, en svo var komið að Herði. Búið að vera skelfilegt „Alveg frá byrjun varnarinnar þá er þetta búið að vera skelfilegt í rauninni,“ sagði Hörður. „Þeir eru búnir að labba framhjá nánast hverjum einasta manni sem er fyrir framan þá og þá sérstaklega Dedrick Basile,“ sagði Hörður. Hörður Unnsteinsson.S2 Sport „Ómar minnist á þessa skiptivörn en skiptivörnin er herfileg. Skiptivörn er latasta form af vörn því það auðveldasta sem þú getur gert er að skipta á boltahindrunum. Það verður að vera, ekki fara svona fake orka, það verður að vera sjálfbær orka allan tímann í vörninni,“ sagði Hörður. „Það er ofboðslega erfitt að sitja hérna og gagnrýna þjálfarana Helga (Frey Margeirsson) og Svavar (Atla Birgisson) fyrir þá stöðu sem þeir eru í. Hérna verða bara leikmennirnir að taka smá ábyrgð. Vissulega er leikplanið ekki gott. Þeir eru búnir að fá á sig 64 stig og þrjátíu plús stig í tveimur leikhlutum í röð,“ sagði Hörður. Verið að borga þeim mikinn pening „Þetta eru leikmennirnir inn á vellinum, sem er verið að borga mikinn pening, reyndir leikmenn sem hafa unnið titil. Þeir verða að taka smá ábyrgð á sjálfum sér inn á vellinum. Ekki bara væla yfir því að það sé svo lélegt gameplan,“ sagði Hörður. „Þetta er bara ömurleg frammistaða sem þetta fólk hér í húsinu á ekki skilið að vera að horfa á. Ég væri brjálaður ef ég væri Skagfirðingur í húsinu,“ sagði Hörður. Þriðji leikur liðanna er annað kvöld í Smáranum.
Subway-deild karla Tindastóll Körfuboltakvöld Mest lesið Hótar að stöðva byggingu nýs vallar ef liðið skiptir ekki um nafn Sport Óskiljanlegur miði Vestra vekur athygli Fótbolti Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Enski boltinn Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin Íslenski boltinn Sjáðu rauða spjaldið og markið sem skaut Valsmönnum á toppinn Fótbolti Gascoigne fannst meðvitundarlaus og fluttur á spítala Fótbolti Viss um að Arsenal hafi gert rétt í máli Partey Fótbolti Liverpool samþykkir að greiða þrettán milljarða fyrir Ekitike Fótbolti Rashford mættur til Barcelona Fótbolti Segir árásum fjölga eftir því sem kvennaboltinn stækkar Fótbolti Fleiri fréttir Frá Skagafirði á Akranes Paul ætlar að klára ferilinn hjá Clippers Gömul Boston Celtics stjarna semur við Los Angeles Lakers Þjóðverjar sendu íslensku strákana niður í B-deildina Fyrsta konan til að þjálfa karlalið í Brasilíu „Borgið okkur það sem þið skuldið okkur“ Strákarnir tryggðu sér úrslitaleik um sæti í A-deild EM með stórsigri Vill eyða draugasögunni um að Grindavík spili ekki í Grindavík í vetur Slapp snemma úr sjö ára banni og samdi strax við Skagamenn Ofurstjarnan Caitlin Clark ekki með í Stjörnuleiknum Hörður tekur við starfi Arnars Guðjóns hjá KKÍ Fær átta milljarða frá tveimur félögum á tímabili þar sem hann spilar ekki leik Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Hentu frá sér leiknum með hörmungarbyrjun á seinni Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Bradley Beal til Clippers Íslensku strákarnir töpuðu stórt í sextán liða úrslitunum Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Elvar Már til Póllands Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Oladipo með augastað á endurkomu Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Sjá meira