Utanríkisráðherrar G7 ríkjanna funda í Capri á Ítalíu vegna vaxandi spennustigs í Mið-Austurlöndum. Ísrael gerði í morgun drónaárás á Íran til að hefna fyrir árás Írana fyrir tæpri viku síðan.
Áhrif hlýnunar loftslags á kolefnislosun úr jarðvegi á túndrusvæðum reyndust næstum fjórum sinnum meiri en áður hafði verið áætlað samkvæmt nýrri rannsókn. Í hádegisfréttum verður rætt við prófessor við líf- og umhverfisvísindadeild Háskóla Íslands, sem segir rannsóknina enn eina áminninguna til stjórnvalda að ráðast í aðgerðir til að hætta notkun jarðefnaeldsneytis.
Þetta og margt fleira í hádegisfréttum á Bylgjunni klukkan 12.