Baldur segir lygasögur ekki hafa nein áhrif á þá Felix Jón Þór Stefánsson skrifar 19. apríl 2024 14:18 Jón Gnarr, Baldur Þórhallsson, og Halla Hrund Logadóttir eru gestir Pallborðsins í dag. Vísir/Vilhelm Baldur Þórhallsson forsetaframbjóðandi telur að allir sem sækist eftir embættinu megi búast við því að skrökvað verði um sig. Facebook-síðan Bessastaðabaráttan, sem nú hefur verið tekin niður, hélt úti rætinni herferð gegn Baldri. „Ég held að við lendum öll í því sem stígum svona fram, sérstaklega varðandi þetta embætti, að fá einhverjar svona skrökvusögur á okkur.“ sagði Baldur í Pallborðinu á Vísi í dag, en þar ræddi hann, Jón Gnarr og Halla Hrund Logadóttir um komandi forsetakosningar. „Við sem munum eftir kosningabaráttunni fyrir átta árum þegar Guðni var kosinn, Ólafur Ragnar 1996, og síðan Vigdís 1980. Það voru auðvitað alveg ótrúlegar sögur sem gengu þá um.“ Baldur sagði sig og eiginmann hans, fjölmiðlamanninn Felix Bergsson, vera með sterka skrápa og lygasögur fengju ekki á þá „Þetta bara fylgir þessu, og þetta hefur engin áhrif á okkur Felix,“ sagði Baldur og bætti við að þeir sem væru samkynhneigðir hefðu upplifað áreiti sem þetta í gegnum tíðina. Jón Gnarr sagði í Pallborðinu að hann ætti von á því að kosningabaráttan yrði ljúf og þægileg. Þá var hann spurður út í ummæli hans um Katrínu Jakobsdóttur, sem einnig gefur kost á sér í kosningunum, en Jón sagði að honum þætti sérstakt að forsætisráðherra væri að bjóða sig fram. „Ég verð bara að segja það sem mér finnst ef mér finnst það skipta máli, jafnvel þegar það getur verið óþægilegt,“ sagði Jón og rifjaði upp þegar hann var borgarstjóri og hann var spurður spurningu sem hann vissi ekki svarið við. „Þá sagði ég það: Ég bara veit það ekki. Það var mjög óþægilegt. Einhverjum fannst að ég hefði ekki átt að segja það. En þetta var bara sannleikurinn þá.“ Þrátt fyrir það sagðist Jón eiga von á því að kosningabaráttan yrði skemmtileg. „Mér finnst vera veisla, lýðræðisveisla, að sjá svona margt fólk koma úr ólíkum hlutum samfélagsins til þess að taka þátt í þessu.“ Ætlar að vinna heiðarlegan sigur Gestirnir voru spurðir að ýmsu varðandi forsetaembættið og hlutverkið. Halla Hrund lagði áherslu á að forseti yrði að vera hafinn yfir dægurþras. Hún sagði mestu máli skipta að hver og einn frambjóðandi leiði sína sýn. Svo sé það kjósenda að dæma. „Varðandi þá sem eru hér og eru ekki hér, verð að segja, horfandi á þetta fólk, að ég fyllist bjartsýni hve margt frábært fólk er að bjóða sig fram,“ sagði Halla Hrund. Hundruð sjálfboðaliða komi að þessum framboðum. „Ef það er ekki góðs viti fyrir samfélagið þá veit ég ekki hvað. Ég fer bjartsýn í baráttuna um að vinna hana heiðarlega. Vitandi það líka að það getur gengið á ýmsu. Hefur fulla trú á að þetta verði skemmtileg og góð vegferð fyrir lýðræðið sem ekki megi taka sem sjálfsögðum hlut.“ Pallborðið í heild má sjá að neðan. Pallborðið Forsetakosningar 2024 Forseti Íslands Tengdar fréttir Sver af sér rætna herferð gegn Baldri Ástþór Magnússon sver af sér öll tengsl við Facebook-síðuna Bessastaðabaráttan, þar sem rætinni herferð gegn Baldri Þórhallssyni hefur verið haldið úti. Sama dag og tengslin voru borin upp á Ástþór var síðunni eytt. 7. apríl 2024 13:03 Mest lesið „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Innlent „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Innlent „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent „Erum rétt byrjuð að sjá ofan í þennan forarpytt“ Erlent Mette-Marit biðst afsökunar á tengslum sínum við Epstein Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Björg sökuð um brot á kosningareglum Viðreisnar Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Fleiri fréttir Björg sökuð um brot á kosningareglum Viðreisnar Blótað í Grindavík á nýjan leik Vaktin: Viðreisn velur oddvita „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Vilja Hjallastefnugrunnskóla í Árborg Skjálftinn í Bárðarbungu 5,3 að stærð Rýnt í Epstein-skjölin, prófkjör Viðreisnar og árás ungmenna „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Fjórðungur kosið í prófkjöri Viðreisnar Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Sjá meira
„Ég held að við lendum öll í því sem stígum svona fram, sérstaklega varðandi þetta embætti, að fá einhverjar svona skrökvusögur á okkur.“ sagði Baldur í Pallborðinu á Vísi í dag, en þar ræddi hann, Jón Gnarr og Halla Hrund Logadóttir um komandi forsetakosningar. „Við sem munum eftir kosningabaráttunni fyrir átta árum þegar Guðni var kosinn, Ólafur Ragnar 1996, og síðan Vigdís 1980. Það voru auðvitað alveg ótrúlegar sögur sem gengu þá um.“ Baldur sagði sig og eiginmann hans, fjölmiðlamanninn Felix Bergsson, vera með sterka skrápa og lygasögur fengju ekki á þá „Þetta bara fylgir þessu, og þetta hefur engin áhrif á okkur Felix,“ sagði Baldur og bætti við að þeir sem væru samkynhneigðir hefðu upplifað áreiti sem þetta í gegnum tíðina. Jón Gnarr sagði í Pallborðinu að hann ætti von á því að kosningabaráttan yrði ljúf og þægileg. Þá var hann spurður út í ummæli hans um Katrínu Jakobsdóttur, sem einnig gefur kost á sér í kosningunum, en Jón sagði að honum þætti sérstakt að forsætisráðherra væri að bjóða sig fram. „Ég verð bara að segja það sem mér finnst ef mér finnst það skipta máli, jafnvel þegar það getur verið óþægilegt,“ sagði Jón og rifjaði upp þegar hann var borgarstjóri og hann var spurður spurningu sem hann vissi ekki svarið við. „Þá sagði ég það: Ég bara veit það ekki. Það var mjög óþægilegt. Einhverjum fannst að ég hefði ekki átt að segja það. En þetta var bara sannleikurinn þá.“ Þrátt fyrir það sagðist Jón eiga von á því að kosningabaráttan yrði skemmtileg. „Mér finnst vera veisla, lýðræðisveisla, að sjá svona margt fólk koma úr ólíkum hlutum samfélagsins til þess að taka þátt í þessu.“ Ætlar að vinna heiðarlegan sigur Gestirnir voru spurðir að ýmsu varðandi forsetaembættið og hlutverkið. Halla Hrund lagði áherslu á að forseti yrði að vera hafinn yfir dægurþras. Hún sagði mestu máli skipta að hver og einn frambjóðandi leiði sína sýn. Svo sé það kjósenda að dæma. „Varðandi þá sem eru hér og eru ekki hér, verð að segja, horfandi á þetta fólk, að ég fyllist bjartsýni hve margt frábært fólk er að bjóða sig fram,“ sagði Halla Hrund. Hundruð sjálfboðaliða komi að þessum framboðum. „Ef það er ekki góðs viti fyrir samfélagið þá veit ég ekki hvað. Ég fer bjartsýn í baráttuna um að vinna hana heiðarlega. Vitandi það líka að það getur gengið á ýmsu. Hefur fulla trú á að þetta verði skemmtileg og góð vegferð fyrir lýðræðið sem ekki megi taka sem sjálfsögðum hlut.“ Pallborðið í heild má sjá að neðan.
Pallborðið Forsetakosningar 2024 Forseti Íslands Tengdar fréttir Sver af sér rætna herferð gegn Baldri Ástþór Magnússon sver af sér öll tengsl við Facebook-síðuna Bessastaðabaráttan, þar sem rætinni herferð gegn Baldri Þórhallssyni hefur verið haldið úti. Sama dag og tengslin voru borin upp á Ástþór var síðunni eytt. 7. apríl 2024 13:03 Mest lesið „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Innlent „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Innlent „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent „Erum rétt byrjuð að sjá ofan í þennan forarpytt“ Erlent Mette-Marit biðst afsökunar á tengslum sínum við Epstein Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Björg sökuð um brot á kosningareglum Viðreisnar Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Fleiri fréttir Björg sökuð um brot á kosningareglum Viðreisnar Blótað í Grindavík á nýjan leik Vaktin: Viðreisn velur oddvita „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Vilja Hjallastefnugrunnskóla í Árborg Skjálftinn í Bárðarbungu 5,3 að stærð Rýnt í Epstein-skjölin, prófkjör Viðreisnar og árás ungmenna „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Fjórðungur kosið í prófkjöri Viðreisnar Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Sjá meira
Sver af sér rætna herferð gegn Baldri Ástþór Magnússon sver af sér öll tengsl við Facebook-síðuna Bessastaðabaráttan, þar sem rætinni herferð gegn Baldri Þórhallssyni hefur verið haldið úti. Sama dag og tengslin voru borin upp á Ástþór var síðunni eytt. 7. apríl 2024 13:03