Þess vegna mun ég kjósa Katrínu Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar 21. apríl 2024 22:00 Vegna þess að hún yrði góður forseti og þar sem Kata er þar er skemmtilegt. Hún er eldklár, hrikalega dugleg, með góða nærveru og ákveðnar skoðanir en samt ávallt tilbúin til þess að hlusta. Hún hefur alltaf málefni kvenna og minnihlutahópa í huga i öllu sem hún fæst við og kemur því ákveðið að í ræðu eins oft og mögulegt er. Hún talar fyrir friði og er snillingur í að miðla málum, enda einkenni hennar að hún rífst ekki heldur horfir á hvert einstaka mál út frá mörgum hliðum, með víðsýni og án fljótfærni. Hún er alltaf með augun á boltanum en samt með öll verkefnin sem hún þarf að sinna samhliða í huga, ákveðin og röggsöm hvar sem hún kemur enda fá sem er betur treystandi fyrir vandasömum ákvörðunum. Hún er þó líka venjuleg húsmóðir í fjölbýlishúsi í Vesturbænum sem mætir í foreldrasamtöl og fer með vinkonum sínum í bröns. Bakar pizzur á föstudögum, mögulega með pepperoni og bönunum enda er það eina vitið, og sest til borðs með strákunum sínum eins oft og hún getur. Ber umhyggju fyrir sínum nánustu og spyr fólk sem hún hittir í sameiginlega þvottahúsinu eða í Melabúðinni eftir fréttum því hún er áhugasöm um fólk og málefni. Hún ræktar matjurtir á svölunum og gengur í hverri einustu lopapeysu sem henni er gefin enda smellpassa þær við gallabuxur og adidas skó. Hún hleypur líka og er ein þeirra sem hefur látið gott af sér leiða með því að safna fyrir Píeta og Alzheimer samtökin. Þekking hennar á glæpasögum finnst mér aðdáunarverð enda deili ég þeim áhuga, já og auðvitað eigum við aðdáun okkar á Liverpool sameiginlega en það er í raun alveg sama upp á hvaða samræðum er fitjað, alltaf getur hún tekið þátt og virðist þekkja til og hafa gaman af ótrúlega mörgu, snillingurinn sem hún er. Það þarf varla að nefna gríðarlega mikla þekkingu hennar á alþjóðlegum málefnum og hve mikill sómi er af henni hvar og hvenær sem er. Þess utan er manneskja sem fer í jólaskap við að horfa á Jól Prúðuleikaranna og finnst bókin um Jón Odd og Jón Bjarna skemmtilegasta barnabókin, manneskja sem ég gef óhikað mitt atkvæði. Höfundur er menntunarfræðingur og leikskólastjóri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun: Forsetakosningar 2024 Forsetakosningar 2024 Mest lesið Áskorun til Þjóðkirkjunnar Skírnir Garðarsson Skoðun Starfslok vegna kennitölu: tímaskekkja sem flýtir öldrun Gunnar Salvarsson Skoðun Brýtur innviðaráðherra lög? Örvar Marteinsson Skoðun Að gefnu tilefni – Upplýsingar um Fjarðarheiðargöng Jónína Brynjólfsdóttir Skoðun Til hamingju Ísland Sigurður Kári Harðarson Skoðun Frelsi frá kynhlutverkum: innsýn sem breytir samböndum Þórdís Filipsdóttir Skoðun The Thing og íslenska Tryggvi Pétur Brynjarsson Skoðun Eðlisfræði - ekki pólitík Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Réttindalaus rafmagnsvinna ógnar öryggi og dregur úr trausti Pétur H. Halldórsson Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson Skoðun Skoðun Skoðun Til hamingju Ísland Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Vestfirðir til þjónustu reiðubúnir Þorsteinn Másson skrifar Skoðun Enn hækka fasteignaskattar í Reykjanesbæ Margrét Sanders skrifar Skoðun Áskorun til Þjóðkirkjunnar Skírnir Garðarsson skrifar Skoðun Samkennd án landamæra Guðrún Helga Jónsdóttir skrifar Skoðun Réttindalaus rafmagnsvinna ógnar öryggi og dregur úr trausti Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Fjölmenning er ekki áskorun, hún er fjárfesting Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat á ís Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jenný Árnadóttir skrifar Skoðun Starfslok vegna kennitölu: tímaskekkja sem flýtir öldrun Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aukinn stuðningur við leigjendur í Reykjavík Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Frelsi frá kynhlutverkum: innsýn sem breytir samböndum Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Brýtur innviðaráðherra lög? Örvar Marteinsson skrifar Skoðun The Thing og íslenska Tryggvi Pétur Brynjarsson skrifar Skoðun Verð og vöruúrval Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Eðlisfræði - ekki pólitík Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir skrifar Skoðun Stórkostleg og mögnuð stöð Lára Zulima Ómarsdóttir skrifar Skoðun Að gefnu tilefni – Upplýsingar um Fjarðarheiðargöng Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Reiði og bjartsýni á COP30 Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Heldur málþófið áfram? Bolli Héðinsson skrifar Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Þessir píkubörðu menn Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Tolladeilur og hagsmunavörn í alþjóðaviðskiptum Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Betra námsumhverfi fyrir börn í Reykjavík Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Á sjötugsaldri inn í nýja iðnbyltingu: Ferðalagið mitt og tækifæri Íslands í gervigreind Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ísland að grotna niður í fjöldaferðamennsku Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Er virkilega hvergi pláss fyrir einhverfan forritara? Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjárfesting til framtíðar - Fjárfestum í börnum Karólína Helga Símonardóttir skrifar Sjá meira
Vegna þess að hún yrði góður forseti og þar sem Kata er þar er skemmtilegt. Hún er eldklár, hrikalega dugleg, með góða nærveru og ákveðnar skoðanir en samt ávallt tilbúin til þess að hlusta. Hún hefur alltaf málefni kvenna og minnihlutahópa í huga i öllu sem hún fæst við og kemur því ákveðið að í ræðu eins oft og mögulegt er. Hún talar fyrir friði og er snillingur í að miðla málum, enda einkenni hennar að hún rífst ekki heldur horfir á hvert einstaka mál út frá mörgum hliðum, með víðsýni og án fljótfærni. Hún er alltaf með augun á boltanum en samt með öll verkefnin sem hún þarf að sinna samhliða í huga, ákveðin og röggsöm hvar sem hún kemur enda fá sem er betur treystandi fyrir vandasömum ákvörðunum. Hún er þó líka venjuleg húsmóðir í fjölbýlishúsi í Vesturbænum sem mætir í foreldrasamtöl og fer með vinkonum sínum í bröns. Bakar pizzur á föstudögum, mögulega með pepperoni og bönunum enda er það eina vitið, og sest til borðs með strákunum sínum eins oft og hún getur. Ber umhyggju fyrir sínum nánustu og spyr fólk sem hún hittir í sameiginlega þvottahúsinu eða í Melabúðinni eftir fréttum því hún er áhugasöm um fólk og málefni. Hún ræktar matjurtir á svölunum og gengur í hverri einustu lopapeysu sem henni er gefin enda smellpassa þær við gallabuxur og adidas skó. Hún hleypur líka og er ein þeirra sem hefur látið gott af sér leiða með því að safna fyrir Píeta og Alzheimer samtökin. Þekking hennar á glæpasögum finnst mér aðdáunarverð enda deili ég þeim áhuga, já og auðvitað eigum við aðdáun okkar á Liverpool sameiginlega en það er í raun alveg sama upp á hvaða samræðum er fitjað, alltaf getur hún tekið þátt og virðist þekkja til og hafa gaman af ótrúlega mörgu, snillingurinn sem hún er. Það þarf varla að nefna gríðarlega mikla þekkingu hennar á alþjóðlegum málefnum og hve mikill sómi er af henni hvar og hvenær sem er. Þess utan er manneskja sem fer í jólaskap við að horfa á Jól Prúðuleikaranna og finnst bókin um Jón Odd og Jón Bjarna skemmtilegasta barnabókin, manneskja sem ég gef óhikað mitt atkvæði. Höfundur er menntunarfræðingur og leikskólastjóri.
Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson Skoðun
Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson skrifar
Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir skrifar
Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Á sjötugsaldri inn í nýja iðnbyltingu: Ferðalagið mitt og tækifæri Íslands í gervigreind Sigvaldi Einarsson skrifar
Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson Skoðun