Tilkynnti sig tvisvar til barnaverndar til að fá aðstoð fyrir einhverfa dóttur Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 19. apríl 2024 19:30 Hrefna hefur lagt allt í sölurnar til að hjálpa einhverfri níu ára dóttur sinni en hún segir alls staðar koma að lokuðum dyrum í kerfinu. Baráttunni linni ekki fyrr en hjálp berst. Vísir/arnar Móðir níu ára einhverfrar stúlku hefur tvívegis tilkynnt sig til barnaverndar í örvæntingafullri tilraun til að fá aðstoð fyrir dóttur sína. Á tímabili var vanlíðan stúlkunnar slík að hún missti lífsviljann. Eftirtektarsamur leikskólakennari kom fyrst auga á að dóttir Hrefnu Ernu Bachmann Ólafsdóttur gæti verið einhverf en ADHD og einhverfugreining kom ekki fyrr en mörgum árum síðar. Í leikskólanum leið stúlkunni vel og þar hafði hún stuðninginn sem hún þurfti og vel var haldið utan um hana en erfiðleikarnir hófust við upphaf grunnskóla. „Hún var með allt til staðar fyrir sig í leikskólanum en svo var henni sparkað út. Hún var eins og drottning í sínu ríki en þegar hún kom inn í skólakerfið þá var hún bara öskubuska. Þar var ekkert gert fyrir hana. Ekki neitt,“ segir Hrefna. Fyrsti bekkur gekk ágætlega félagslega en fljótlega fóru að koma upp árekstrar milli hennar, samnemenda og kennara því stúlkan hætti að skynja og skilja félagsleg merki. Hrefna segist nær daglega upplifa mikið mótlæti. „Í dag skeði þetta, í dag skeði hitt. Ég fékk aldrei að heyra að hún hefði verið ótrúlega dugleg þann daginn. Það var ekki bara verið að brjóta hana niður heldur líka okkur foreldrana niður með endalausu neikvæðu um barnið mitt.“ Staðan versnaði með hverju ári sem leið. „Á endanum var okkur sagt að það væri ekkert hægt að gera fyrir hana. Hún væri bara búin að brenna allar brýr að baki sér. Níu ára gamalt barn að verða tíu ára.“ Fjölskyldan batt miklar vonir við að staðan myndi skána við að komast á einhverfudeild en á mánudaginn var henni synjað um inngöngu þrátt fyrir að borgin segi í synjunarbréfinu að barnið hafi mikla þörf fyrir einhverfudeild. „Það stendur skýrum stöfum að hún sé með mikla þörf en greinilega ekki nóg til að komast inn, sem var rosalegt högg,“ segir Hrefna. Hún fékk þau svör að um 36 umsóknir hefðu borist um inngöngu í einhverfudeild hjá borginni en aðeins átta pláss voru laus. Stúlkunni líður skelfilega og missti lífsviljann um tíma. „Það er náttúrulega bara ömurlegt fyrir foreldri að heyra frá barninu sínu að hún vilji bara enda líf sitt. Það var ekkert úrræði heldur sem greip okkur þá. Við reyndum allt.“ Hrefna og fjölskylda hafa reynt allt og meðal annars tilkynnt sig tvívegis til barnaverndar til að fá aðstoð. „Okkur var tilkynnt að þeir ætluðu að fara í skólann og skoða hann og mögulega koma heim til okkar og skoða aðstæður þar af því við töluðum um að hún væri rosa skapstór heima því hún bara springur þar eftir allan daginn. Við höfum enn ekkert heyrt. Við erum búin að hringja og hringja og hringja.“ Hrefna sjálf datt út af vinnumarkaði vegna kulnunar í febrúar. Hún komi að lokuðum dyrum alls staðar. Hvað tekur nú við hjá ykkur? „Já, það er ansi góð spurning. Við erum búin að fara á fundi hjá þremur skólum og enginn skóli telur sig hafa verkfæri til að vinna með henni þrátt fyrir að menntamálayfirvöld gefi sig út fyrir að hafa skóla án aðgreiningar og að öll börn eigi að fá menntun – og það er skólaskylda – en þá erum við bara svolítið í lausu lofti.“ Börn og uppeldi Skóla - og menntamál Alþingi Grunnskólar Einhverfa Tengdar fréttir Halda andlitinu í skólanum en hrynja niður heima Skólaforðun einhverfra barna er kerfislægt vandamál í skólum en það liggur ekki hjá fjölskyldum barnanna. Þetta segir verkefnastjóri hjá Einhverfusamtökunum sem bendir á að opin rými líkt og hefðbundnar skólastofur séu „skynrænt helvíti“ fyrir einhverfa og heilsuspillandi fyrir umrædd börn. Örvænting þeirra sem séu föst í þessum aðstæðum sé algjör. 18. apríl 2024 13:31 Segir „ómanneskjulegt“ álag á foreldrum einhverfra barna Einstæð móðir einhverfrar stúlku brann út og þurfti að segja upp vinnunni til þess að geta annast dóttur sína. Hún segir stjórnvöld verða að gera betur fyrir einhverf börn og foreldra þeirra, álagið sé í raun ómanneskjulegt. 17. apríl 2024 19:30 „Það er eins og þú þurfir að skera barnið þitt úr reipinu til að fá aðstoð“ „Fyrir okkur er þetta einfaldlega spurning um líf eða dauða. Við erum vanmáttug, við erum týnd og við erum alltaf í lausu lofti,” segja Adam Snær Atlason og Thelma Rut Hafliðadóttir, foreldrar þrettán ára stúlku sem glímir við flókinn og fjölþættan vanda. Þau hafa staðið í stappi undanfarin tíu ár við að fá viðeigandi úrræði fyrir dóttur sína hjá Akureyrarbæ en segjast koma allstaðar að lokuðum dyrum. 6. apríl 2024 08:37 Mest lesið Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Innlent Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Innlent Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Erlent Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Innlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Erlent Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Innlent Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Innlent Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Innlent Fleiri fréttir Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Þungt yfir Austfirðingum í dag Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Skólameistari ósáttur og hörð átök á þingi Ungliðar undirrita drengskaparheit Enn skorað á Willum Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Grætur Fjarðarheiðargöng og vísar til banaslyssins Karlar telja hlutverkaskiptin jafnari Sjá meira
Eftirtektarsamur leikskólakennari kom fyrst auga á að dóttir Hrefnu Ernu Bachmann Ólafsdóttur gæti verið einhverf en ADHD og einhverfugreining kom ekki fyrr en mörgum árum síðar. Í leikskólanum leið stúlkunni vel og þar hafði hún stuðninginn sem hún þurfti og vel var haldið utan um hana en erfiðleikarnir hófust við upphaf grunnskóla. „Hún var með allt til staðar fyrir sig í leikskólanum en svo var henni sparkað út. Hún var eins og drottning í sínu ríki en þegar hún kom inn í skólakerfið þá var hún bara öskubuska. Þar var ekkert gert fyrir hana. Ekki neitt,“ segir Hrefna. Fyrsti bekkur gekk ágætlega félagslega en fljótlega fóru að koma upp árekstrar milli hennar, samnemenda og kennara því stúlkan hætti að skynja og skilja félagsleg merki. Hrefna segist nær daglega upplifa mikið mótlæti. „Í dag skeði þetta, í dag skeði hitt. Ég fékk aldrei að heyra að hún hefði verið ótrúlega dugleg þann daginn. Það var ekki bara verið að brjóta hana niður heldur líka okkur foreldrana niður með endalausu neikvæðu um barnið mitt.“ Staðan versnaði með hverju ári sem leið. „Á endanum var okkur sagt að það væri ekkert hægt að gera fyrir hana. Hún væri bara búin að brenna allar brýr að baki sér. Níu ára gamalt barn að verða tíu ára.“ Fjölskyldan batt miklar vonir við að staðan myndi skána við að komast á einhverfudeild en á mánudaginn var henni synjað um inngöngu þrátt fyrir að borgin segi í synjunarbréfinu að barnið hafi mikla þörf fyrir einhverfudeild. „Það stendur skýrum stöfum að hún sé með mikla þörf en greinilega ekki nóg til að komast inn, sem var rosalegt högg,“ segir Hrefna. Hún fékk þau svör að um 36 umsóknir hefðu borist um inngöngu í einhverfudeild hjá borginni en aðeins átta pláss voru laus. Stúlkunni líður skelfilega og missti lífsviljann um tíma. „Það er náttúrulega bara ömurlegt fyrir foreldri að heyra frá barninu sínu að hún vilji bara enda líf sitt. Það var ekkert úrræði heldur sem greip okkur þá. Við reyndum allt.“ Hrefna og fjölskylda hafa reynt allt og meðal annars tilkynnt sig tvívegis til barnaverndar til að fá aðstoð. „Okkur var tilkynnt að þeir ætluðu að fara í skólann og skoða hann og mögulega koma heim til okkar og skoða aðstæður þar af því við töluðum um að hún væri rosa skapstór heima því hún bara springur þar eftir allan daginn. Við höfum enn ekkert heyrt. Við erum búin að hringja og hringja og hringja.“ Hrefna sjálf datt út af vinnumarkaði vegna kulnunar í febrúar. Hún komi að lokuðum dyrum alls staðar. Hvað tekur nú við hjá ykkur? „Já, það er ansi góð spurning. Við erum búin að fara á fundi hjá þremur skólum og enginn skóli telur sig hafa verkfæri til að vinna með henni þrátt fyrir að menntamálayfirvöld gefi sig út fyrir að hafa skóla án aðgreiningar og að öll börn eigi að fá menntun – og það er skólaskylda – en þá erum við bara svolítið í lausu lofti.“
Börn og uppeldi Skóla - og menntamál Alþingi Grunnskólar Einhverfa Tengdar fréttir Halda andlitinu í skólanum en hrynja niður heima Skólaforðun einhverfra barna er kerfislægt vandamál í skólum en það liggur ekki hjá fjölskyldum barnanna. Þetta segir verkefnastjóri hjá Einhverfusamtökunum sem bendir á að opin rými líkt og hefðbundnar skólastofur séu „skynrænt helvíti“ fyrir einhverfa og heilsuspillandi fyrir umrædd börn. Örvænting þeirra sem séu föst í þessum aðstæðum sé algjör. 18. apríl 2024 13:31 Segir „ómanneskjulegt“ álag á foreldrum einhverfra barna Einstæð móðir einhverfrar stúlku brann út og þurfti að segja upp vinnunni til þess að geta annast dóttur sína. Hún segir stjórnvöld verða að gera betur fyrir einhverf börn og foreldra þeirra, álagið sé í raun ómanneskjulegt. 17. apríl 2024 19:30 „Það er eins og þú þurfir að skera barnið þitt úr reipinu til að fá aðstoð“ „Fyrir okkur er þetta einfaldlega spurning um líf eða dauða. Við erum vanmáttug, við erum týnd og við erum alltaf í lausu lofti,” segja Adam Snær Atlason og Thelma Rut Hafliðadóttir, foreldrar þrettán ára stúlku sem glímir við flókinn og fjölþættan vanda. Þau hafa staðið í stappi undanfarin tíu ár við að fá viðeigandi úrræði fyrir dóttur sína hjá Akureyrarbæ en segjast koma allstaðar að lokuðum dyrum. 6. apríl 2024 08:37 Mest lesið Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Innlent Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Innlent Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Erlent Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Innlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Erlent Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Innlent Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Innlent Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Innlent Fleiri fréttir Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Þungt yfir Austfirðingum í dag Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Skólameistari ósáttur og hörð átök á þingi Ungliðar undirrita drengskaparheit Enn skorað á Willum Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Grætur Fjarðarheiðargöng og vísar til banaslyssins Karlar telja hlutverkaskiptin jafnari Sjá meira
Halda andlitinu í skólanum en hrynja niður heima Skólaforðun einhverfra barna er kerfislægt vandamál í skólum en það liggur ekki hjá fjölskyldum barnanna. Þetta segir verkefnastjóri hjá Einhverfusamtökunum sem bendir á að opin rými líkt og hefðbundnar skólastofur séu „skynrænt helvíti“ fyrir einhverfa og heilsuspillandi fyrir umrædd börn. Örvænting þeirra sem séu föst í þessum aðstæðum sé algjör. 18. apríl 2024 13:31
Segir „ómanneskjulegt“ álag á foreldrum einhverfra barna Einstæð móðir einhverfrar stúlku brann út og þurfti að segja upp vinnunni til þess að geta annast dóttur sína. Hún segir stjórnvöld verða að gera betur fyrir einhverf börn og foreldra þeirra, álagið sé í raun ómanneskjulegt. 17. apríl 2024 19:30
„Það er eins og þú þurfir að skera barnið þitt úr reipinu til að fá aðstoð“ „Fyrir okkur er þetta einfaldlega spurning um líf eða dauða. Við erum vanmáttug, við erum týnd og við erum alltaf í lausu lofti,” segja Adam Snær Atlason og Thelma Rut Hafliðadóttir, foreldrar þrettán ára stúlku sem glímir við flókinn og fjölþættan vanda. Þau hafa staðið í stappi undanfarin tíu ár við að fá viðeigandi úrræði fyrir dóttur sína hjá Akureyrarbæ en segjast koma allstaðar að lokuðum dyrum. 6. apríl 2024 08:37