Kjaftasögur koma á yfirborðið fyrir kosningar Jón Þór Stefánsson skrifar 21. apríl 2024 22:42 Sigmundur og Eva telja kjaftasögur geta verið mikilvæga breytu. Kjaftasögur – sannar eða lognar – geta haft áhrif á komandi kosningar og hafa reglulega komið á kreik í kringum forsetakosningar. Þetta var á meðal þess sem Eva H. Önnudóttir stjórnmálafræðiprófessor og Sigmundur Ernir Rúnarsson fjölmiðlamaður í umræðuþættinum Sprengisandi á Bylgjunni í dag. Að sögn Sigmundar hafa kjaftasögur gjarnan verið fylgifiskur endaspretts forsetakosninga. „Það að draga fram alls konar óþverra. Maður tekur eftir því að hann er þegar byrjaður að koma upp á yfirborðið,“ sagði hann. „Stærsta breytan á komandi vikum er hvort að einhver þessara sagna, illu heilli, muni hitta einhvern illa fyrir. Það getur gerst, og þá fer fylgið á hreyfingu.Því verðum að átta okkur á því að þessir fjórir fimm sem eru að ná flugi,“ sagði Sigmundur sem taldi upp Katrínu Jakobsdóttur, Baldur Þórhallsson, Jón Gnarr, Höllu Hrund Logadóttur og Höllu Tómasdóttur. „Þau eru svolítið að hræra í sama potti,“ sagði Sigmundur og útskýrði að þau sem hann taldi upp séu, upp til hópa, frjálslynt og upplýst menntafólk. Eva minntist á í þessu samhengi að forsetakosningar væru miklar persónukosningar, og það hefði áhrif varðandi kjaftasögur. „Það er eitt með kjaftasögurnar. Þegar þær fara í gang í kringum forsetakosningarnar þá eru þær svo persónulegar, af því að þetta eru svo miklar persónukosningar. Þá getur verið svo erfitt að svara fyrir sig,“ Þá sagði Eva kjaftasögur geta haft áhrif á fylgið, en það í báðar áttir. Mögulega þjappi þær fólki enn meira að bak við frambjóðanda. Óvenjulegt að Jón gagnrýni Katrínu Eva og Sigmundur ræddu um fleiri atriði forsetakosninganna í Sprengisandi. Þau tóku til að mynda fyrir gagnrýni Jóns Gnarr á hendur Katrínu Jakobsdóttur. Jón hefur fullyrt að sér þyki sérstakt að forsætisráðherra tilkynni um framboð. Hún telur að slík gagnrýni verði ekki áberandi í kosningabaráttunni. „Mig grunar að frambjóðendur muni fyrst og fremst fara í að tala um hvað þeir standa fyrir, og kannski minna í að gagnrýna aðra frambjóðendur. Mér fannst þetta óvanalegt útspil hjá Jóni Gnarr að gagnrýna mótframbjóðanda í forsetaframboði.“ „Ég held að þetta hafi ekki verið klókt hjá honum,“ sagði Sigmundur. Eva bætti við að frambjóðendur virðist yfirleitt græða lítið á því að ráðast á aðra. Forsetakosningar 2024 Forseti Íslands Sprengisandur Mest lesið Moskítóflugan mætt til Íslands Innlent „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Innlent Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Innlent Tegundin sé líklega komin til að vera Innlent Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Erlent Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi Innlent Hafna aftur tillögu Trumps Erlent Skikkar bændur í meirapróf Innlent Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Innlent Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Innlent Fleiri fréttir Verkfalli flugumferðarstjóra aflýst Aðalvatnslögn Ísafjarðarbæjar rofin Útilokar ekki afskipti ríkisstjórnarinnar af verkfallinu Reyndi að greiða með fölsuðum seðli „Eins og líf skipti engu máli“ Öflugasti skjálfti í Mýrdalsjökli frá árinu 2023 Þrumuræða um börn með fíknivanda: „Eigum við að láta fleiri deyja á leiðinni?“ Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Fellur frá kröfu um meirapróf bænda Þarf ekki lengur tilvísun til sjúkraþjálfara næsta vor Tegundin sé líklega komin til að vera Ofbeldismál gegn kennurum komi upp á öllum skólastigum Bjartsýnn á lausn í vikunni þótt ekki hafi verið boðað til fundar Moskítóflugan og verkfallsaðgerðir flugumferðarstjóra Götulokanir vegna kvennaverkfalls Kröftug skjálftahrina í Mýrdalsjökli Skikkar bændur í meirapróf Moskítóflugan mætt til Íslands Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Verulega skert þjónusta vegna kvennaverkfalls Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Verkfall flugumferðarstjóra hafið Samkomulag við Þjóðverja eigi að tryggja varnir og öryggi Íslendinga Rödd Íslendinga í hinsegin baráttu hafi aldrei verið mikilvægari 105 ára boccia meistari í vesturbæ Reykjavíkur Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Nemendur ganga í skrokk á kennurum og kjaradeila enn í hnút Sjá meira
Þetta var á meðal þess sem Eva H. Önnudóttir stjórnmálafræðiprófessor og Sigmundur Ernir Rúnarsson fjölmiðlamaður í umræðuþættinum Sprengisandi á Bylgjunni í dag. Að sögn Sigmundar hafa kjaftasögur gjarnan verið fylgifiskur endaspretts forsetakosninga. „Það að draga fram alls konar óþverra. Maður tekur eftir því að hann er þegar byrjaður að koma upp á yfirborðið,“ sagði hann. „Stærsta breytan á komandi vikum er hvort að einhver þessara sagna, illu heilli, muni hitta einhvern illa fyrir. Það getur gerst, og þá fer fylgið á hreyfingu.Því verðum að átta okkur á því að þessir fjórir fimm sem eru að ná flugi,“ sagði Sigmundur sem taldi upp Katrínu Jakobsdóttur, Baldur Þórhallsson, Jón Gnarr, Höllu Hrund Logadóttur og Höllu Tómasdóttur. „Þau eru svolítið að hræra í sama potti,“ sagði Sigmundur og útskýrði að þau sem hann taldi upp séu, upp til hópa, frjálslynt og upplýst menntafólk. Eva minntist á í þessu samhengi að forsetakosningar væru miklar persónukosningar, og það hefði áhrif varðandi kjaftasögur. „Það er eitt með kjaftasögurnar. Þegar þær fara í gang í kringum forsetakosningarnar þá eru þær svo persónulegar, af því að þetta eru svo miklar persónukosningar. Þá getur verið svo erfitt að svara fyrir sig,“ Þá sagði Eva kjaftasögur geta haft áhrif á fylgið, en það í báðar áttir. Mögulega þjappi þær fólki enn meira að bak við frambjóðanda. Óvenjulegt að Jón gagnrýni Katrínu Eva og Sigmundur ræddu um fleiri atriði forsetakosninganna í Sprengisandi. Þau tóku til að mynda fyrir gagnrýni Jóns Gnarr á hendur Katrínu Jakobsdóttur. Jón hefur fullyrt að sér þyki sérstakt að forsætisráðherra tilkynni um framboð. Hún telur að slík gagnrýni verði ekki áberandi í kosningabaráttunni. „Mig grunar að frambjóðendur muni fyrst og fremst fara í að tala um hvað þeir standa fyrir, og kannski minna í að gagnrýna aðra frambjóðendur. Mér fannst þetta óvanalegt útspil hjá Jóni Gnarr að gagnrýna mótframbjóðanda í forsetaframboði.“ „Ég held að þetta hafi ekki verið klókt hjá honum,“ sagði Sigmundur. Eva bætti við að frambjóðendur virðist yfirleitt græða lítið á því að ráðast á aðra.
Forsetakosningar 2024 Forseti Íslands Sprengisandur Mest lesið Moskítóflugan mætt til Íslands Innlent „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Innlent Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Innlent Tegundin sé líklega komin til að vera Innlent Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Erlent Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi Innlent Hafna aftur tillögu Trumps Erlent Skikkar bændur í meirapróf Innlent Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Innlent Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Innlent Fleiri fréttir Verkfalli flugumferðarstjóra aflýst Aðalvatnslögn Ísafjarðarbæjar rofin Útilokar ekki afskipti ríkisstjórnarinnar af verkfallinu Reyndi að greiða með fölsuðum seðli „Eins og líf skipti engu máli“ Öflugasti skjálfti í Mýrdalsjökli frá árinu 2023 Þrumuræða um börn með fíknivanda: „Eigum við að láta fleiri deyja á leiðinni?“ Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Fellur frá kröfu um meirapróf bænda Þarf ekki lengur tilvísun til sjúkraþjálfara næsta vor Tegundin sé líklega komin til að vera Ofbeldismál gegn kennurum komi upp á öllum skólastigum Bjartsýnn á lausn í vikunni þótt ekki hafi verið boðað til fundar Moskítóflugan og verkfallsaðgerðir flugumferðarstjóra Götulokanir vegna kvennaverkfalls Kröftug skjálftahrina í Mýrdalsjökli Skikkar bændur í meirapróf Moskítóflugan mætt til Íslands Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Verulega skert þjónusta vegna kvennaverkfalls Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Verkfall flugumferðarstjóra hafið Samkomulag við Þjóðverja eigi að tryggja varnir og öryggi Íslendinga Rödd Íslendinga í hinsegin baráttu hafi aldrei verið mikilvægari 105 ára boccia meistari í vesturbæ Reykjavíkur Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Nemendur ganga í skrokk á kennurum og kjaradeila enn í hnút Sjá meira