Létti sig um tvö kíló og bætti heimsmetið Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 21. apríl 2024 11:31 Armand Duplantis við töfluna sem sýnir heimsetið hans. Getty/DI YIN Svíinn Armand Duplantis sló sitt eigið heimsmet í stangarstökki í gær þegar hann fór yfir 6,24 metra á Demantamóti í Xiamen í Kína. Þessi 24 ára Svíi fór yfir 6,24 metra í fyrstu tilraun alveg eins og hann fór yfir 5,62 metra, 5,82 metra og 6,00 metra í fyrstu tilraun. Hann vann með miklum yfirburðum því Sam Kendricks varð í öðru sætinu með stökk yfir 5,82 metra. Mælingar sýndu að Svíinn var fimm sentimetrum yfir ránni í heimsmetsstökkinu og það þýðir að hann gæti farið yfir 6,29 metra í framtíðinni. Duplantis sló sitt fyrsta heimsmet árið 2020 og hefur síðan slegið það sjö sinnum til viðbótar. Hann leit hins vegar ekki allt of vel út undir lok innanhússtímabilsins. „Já ég er búinn að missa tvö kíló síðan að innanhússtímabilinu lauk. Það var vakning fyrir mig þegar ég átti í þessum vandræðum í úrslitunum á HM innanhúss,“ sagði Duplantis. Þar felldi hann 5,85 metra tvisvar og var nálægt því að missa af gullinu. Hann komst yfir í þriðju tilraun, fór á endanum yfir 6,05 metra og vann sitt fjórða heimsmeistaragull. „Allt innanhússtímabilið gekk verr en ég bjóst við og ég var kærulausari en ég ætlaði mér. Vegna þessa hef ég síðasta eina og hálfa mánuðinn verið með meiri fókus á æfingum og passað betur upp á það sem ég er að borða,“ sagði Duplantis. „Ég borða minni skammta og heilsusamari mat. Ég áttaði mig á því að ég væri að borða of mikið, allt of stóra skammta og of mikið af sykri og fitu. Það hefur breytt miklu fyrir mig þótt að ég hafi ekki breytti öðru mikið,“ sagði Duplantis. Frjálsar íþróttir Mest lesið Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Enski boltinn Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Fótbolti Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram Enski boltinn Spilar áfram með Messi í Miami Fótbolti Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Handbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Ungstirnið skallaði meistarana áfram Enski boltinn „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ Körfubolti Spilaði 13 mínútur en var stigahæstur Körfubolti Dagskráin í dag: Blikar í Evrópu, Suðurnesjaslagur og van Gerwen mætir til leiks Sport Fleiri fréttir Fótboltamaður skotinn til bana Dagskráin í dag: Blikar í Evrópu, Suðurnesjaslagur og van Gerwen mætir til leiks Spilar áfram með Messi í Miami Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Vålerenga úr leik eftir tap fyrir stöllum Glódísar „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram KR á toppinn Uppgjörið: Grindavík - Haukar 92-93 | Fullkomin jólagjöf Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Geggjaðar Eyjakonur á toppinn Spilaði 13 mínútur en var stigahæstur Varði fjögur víti til að tryggja PSG titilinn Guðrún Brá efst eftir fyrsta hring í Marokkó Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur Eygló íþróttastjarna ársins í Reykjavík Fjórir frá hjá Blikum á morgun Rýndu í gamlar myndir: „Svakalega ertu kringlóttur í framan“ Spáir því að Joshua vinni með hrikalegu rothöggi Benítez lét Sverri byrja og flaug áfram í bikarnum KSÍ missti af meira en milljarði króna City sagt ætla að keppa við Liverpool og United um Semenyo Guðbjörg fyrsta konan í fjögur hundruð leikina Þorsteinn Leó að ná sér „langt á undan áætlun“ Telur samstarf Hamilton og Ferrari nálgast þolmörk Stjarnan og Grindavík mætast í bikarnum Kona vann Ísmaraþonið á Suðurskautslandinu í fyrsta sinn Nígeríumenn halda HM-draumnum á lífi með kvörtun til FIFA Sjá meira
Þessi 24 ára Svíi fór yfir 6,24 metra í fyrstu tilraun alveg eins og hann fór yfir 5,62 metra, 5,82 metra og 6,00 metra í fyrstu tilraun. Hann vann með miklum yfirburðum því Sam Kendricks varð í öðru sætinu með stökk yfir 5,82 metra. Mælingar sýndu að Svíinn var fimm sentimetrum yfir ránni í heimsmetsstökkinu og það þýðir að hann gæti farið yfir 6,29 metra í framtíðinni. Duplantis sló sitt fyrsta heimsmet árið 2020 og hefur síðan slegið það sjö sinnum til viðbótar. Hann leit hins vegar ekki allt of vel út undir lok innanhússtímabilsins. „Já ég er búinn að missa tvö kíló síðan að innanhússtímabilinu lauk. Það var vakning fyrir mig þegar ég átti í þessum vandræðum í úrslitunum á HM innanhúss,“ sagði Duplantis. Þar felldi hann 5,85 metra tvisvar og var nálægt því að missa af gullinu. Hann komst yfir í þriðju tilraun, fór á endanum yfir 6,05 metra og vann sitt fjórða heimsmeistaragull. „Allt innanhússtímabilið gekk verr en ég bjóst við og ég var kærulausari en ég ætlaði mér. Vegna þessa hef ég síðasta eina og hálfa mánuðinn verið með meiri fókus á æfingum og passað betur upp á það sem ég er að borða,“ sagði Duplantis. „Ég borða minni skammta og heilsusamari mat. Ég áttaði mig á því að ég væri að borða of mikið, allt of stóra skammta og of mikið af sykri og fitu. Það hefur breytt miklu fyrir mig þótt að ég hafi ekki breytti öðru mikið,“ sagði Duplantis.
Frjálsar íþróttir Mest lesið Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Enski boltinn Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Fótbolti Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram Enski boltinn Spilar áfram með Messi í Miami Fótbolti Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Handbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Ungstirnið skallaði meistarana áfram Enski boltinn „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ Körfubolti Spilaði 13 mínútur en var stigahæstur Körfubolti Dagskráin í dag: Blikar í Evrópu, Suðurnesjaslagur og van Gerwen mætir til leiks Sport Fleiri fréttir Fótboltamaður skotinn til bana Dagskráin í dag: Blikar í Evrópu, Suðurnesjaslagur og van Gerwen mætir til leiks Spilar áfram með Messi í Miami Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Vålerenga úr leik eftir tap fyrir stöllum Glódísar „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram KR á toppinn Uppgjörið: Grindavík - Haukar 92-93 | Fullkomin jólagjöf Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Geggjaðar Eyjakonur á toppinn Spilaði 13 mínútur en var stigahæstur Varði fjögur víti til að tryggja PSG titilinn Guðrún Brá efst eftir fyrsta hring í Marokkó Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur Eygló íþróttastjarna ársins í Reykjavík Fjórir frá hjá Blikum á morgun Rýndu í gamlar myndir: „Svakalega ertu kringlóttur í framan“ Spáir því að Joshua vinni með hrikalegu rothöggi Benítez lét Sverri byrja og flaug áfram í bikarnum KSÍ missti af meira en milljarði króna City sagt ætla að keppa við Liverpool og United um Semenyo Guðbjörg fyrsta konan í fjögur hundruð leikina Þorsteinn Leó að ná sér „langt á undan áætlun“ Telur samstarf Hamilton og Ferrari nálgast þolmörk Stjarnan og Grindavík mætast í bikarnum Kona vann Ísmaraþonið á Suðurskautslandinu í fyrsta sinn Nígeríumenn halda HM-draumnum á lífi með kvörtun til FIFA Sjá meira