Létti sig um tvö kíló og bætti heimsmetið Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 21. apríl 2024 11:31 Armand Duplantis við töfluna sem sýnir heimsetið hans. Getty/DI YIN Svíinn Armand Duplantis sló sitt eigið heimsmet í stangarstökki í gær þegar hann fór yfir 6,24 metra á Demantamóti í Xiamen í Kína. Þessi 24 ára Svíi fór yfir 6,24 metra í fyrstu tilraun alveg eins og hann fór yfir 5,62 metra, 5,82 metra og 6,00 metra í fyrstu tilraun. Hann vann með miklum yfirburðum því Sam Kendricks varð í öðru sætinu með stökk yfir 5,82 metra. Mælingar sýndu að Svíinn var fimm sentimetrum yfir ránni í heimsmetsstökkinu og það þýðir að hann gæti farið yfir 6,29 metra í framtíðinni. Duplantis sló sitt fyrsta heimsmet árið 2020 og hefur síðan slegið það sjö sinnum til viðbótar. Hann leit hins vegar ekki allt of vel út undir lok innanhússtímabilsins. „Já ég er búinn að missa tvö kíló síðan að innanhússtímabilinu lauk. Það var vakning fyrir mig þegar ég átti í þessum vandræðum í úrslitunum á HM innanhúss,“ sagði Duplantis. Þar felldi hann 5,85 metra tvisvar og var nálægt því að missa af gullinu. Hann komst yfir í þriðju tilraun, fór á endanum yfir 6,05 metra og vann sitt fjórða heimsmeistaragull. „Allt innanhússtímabilið gekk verr en ég bjóst við og ég var kærulausari en ég ætlaði mér. Vegna þessa hef ég síðasta eina og hálfa mánuðinn verið með meiri fókus á æfingum og passað betur upp á það sem ég er að borða,“ sagði Duplantis. „Ég borða minni skammta og heilsusamari mat. Ég áttaði mig á því að ég væri að borða of mikið, allt of stóra skammta og of mikið af sykri og fitu. Það hefur breytt miklu fyrir mig þótt að ég hafi ekki breytti öðru mikið,“ sagði Duplantis. Frjálsar íþróttir Mest lesið Sakaði syni sína um „fullkomið mannorðsmorð“ á leynilegri upptöku Sport Orri og félagar duttu út með hádramatískum hætti Fótbolti „Meðvituð um að þetta er samfélagslegt vandamál“ Íslenski boltinn „Verður vonandi tilbúinn fyrir síðustu leiki tímabilsins“ Enski boltinn Segir Müller eiga skilið góða kveðjustund Fótbolti Fimm fengu bann fyrir slagsmálin Körfubolti Dagskráin í dag: Úrslitakeppni karla hefst Sport „Ekki tími ársins til að fara inn í einhverja skel“ Körfubolti Sluppu með sigur og hafa haldið oftast hreinu Enski boltinn Var kóngurinn 1995 en „algjörlega á botninum“ 1997 Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Eins og draumur að rætast“ „Meðvituð um að þetta er samfélagslegt vandamál“ Sakaði syni sína um „fullkomið mannorðsmorð“ á leynilegri upptöku Fimm fengu bann fyrir slagsmálin Dagskráin í dag: Úrslitakeppni karla hefst „Verður vonandi tilbúinn fyrir síðustu leiki tímabilsins“ Segir Müller eiga skilið góða kveðjustund Orri og félagar duttu út með hádramatískum hætti „Þetta var alveg orðið smá stressandi“ „Ekki tími ársins til að fara inn í einhverja skel“ Uppgjörið: Njarðvík 84-75 Stjarnan | Njarðvík tekur foyrsuna í kaflaskiptum leik „Verðum að nýta hvert einasta tækifæri sem við fáum“ Saka sneri aftur og skoraði í sigri Skyttnanna Sluppu með sigur og hafa haldið oftast hreinu Íslendingalið í átta liða úrslit Evrópudeildarinnar Uppgjörið: Þór - Valur 86-92 | Sterkur sigur sóttur í fyrsta leik Þjálfari Sveindísar segir starfi sínu lausu Pelikanarnir búnir að gefast upp „Búin að taka mig inn í fjölskylduna“ Úthúðar þjálfaranum: Fékk betri æfingar í flóttamannabúðunum Dæmdur í áttatíu leikja bann og tapar 769 milljónum króna HM stækkað og verðlaunaféð tvöfaldað Stúkan fær liðsstyrk í þremur kanónum Besta auglýsing Fram: Rúnar kann öll vafasömu trixin „Var meira fyrir að borða nutella úr krukkunni og spila tölvuleiki“ Þórey aftur inn í landsliðið: „Þurftum bara aðeins að hreinsa andrúmsloftið“ „Stærsta í þessu er ef Rúnar Már nær að spila meira“ McIlroy meiddur í aðdraganda Masters Besta-spáin 2025: Vindur í Skagaseglin Valskonur fá seinni leikinn heima Sjá meira
Þessi 24 ára Svíi fór yfir 6,24 metra í fyrstu tilraun alveg eins og hann fór yfir 5,62 metra, 5,82 metra og 6,00 metra í fyrstu tilraun. Hann vann með miklum yfirburðum því Sam Kendricks varð í öðru sætinu með stökk yfir 5,82 metra. Mælingar sýndu að Svíinn var fimm sentimetrum yfir ránni í heimsmetsstökkinu og það þýðir að hann gæti farið yfir 6,29 metra í framtíðinni. Duplantis sló sitt fyrsta heimsmet árið 2020 og hefur síðan slegið það sjö sinnum til viðbótar. Hann leit hins vegar ekki allt of vel út undir lok innanhússtímabilsins. „Já ég er búinn að missa tvö kíló síðan að innanhússtímabilinu lauk. Það var vakning fyrir mig þegar ég átti í þessum vandræðum í úrslitunum á HM innanhúss,“ sagði Duplantis. Þar felldi hann 5,85 metra tvisvar og var nálægt því að missa af gullinu. Hann komst yfir í þriðju tilraun, fór á endanum yfir 6,05 metra og vann sitt fjórða heimsmeistaragull. „Allt innanhússtímabilið gekk verr en ég bjóst við og ég var kærulausari en ég ætlaði mér. Vegna þessa hef ég síðasta eina og hálfa mánuðinn verið með meiri fókus á æfingum og passað betur upp á það sem ég er að borða,“ sagði Duplantis. „Ég borða minni skammta og heilsusamari mat. Ég áttaði mig á því að ég væri að borða of mikið, allt of stóra skammta og of mikið af sykri og fitu. Það hefur breytt miklu fyrir mig þótt að ég hafi ekki breytti öðru mikið,“ sagði Duplantis.
Frjálsar íþróttir Mest lesið Sakaði syni sína um „fullkomið mannorðsmorð“ á leynilegri upptöku Sport Orri og félagar duttu út með hádramatískum hætti Fótbolti „Meðvituð um að þetta er samfélagslegt vandamál“ Íslenski boltinn „Verður vonandi tilbúinn fyrir síðustu leiki tímabilsins“ Enski boltinn Segir Müller eiga skilið góða kveðjustund Fótbolti Fimm fengu bann fyrir slagsmálin Körfubolti Dagskráin í dag: Úrslitakeppni karla hefst Sport „Ekki tími ársins til að fara inn í einhverja skel“ Körfubolti Sluppu með sigur og hafa haldið oftast hreinu Enski boltinn Var kóngurinn 1995 en „algjörlega á botninum“ 1997 Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Eins og draumur að rætast“ „Meðvituð um að þetta er samfélagslegt vandamál“ Sakaði syni sína um „fullkomið mannorðsmorð“ á leynilegri upptöku Fimm fengu bann fyrir slagsmálin Dagskráin í dag: Úrslitakeppni karla hefst „Verður vonandi tilbúinn fyrir síðustu leiki tímabilsins“ Segir Müller eiga skilið góða kveðjustund Orri og félagar duttu út með hádramatískum hætti „Þetta var alveg orðið smá stressandi“ „Ekki tími ársins til að fara inn í einhverja skel“ Uppgjörið: Njarðvík 84-75 Stjarnan | Njarðvík tekur foyrsuna í kaflaskiptum leik „Verðum að nýta hvert einasta tækifæri sem við fáum“ Saka sneri aftur og skoraði í sigri Skyttnanna Sluppu með sigur og hafa haldið oftast hreinu Íslendingalið í átta liða úrslit Evrópudeildarinnar Uppgjörið: Þór - Valur 86-92 | Sterkur sigur sóttur í fyrsta leik Þjálfari Sveindísar segir starfi sínu lausu Pelikanarnir búnir að gefast upp „Búin að taka mig inn í fjölskylduna“ Úthúðar þjálfaranum: Fékk betri æfingar í flóttamannabúðunum Dæmdur í áttatíu leikja bann og tapar 769 milljónum króna HM stækkað og verðlaunaféð tvöfaldað Stúkan fær liðsstyrk í þremur kanónum Besta auglýsing Fram: Rúnar kann öll vafasömu trixin „Var meira fyrir að borða nutella úr krukkunni og spila tölvuleiki“ Þórey aftur inn í landsliðið: „Þurftum bara aðeins að hreinsa andrúmsloftið“ „Stærsta í þessu er ef Rúnar Már nær að spila meira“ McIlroy meiddur í aðdraganda Masters Besta-spáin 2025: Vindur í Skagaseglin Valskonur fá seinni leikinn heima Sjá meira