Hlauparinn sem fékk að vinna fær ekki að halda sigrinum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 19. apríl 2024 10:30 He Jie er stór hlaupastjarna í Kína og á kínverska metið í maraþonhlaupi. Sigur hans í hálfmaraþoni í Peking þótti grunsamlegur og nú hefur hann verið tekinn af honum. Getty/Zhizhao Wu Kínverska hlauparanum sem var hleypt fram úr á lokaspretti Peking hálfmaraþonsins á dögunum fær ekki að halda sigrinum. He Jie vann hlaupið en afrísku hlaupararnir á undan honum bentu honum að að hlaupa fram úr þeim á lokametrum hlaupsins. Þetta leit auðvitað mjög grunsamlega út og strax kom upp hávær orðrómur um hagræðingu úrslita. Kínverska sjónvarpsstöðin CCTV segir frá því að efstu þrír í hlaupinu þurfi allir að skila bikurum sínum og verðlaunafé. NRK segir frá. Keníamaðurinn Willy Mnangat, einn af þeim sem hleypti He Jie fram úr, sagði fyrst að hann hefði leyft honum að vinna en breytti svo framburði sínum. Hann sagðist seinna hafa í raun verið héri fyrir Kínverjann en það hefðu verið gerð mistök með því að merkja hann vitlaust. „Ég veit ekki af hverju þeir skráðu mig sem hlaupara í stað héra. Starf mitt var að stýra hraðanum og hjálpa honum að vinna. Því miður náði hann ekki markmiði sínu sem var að setja kínverskt met,“ sagði Willy Mnangat í viðtali. Kínverskra frjálsíþróttasambandið tilkynnti strax að hlaupið væri í skoðun og nú hefur verið tekin ákvörðun að dæma þá alla úr leik. 3 African Athletes let Chinese Runner, He Jie win the 2024 Beijing Half Marathon.He finished first with a time of 1:03:44.Dejene Hailu Bikila , Robert Keter and Willy Mnangat finished second with a time of 1:03:45.Willy said he let him win because he is his friend. pic.twitter.com/NoZAJ553G6— Africa Facts Zone (@AfricaFactsZone) April 16, 2024 Frjálsar íþróttir Kína Mest lesið Bað kærastann sinn afsökunar Sport Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Fótbolti Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Enski boltinn Lehmann færir sig um set á Ítalíu Fótbolti Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Enski boltinn Enrique staðfestir að Donnarumma sé á förum frá PSG Fótbolti Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Handbolti Gunnlaugur Árni komst áfram á U.S. Amateur Golf Wrexham áfram eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Fótbolti Fleiri fréttir „Einhver vildi losna við mig“ Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Gunnlaugur Árni komst áfram á U.S. Amateur Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Vildi hvergi annarsstaðar spila Bað kærastann sinn afsökunar Dagskráin í dag: Besta, enski og Ofurbikarinn Lehmann færir sig um set á Ítalíu Enrique staðfestir að Donnarumma sé á förum frá PSG „Þetta var bara út um allt“ Wrexham áfram eftir vítaspyrnukeppni „Þetta var eflaust frábær leikur fyrir áhorfendur“ Nýtt hlaðvarp Sýnar um draumaliðsleik enska boltans FCK rassskellti frændur sína frá Malmö Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Duplantis bætti heimsmetið enn á ný Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin KR fær þýskan varnarmann Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Coote dæmdur í átta vikna bann fyrir ummælin um Klopp Fegin að hvítir leikmenn Englands klikkuðu líka á vítum Sjá meira
He Jie vann hlaupið en afrísku hlaupararnir á undan honum bentu honum að að hlaupa fram úr þeim á lokametrum hlaupsins. Þetta leit auðvitað mjög grunsamlega út og strax kom upp hávær orðrómur um hagræðingu úrslita. Kínverska sjónvarpsstöðin CCTV segir frá því að efstu þrír í hlaupinu þurfi allir að skila bikurum sínum og verðlaunafé. NRK segir frá. Keníamaðurinn Willy Mnangat, einn af þeim sem hleypti He Jie fram úr, sagði fyrst að hann hefði leyft honum að vinna en breytti svo framburði sínum. Hann sagðist seinna hafa í raun verið héri fyrir Kínverjann en það hefðu verið gerð mistök með því að merkja hann vitlaust. „Ég veit ekki af hverju þeir skráðu mig sem hlaupara í stað héra. Starf mitt var að stýra hraðanum og hjálpa honum að vinna. Því miður náði hann ekki markmiði sínu sem var að setja kínverskt met,“ sagði Willy Mnangat í viðtali. Kínverskra frjálsíþróttasambandið tilkynnti strax að hlaupið væri í skoðun og nú hefur verið tekin ákvörðun að dæma þá alla úr leik. 3 African Athletes let Chinese Runner, He Jie win the 2024 Beijing Half Marathon.He finished first with a time of 1:03:44.Dejene Hailu Bikila , Robert Keter and Willy Mnangat finished second with a time of 1:03:45.Willy said he let him win because he is his friend. pic.twitter.com/NoZAJ553G6— Africa Facts Zone (@AfricaFactsZone) April 16, 2024
Frjálsar íþróttir Kína Mest lesið Bað kærastann sinn afsökunar Sport Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Fótbolti Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Enski boltinn Lehmann færir sig um set á Ítalíu Fótbolti Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Enski boltinn Enrique staðfestir að Donnarumma sé á förum frá PSG Fótbolti Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Handbolti Gunnlaugur Árni komst áfram á U.S. Amateur Golf Wrexham áfram eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Fótbolti Fleiri fréttir „Einhver vildi losna við mig“ Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Gunnlaugur Árni komst áfram á U.S. Amateur Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Vildi hvergi annarsstaðar spila Bað kærastann sinn afsökunar Dagskráin í dag: Besta, enski og Ofurbikarinn Lehmann færir sig um set á Ítalíu Enrique staðfestir að Donnarumma sé á förum frá PSG „Þetta var bara út um allt“ Wrexham áfram eftir vítaspyrnukeppni „Þetta var eflaust frábær leikur fyrir áhorfendur“ Nýtt hlaðvarp Sýnar um draumaliðsleik enska boltans FCK rassskellti frændur sína frá Malmö Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Duplantis bætti heimsmetið enn á ný Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin KR fær þýskan varnarmann Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Coote dæmdur í átta vikna bann fyrir ummælin um Klopp Fegin að hvítir leikmenn Englands klikkuðu líka á vítum Sjá meira