Skilur af hverju fólk hættir að horfa á leiðinlega Formúlu 1 Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 22. apríl 2024 09:01 Lando Norris, Max Verstappen og Sergio Pérez á verðlaunapalli eftir kínverska kappaksturinn. getty/Peter Fox Lando Norris segist skilja ef fólk hættir að horfa á Formúlu 1 vegna yfirburða Max Verstappen. Hollendingurinn vann kínverska kappaksturinn um helgina og hefur unnið fjórar af fyrstu fimm keppnum tímabilsins. Fátt virðist því geta komið í veg fyrir að Verstappen verði heimsmeistari fjórða árið í röð. Norris, sem ekur fyrir McLaren, segir að gríðarlegir yfirburðir Verstappens séu fráhrindandi fyrir aðdáendur Formúlu 1. „Auðvitað. Þú getur ekki sagt annað,“ sagði Norris sem varð í 2. sæti í kínverska kappakstrinum. „Ef þú sérð sama manninn vinna í hvert einasta sinn án vandræða verður þetta að sjálfsögðu leiðinlegt. Þetta er pirrandi fyrir fólk sem horfir á en svona er sportið. Þetta hefur alltaf verið svona. Við erum að sjá meiri yfirburði en áður svo það verður ekki það besta til að horfa á. Einu spennandi keppnirnar eru þær sem Max er ekki í.“ Norris segist ekki vera með svar við því hvernig hægt sé að gera Formúlu 1 að jafnari keppni. „Red Bull gerir bara betur en aðrir og ég veit ekki hversu mikið þú getur gert til að takmarka það? Það er líka það sem gerir Formúlu 1 svo sérstaka, svala og einstaka því allir gera bara sitt. Ef allir væru með sama bíl myndirðu tapa helmingi áhorfenda og sérstaða Formúlu 1 er að allir koma með sínar hugmyndir,“ sagði Norris. Akstursíþróttir Mest lesið Tekjur Wrexham í hæstu hæðum Fótbolti Lífvörðurinn bannaður: „Leyfið mér að hjálpa Messi“ Fótbolti Snéru heim eins og rokkstjörnur og komust á súluna á Astró Fótbolti „Var meira fyrir að borða nutella úr krukkunni og spila tölvuleiki“ Íslenski boltinn Stúkan fær liðsstyrk í þremur kanónum Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða Handbolti „Ég veit bara að þetta er mjög vont“ Fótbolti Besta auglýsing Fram: Rúnar kann öll vafasömu trixin Íslenski boltinn Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn Handbolti Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Handbolti Fleiri fréttir Verstappen óánægður með Red Bull fyrir að reka liðsfélagann Segir að Schumacher sé ófær um að tala: „Staðan er mjög sorgleg“ Ballið búið hjá Hamilton og Vergara Red Bull búið að gefast upp á Lawson Hamilton dæmdur úr leik í Kína Piastri vann Kínakappaksturinn Hamilton vann sprettkeppnina en Piastri á ráspól Fyrsti ráspóll Hamiltons í rauðu Eddie Jordan látinn Formúlan gæti farið til Bangkok Lando Norris aðeins 0,8 sekúndum á undan heimsmeistaranum í markið „Þetta tímabil verður ekki fyrir hjartveika“ McLaren með tvo fremstu menn á ráspól í fyrstu keppni ársins „Kominn tími á konu í Formúlu 1“ F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Cadillac verður með lið í formúlu 1 Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Sjá meira
Hollendingurinn vann kínverska kappaksturinn um helgina og hefur unnið fjórar af fyrstu fimm keppnum tímabilsins. Fátt virðist því geta komið í veg fyrir að Verstappen verði heimsmeistari fjórða árið í röð. Norris, sem ekur fyrir McLaren, segir að gríðarlegir yfirburðir Verstappens séu fráhrindandi fyrir aðdáendur Formúlu 1. „Auðvitað. Þú getur ekki sagt annað,“ sagði Norris sem varð í 2. sæti í kínverska kappakstrinum. „Ef þú sérð sama manninn vinna í hvert einasta sinn án vandræða verður þetta að sjálfsögðu leiðinlegt. Þetta er pirrandi fyrir fólk sem horfir á en svona er sportið. Þetta hefur alltaf verið svona. Við erum að sjá meiri yfirburði en áður svo það verður ekki það besta til að horfa á. Einu spennandi keppnirnar eru þær sem Max er ekki í.“ Norris segist ekki vera með svar við því hvernig hægt sé að gera Formúlu 1 að jafnari keppni. „Red Bull gerir bara betur en aðrir og ég veit ekki hversu mikið þú getur gert til að takmarka það? Það er líka það sem gerir Formúlu 1 svo sérstaka, svala og einstaka því allir gera bara sitt. Ef allir væru með sama bíl myndirðu tapa helmingi áhorfenda og sérstaða Formúlu 1 er að allir koma með sínar hugmyndir,“ sagði Norris.
Akstursíþróttir Mest lesið Tekjur Wrexham í hæstu hæðum Fótbolti Lífvörðurinn bannaður: „Leyfið mér að hjálpa Messi“ Fótbolti Snéru heim eins og rokkstjörnur og komust á súluna á Astró Fótbolti „Var meira fyrir að borða nutella úr krukkunni og spila tölvuleiki“ Íslenski boltinn Stúkan fær liðsstyrk í þremur kanónum Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða Handbolti „Ég veit bara að þetta er mjög vont“ Fótbolti Besta auglýsing Fram: Rúnar kann öll vafasömu trixin Íslenski boltinn Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn Handbolti Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Handbolti Fleiri fréttir Verstappen óánægður með Red Bull fyrir að reka liðsfélagann Segir að Schumacher sé ófær um að tala: „Staðan er mjög sorgleg“ Ballið búið hjá Hamilton og Vergara Red Bull búið að gefast upp á Lawson Hamilton dæmdur úr leik í Kína Piastri vann Kínakappaksturinn Hamilton vann sprettkeppnina en Piastri á ráspól Fyrsti ráspóll Hamiltons í rauðu Eddie Jordan látinn Formúlan gæti farið til Bangkok Lando Norris aðeins 0,8 sekúndum á undan heimsmeistaranum í markið „Þetta tímabil verður ekki fyrir hjartveika“ McLaren með tvo fremstu menn á ráspól í fyrstu keppni ársins „Kominn tími á konu í Formúlu 1“ F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Cadillac verður með lið í formúlu 1 Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Sjá meira
Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða Handbolti
Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða Handbolti