Opna miðstöð fyrir palestínsk börn Árni Sæberg skrifar 18. apríl 2024 20:24 Sams konar miðstöð var opnuð fyrir úkraínsk börn. Reykjavíkurborg Skóla- og fjölskyldumiðstöð fyrir börn á leikskóla-, grunnskóla- og framhaldsskólaaldri verður komið á fót í kjölfar fjölskyldusameiningar fólks frá Palestínu. Þetta var samþykkt í borgarráði í dag og stefnt er að formlegri opnun mánudaginn 22.apríl. Í tilkynningu á vef Reykjavíkurborgar segir að í síðasta mánuði hafi 35 börn komið frá Gasa til Reykjavíkur á grundvelli fjölskyldusameiningar. Þau séu komin í þjónustu velferðarsviðs á forsendum samræmdrar móttöku flóttafólks. Í hópnum séu fmmtán börn á leikskólaaldri, 19 á grunnskólaaldri og eitt barn á framhaldsskólaaldri. Þá liggi fyrir að fjölga muni í þessum hópi á næstu vikum. Mikilvægt þyki að koma á fót skóla- og fjölskyldumiðstöð sem gegni því hlutverki að vera skjól fyrir börnin við komuna til landsins og fyrstu vikurnar í íslensku samfélagi. Í miðstöðinni sé gert ráð fyrir þátttöku foreldra og hugsanlega annarra ættingja, jafnvel systkina sem þegar eru búsett á Íslandi. Börnin komi úr ómannúðlegum aðstæðum Um sé að ræða tímabundið úrræði til að mæta náms- og félagslegum þörfum barnanna. Ljóst sé að þessi börn koma úr ómannúðlegum aðstæðum og rannsóknir sýni að börn sem þurft hafa að upplifa stríð kljást við áfallastreitu. „Því er mikilvægt að skapa griðastað þar sem börn og fjölskyldur þeirra upplifa öryggi, rútínu og hlýju.“ Áfallamiðuð nálgun verði leiðarljós í starfinu með áherslu á náið og gott samstarf skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar, velferðarsviðs, Rauða kross Íslands, Unicef og annarra sem koma að velferð og námi barna. Í miðstöðinni muni starfa fólk úr skóla- og frístundastarfi með þekkingu á eða bakgrunn frá Austurlöndum nær auk starfsfólks með góða íslenskukunnáttu. Góð reynsla hafi skapast af verkefni sem þessu þegar tekið var á móti fólki frá Úkraínu fyrir tveimur árum síðan. Hugmyndin sé að starfrækja miðstöðina til 30. júní næstkomandi og hún eigi að skapa blíða byrjun fyrir börnin inn í almennt skóla- og frístundastarf í Reykjavík. Sækjast eftir þrettán milljónum Skóla- og fjölskyldumiðstöðin verði opin virka daga frá klukkan 8:30 til 13:00 og áhersla verði lögð á eftirfarandi: Vettvang fyrir samveru fjölskyldna. Samfélagsfræðslu. Mat á náms- og félagslegri stöðu barna. Kynningu á leikskóla-, grunnskóla- og frístundastarfi, meðal annars með vettvangsheimsóknum. Latneska leturgerð. Grunnorðaforða í íslensku. Undirbúning fyrir leik- og grunnskólagöngu. Undirbúning fyrir foreldra í skólafærni. Verkefnið sé fjármagnað að hluta úr ramma skóla- og frístundasviðs en þörf sé á viðbótarfjármagni upp á 13,1 milljón króna og sótt verði um styrk frá mennta- og barnamálaráðuneytinu til að mæta þeim viðbótarkostnaði. Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Flóttafólk á Íslandi Borgarstjórn Mest lesið Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Innlent Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Erlent Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Innlent Fékk milljón vegna afmælis kattarins Innlent Biður þingmenn að gæta orða sinna Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Fleiri fréttir Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn Sjá meira
Í tilkynningu á vef Reykjavíkurborgar segir að í síðasta mánuði hafi 35 börn komið frá Gasa til Reykjavíkur á grundvelli fjölskyldusameiningar. Þau séu komin í þjónustu velferðarsviðs á forsendum samræmdrar móttöku flóttafólks. Í hópnum séu fmmtán börn á leikskólaaldri, 19 á grunnskólaaldri og eitt barn á framhaldsskólaaldri. Þá liggi fyrir að fjölga muni í þessum hópi á næstu vikum. Mikilvægt þyki að koma á fót skóla- og fjölskyldumiðstöð sem gegni því hlutverki að vera skjól fyrir börnin við komuna til landsins og fyrstu vikurnar í íslensku samfélagi. Í miðstöðinni sé gert ráð fyrir þátttöku foreldra og hugsanlega annarra ættingja, jafnvel systkina sem þegar eru búsett á Íslandi. Börnin komi úr ómannúðlegum aðstæðum Um sé að ræða tímabundið úrræði til að mæta náms- og félagslegum þörfum barnanna. Ljóst sé að þessi börn koma úr ómannúðlegum aðstæðum og rannsóknir sýni að börn sem þurft hafa að upplifa stríð kljást við áfallastreitu. „Því er mikilvægt að skapa griðastað þar sem börn og fjölskyldur þeirra upplifa öryggi, rútínu og hlýju.“ Áfallamiðuð nálgun verði leiðarljós í starfinu með áherslu á náið og gott samstarf skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar, velferðarsviðs, Rauða kross Íslands, Unicef og annarra sem koma að velferð og námi barna. Í miðstöðinni muni starfa fólk úr skóla- og frístundastarfi með þekkingu á eða bakgrunn frá Austurlöndum nær auk starfsfólks með góða íslenskukunnáttu. Góð reynsla hafi skapast af verkefni sem þessu þegar tekið var á móti fólki frá Úkraínu fyrir tveimur árum síðan. Hugmyndin sé að starfrækja miðstöðina til 30. júní næstkomandi og hún eigi að skapa blíða byrjun fyrir börnin inn í almennt skóla- og frístundastarf í Reykjavík. Sækjast eftir þrettán milljónum Skóla- og fjölskyldumiðstöðin verði opin virka daga frá klukkan 8:30 til 13:00 og áhersla verði lögð á eftirfarandi: Vettvang fyrir samveru fjölskyldna. Samfélagsfræðslu. Mat á náms- og félagslegri stöðu barna. Kynningu á leikskóla-, grunnskóla- og frístundastarfi, meðal annars með vettvangsheimsóknum. Latneska leturgerð. Grunnorðaforða í íslensku. Undirbúning fyrir leik- og grunnskólagöngu. Undirbúning fyrir foreldra í skólafærni. Verkefnið sé fjármagnað að hluta úr ramma skóla- og frístundasviðs en þörf sé á viðbótarfjármagni upp á 13,1 milljón króna og sótt verði um styrk frá mennta- og barnamálaráðuneytinu til að mæta þeim viðbótarkostnaði.
Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Flóttafólk á Íslandi Borgarstjórn Mest lesið Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Innlent Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Erlent Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Innlent Fékk milljón vegna afmælis kattarins Innlent Biður þingmenn að gæta orða sinna Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Fleiri fréttir Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn Sjá meira