Ásdís á „innan við hundrað“ undirskriftir eftir Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 21. apríl 2024 10:49 Frambjóðendur sem ekki hafa náð lágmarksfjölda undirskrifta hafa til föstudags til þess. Undirskriftasöfnun forsetaframbjóðendanna Helgu Þórisdóttur og Ásdísar Ránar Gunnarsdóttur virðist ganga vel en þær segjast báðar vera á lokametrunum í söfnuninni. Sigríður Hrund Pétursdóttir kveðst ekki ætla að kíkja á stöðu söfnunar sinnar fyrr en á morgun. Í samtali við fréttastofu segist Sigríður Hrund Pétursdóttir hafa haft öðrum hnöppum að hneppa um helgina en að kíkja á stöðu undirskriftanna sinna. Vinnupallar ehf, fyrirtæki Sigríðar, er með bás á hátíðinni Verk og vit sem stendur yfir í Laugardalshöll um helgina og hefur helgin hennar farið alfarið í það. Hún staðfestir þó að söfnuninni sé ekki lokið. Helga Þórisdóttir segir undirskriftasöfnunina ganga rosalega vel. „Það hrúgast inn fólk,“ segir hún í samtali við Vísi. Þá segist hún ekki hafa náð að fylgjast með nýjustu tölum um helgina vegna þess að kosningastjóri hennar, Tryggvi Rafnsson, hafi haldið á landsfund Samfylkingarinnar. „Við erum á algjörum lokametrum,“ segir Helga. Ásdís Rán Gunnarsdóttir er á sama máli. „Ég býst fastlega við því að ég klári á morgun eða hinn. Ég á ennþá eftir að safna innan við hundrað undirskriftum,“ segir Ásdís í samtali við Vísi. Samkvæmt heimildum fréttastofu á Eiríkur Ingi Jóhannsson heldur ekki svo langt í land en ekki náðist í hann við gerð fréttarinnar. Alls hafa átta forsetaefni náð lágmarksfjölda undirskrifta: Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir, Katrín Jakobsdóttir, Baldur Þórhallsson, Jón Gnarr, Halla Hrund Logadóttir, Halla Tómasdóttir, Arnar Þór Jónsson og Ástþór Magnússon. Forsetakosningar 2024 Tengdar fréttir Svona var Pallborðið með Baldri, Höllu Hrund og Jóni Forsetaframbjóðendurnir Baldur Þórhallsson stjórnmálaprófessor, Jón Gnarr listamaður og Halla Hrund Logadóttir orkumálastjóri verða gestir Pallborðsins í dag, þar sem til umræðu verða niðurstöður skoðanakannana og fyrstu vikur kosningabaráttunnar. Þátturinn er í beinni útsendingu og lifandi textalýsingu. 19. apríl 2024 11:10 Átta forsetaefni klár með listana Erfiðara hefur reynst en margur vildi ætla að safna undirskriftum en farið var að ræða stjórnarskrárbreytingar af því tilefni. Það er bara alls ekki eins einfalt og ætla mætti. En eftir því sem Vísir kemst næst eru átta forsetaefni komin með tilskildar undirskriftir. 19. apríl 2024 13:20 Helga ekki tilbúin að henda inn handklæðinu Helga Þórisdóttir forsetaframbjóðandi kallar eftir stuðningi landsmanna. Helga segist jarðtengd, hún viti að vonin sé ekki mikil en hún er ekki tilbúin að henda inn handklæðinu alveg strax. 19. apríl 2024 09:58 Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Innlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Fleiri fréttir Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Sjá meira
Í samtali við fréttastofu segist Sigríður Hrund Pétursdóttir hafa haft öðrum hnöppum að hneppa um helgina en að kíkja á stöðu undirskriftanna sinna. Vinnupallar ehf, fyrirtæki Sigríðar, er með bás á hátíðinni Verk og vit sem stendur yfir í Laugardalshöll um helgina og hefur helgin hennar farið alfarið í það. Hún staðfestir þó að söfnuninni sé ekki lokið. Helga Þórisdóttir segir undirskriftasöfnunina ganga rosalega vel. „Það hrúgast inn fólk,“ segir hún í samtali við Vísi. Þá segist hún ekki hafa náð að fylgjast með nýjustu tölum um helgina vegna þess að kosningastjóri hennar, Tryggvi Rafnsson, hafi haldið á landsfund Samfylkingarinnar. „Við erum á algjörum lokametrum,“ segir Helga. Ásdís Rán Gunnarsdóttir er á sama máli. „Ég býst fastlega við því að ég klári á morgun eða hinn. Ég á ennþá eftir að safna innan við hundrað undirskriftum,“ segir Ásdís í samtali við Vísi. Samkvæmt heimildum fréttastofu á Eiríkur Ingi Jóhannsson heldur ekki svo langt í land en ekki náðist í hann við gerð fréttarinnar. Alls hafa átta forsetaefni náð lágmarksfjölda undirskrifta: Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir, Katrín Jakobsdóttir, Baldur Þórhallsson, Jón Gnarr, Halla Hrund Logadóttir, Halla Tómasdóttir, Arnar Þór Jónsson og Ástþór Magnússon.
Forsetakosningar 2024 Tengdar fréttir Svona var Pallborðið með Baldri, Höllu Hrund og Jóni Forsetaframbjóðendurnir Baldur Þórhallsson stjórnmálaprófessor, Jón Gnarr listamaður og Halla Hrund Logadóttir orkumálastjóri verða gestir Pallborðsins í dag, þar sem til umræðu verða niðurstöður skoðanakannana og fyrstu vikur kosningabaráttunnar. Þátturinn er í beinni útsendingu og lifandi textalýsingu. 19. apríl 2024 11:10 Átta forsetaefni klár með listana Erfiðara hefur reynst en margur vildi ætla að safna undirskriftum en farið var að ræða stjórnarskrárbreytingar af því tilefni. Það er bara alls ekki eins einfalt og ætla mætti. En eftir því sem Vísir kemst næst eru átta forsetaefni komin með tilskildar undirskriftir. 19. apríl 2024 13:20 Helga ekki tilbúin að henda inn handklæðinu Helga Þórisdóttir forsetaframbjóðandi kallar eftir stuðningi landsmanna. Helga segist jarðtengd, hún viti að vonin sé ekki mikil en hún er ekki tilbúin að henda inn handklæðinu alveg strax. 19. apríl 2024 09:58 Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Innlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Fleiri fréttir Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Sjá meira
Svona var Pallborðið með Baldri, Höllu Hrund og Jóni Forsetaframbjóðendurnir Baldur Þórhallsson stjórnmálaprófessor, Jón Gnarr listamaður og Halla Hrund Logadóttir orkumálastjóri verða gestir Pallborðsins í dag, þar sem til umræðu verða niðurstöður skoðanakannana og fyrstu vikur kosningabaráttunnar. Þátturinn er í beinni útsendingu og lifandi textalýsingu. 19. apríl 2024 11:10
Átta forsetaefni klár með listana Erfiðara hefur reynst en margur vildi ætla að safna undirskriftum en farið var að ræða stjórnarskrárbreytingar af því tilefni. Það er bara alls ekki eins einfalt og ætla mætti. En eftir því sem Vísir kemst næst eru átta forsetaefni komin með tilskildar undirskriftir. 19. apríl 2024 13:20
Helga ekki tilbúin að henda inn handklæðinu Helga Þórisdóttir forsetaframbjóðandi kallar eftir stuðningi landsmanna. Helga segist jarðtengd, hún viti að vonin sé ekki mikil en hún er ekki tilbúin að henda inn handklæðinu alveg strax. 19. apríl 2024 09:58