Umrætt hús er hannað af Haraldi V. Haraldssyni arkitekt árið 1969 og er því einstakt fyrir margar sakir.

Húsið er byggt á fjórum pöllum sem er einkennandi húsagerð í hluta Fossvogshverfis. Í hönnun Haraldar eru svefnherbergin á efsta palli hússins, en ekki þeim neðsta líkt og tíðkast í hvefinu. Sú tilhögun hefur marga kosti, svefnherbergi njóta friðhelgi á efri hæð og unnt er að ganga beint úr stofu í skjólgóðan suðurgarð sem virkar sem einhvers konar framlenging af húsinu.
Í húsinu eru fjögur svefnherbergi og tvö baðherbergi. Gott flæði er milli rýma þar sem léttbyggður stigi hleypir birtu milli hæða.
Heimili hjónanna er smekklega innréttað þar sem tímalaus hönnun í bland við list og vönduð húsgögn prýða hvern krók og kima.
Ásett verð fyrir eignina er 170 milljónir. Nánar upplýsingar má finna á fasteignavef Vísis.






Á vef arkitektastofu Gláma-Kím má sjá myndir af húsinu við Mávanes.