Segir af sér vegna mistaka í kringum árás Hamas Kjartan Kjartansson skrifar 22. apríl 2024 08:35 Ísraelskur hermaður gengur fram hjá pallbíl sem vígamenn Hamas notuðu í árás sinni í Sderot 7. október. Hamas-liðar myrtu á annað þúsund manns og tóku um 250 manns í gíslingu. AP/Ohad Zwigenberg Yfirmaður ísraelsku herleyniþjónustunnar sagði af sér í dag. Hann er fyrsti hátt setti embættismaðurinn sem lætur af starfi vegna afglapa leyniþjónustunnar sem gerðu vígamönnum Hamas kleift að ráðast á Ísrael 7. október. Árásinni í október hefur verið lýst sem versta leyniþjónustubresti í sögu Ísrealsríkis. Hamas-liðum tókst að sprengja sér leið í gegnum landamæravarnir Ísraela og ganga berserksgang óáreittum í íbúðabyggðum tímunum saman án þess að ísraelskar öryggissveitir fengju rönd við reist. Um 1.200 manns féllu í árásinni, flestir þeirra óbreyttir borgarar, sem hratt af stað blóðugu stríði Ísraela á Gasa sem hefur kostað tugi þúsunda Palestínumanna lífið. „Leyniþjónustuskrifstofan sem ég stýri stóð sig ekki í því starfi sem okkur var treyst fyrir. Ég ber þennan svarta dag með mér æ síðan, dag eftir dag, nótt eftir nótt. Ég ber sársaukan með mér að eilífu,“ sagði í afsagnarbréfi Aharaon Haliva, undirhershöfðingja, að sögn AP-fréttastofunnar. Fastlega hafði verið búist við því að Haliva og fleiri yfirmenn hers og leyniþjónustu segðu af sér eftir árásina 7. október en hernaðurinn á Gasa og átök við líbönsku Hezbolla-sveitirnar flæktu stöðuna. Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra, hefur ekki gengist við neinni ábyrgð á þeim veikleikum sem gerðu árás Hamas mögulega. Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Hernaður Tengdar fréttir Ísraelar æfir yfir fyrirhuguðum þvingunum á Netzah Yehuda herdeildina Benjamín Netanjahú forsætisráðherra Ísraela hefur heitið því að berjast gegn því með kjafti og klóm að Bandaríkjamenn beiti einstaka deildir innan Ísraelska hersins þvingunum og hætti fjárstuðningi við þær sérstaklega. 22. apríl 2024 07:36 Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Innlent Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Erlent Stjórnmálamenn fá ekki að tjá sig á 80 ára afmæli frelsunar Auschwitz Erlent Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri Innlent Fleiri fréttir Stjórnmálamenn fá ekki að tjá sig á 80 ára afmæli frelsunar Auschwitz Svíar séu hvorki í stríði né búi þeir við frið Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Tugir slasaðir eftir árekstur tveggja sporvagna Alls sextán látin í eldunum Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Weidel og Scholz kanslaraefni Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Tveir norður-kóreskir hermenn sagðir í haldi Úkraínuhers Anita Bryant er látin Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Útgöngubann í borginni í nótt Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Sjá meira
Árásinni í október hefur verið lýst sem versta leyniþjónustubresti í sögu Ísrealsríkis. Hamas-liðum tókst að sprengja sér leið í gegnum landamæravarnir Ísraela og ganga berserksgang óáreittum í íbúðabyggðum tímunum saman án þess að ísraelskar öryggissveitir fengju rönd við reist. Um 1.200 manns féllu í árásinni, flestir þeirra óbreyttir borgarar, sem hratt af stað blóðugu stríði Ísraela á Gasa sem hefur kostað tugi þúsunda Palestínumanna lífið. „Leyniþjónustuskrifstofan sem ég stýri stóð sig ekki í því starfi sem okkur var treyst fyrir. Ég ber þennan svarta dag með mér æ síðan, dag eftir dag, nótt eftir nótt. Ég ber sársaukan með mér að eilífu,“ sagði í afsagnarbréfi Aharaon Haliva, undirhershöfðingja, að sögn AP-fréttastofunnar. Fastlega hafði verið búist við því að Haliva og fleiri yfirmenn hers og leyniþjónustu segðu af sér eftir árásina 7. október en hernaðurinn á Gasa og átök við líbönsku Hezbolla-sveitirnar flæktu stöðuna. Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra, hefur ekki gengist við neinni ábyrgð á þeim veikleikum sem gerðu árás Hamas mögulega.
Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Hernaður Tengdar fréttir Ísraelar æfir yfir fyrirhuguðum þvingunum á Netzah Yehuda herdeildina Benjamín Netanjahú forsætisráðherra Ísraela hefur heitið því að berjast gegn því með kjafti og klóm að Bandaríkjamenn beiti einstaka deildir innan Ísraelska hersins þvingunum og hætti fjárstuðningi við þær sérstaklega. 22. apríl 2024 07:36 Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Innlent Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Erlent Stjórnmálamenn fá ekki að tjá sig á 80 ára afmæli frelsunar Auschwitz Erlent Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri Innlent Fleiri fréttir Stjórnmálamenn fá ekki að tjá sig á 80 ára afmæli frelsunar Auschwitz Svíar séu hvorki í stríði né búi þeir við frið Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Tugir slasaðir eftir árekstur tveggja sporvagna Alls sextán látin í eldunum Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Weidel og Scholz kanslaraefni Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Tveir norður-kóreskir hermenn sagðir í haldi Úkraínuhers Anita Bryant er látin Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Útgöngubann í borginni í nótt Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Sjá meira
Ísraelar æfir yfir fyrirhuguðum þvingunum á Netzah Yehuda herdeildina Benjamín Netanjahú forsætisráðherra Ísraela hefur heitið því að berjast gegn því með kjafti og klóm að Bandaríkjamenn beiti einstaka deildir innan Ísraelska hersins þvingunum og hætti fjárstuðningi við þær sérstaklega. 22. apríl 2024 07:36