Kári Vagn náði níu pílna leik og stefnir á Ally Pally Stefán Árni Pálsson skrifar 23. apríl 2024 11:01 Kári Vagn æltar sér í Ally Pally. Vísir/Bjarni Einarsson Hann er aðeins tólf ára en náði á dögunum að kasta fyrir níu pílna leik. Kári Vagn ætlar sér alla leið í sportinu. Kári Vagn Birkisson verður þrettán ára í maí. Á æfingu á dögunum kastaði Kári níu pílum í spjaldið og kláraði þannig 501. Níu pílna leikur er það erfiðasta sem þekkist í pílu. Aðeins þeir allra bestu ná slíku afreki en ekki er hægt að klára 501 á færri pílum en níu. Kári hefur æft pílu með Pílukastfélagi Kópavogs í rúmlega ár og náð ótrúlegum framförum á þeim tíma. „Stundum æfi ég alveg upp í þrjá tíma á dag, en það er bara misjafnt. Ég æfi mikið heima hjá mér og hjá PFK, Pílufélagi Kópavogs. Það eru alveg margir að æfa, kannski tvö hundruð eða eitthvað,“ sagði Kári Vagn í Sportpakkanum á Stöð 2 í gærkvöldi. Kári kallar sig Vagnstjórann í píluheiminum. Future of Icelandic darts is in good hands! 12 year old Kári Vagn hit a 9 darter in practice yesterday 🎯🎯 #darts pic.twitter.com/5jNKmoCw5b— Matthías Örn (@mattiorn) April 19, 2024 „Ég var bara að horfa á pílu í sjónvarpinu og frændi minn átti píluspjald heima og ég bara byrjaði að spila þar.“ En hvernig leið honum þegar hann náði níu pílna leik? „Ég var bara mjög glaður og ánægður þegar ég náði þessu. Ég hef einu sinni náð ellefu pílna leik en það var fyrir svona tveimur mánuðum. Mig langar auðvitað að fara einn daginn og keppa í Ally Pally á heimsmeistaramótinu,“ segir Kári en árlega fer það mót fram í London og er mótið orðið gríðarlega vinsælt.“ Faðir hans er líkamsræktarþjálfarinn Birkir Vagn Ómarsson og hefur hann fylgst grannt með drengnum frá byrjun. „Hann byrjaði í fótbolta og svo fór hann í körfu og hann er enn þá að æfa það. En svo kom þessi píluáhugi. Hann er búinn að æfa sig mjög vel og þetta er bara ein hreyfing, og í rauninni vöðvaminnisæfing. Þetta er bara flott hjá honum,“ segir Birkir en hvernig er pabbinn í pílu? „Allt í lagi, ekki gott,“ segir Birkir. „Ég er alltaf að vinna hann,“ segir Kári að lokum. Pílukast Krakkar Mest lesið Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Fótbolti Fullnaðarsigur Arnars Íslenski boltinn Innbrot í Kaplakrika: „Tóku peningahirsluna og brutu hana upp“ Sport Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Enski boltinn Vaknaði útataður í eigin ælu eftir að hafa komist í Ryder-lið Evrópu Golf Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Fótbolti Yankees heiðruðu Charlie Kirk Sport Annað af fórnarlömbum Asencio fyrirgefur honum Fótbolti Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Körfubolti Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Enski boltinn Fleiri fréttir Þjálfara kvennaliðs Sheffield United vikið tímabundið frá störfum Fékk tveggja vikna bann og sekt fyrir að hrinda starfsmanni lyfjaeftirlits Dagleg mótmæli trufla Spánarhjólreiðarnar Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Annar fyrrverandi leikmaður Sacramento Kings til Álftaness Innbrot í Kaplakrika: „Tóku peningahirsluna og brutu hana upp“ Vaknaði útataður í eigin ælu eftir að hafa komist í Ryder-lið Evrópu „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Fullnaðarsigur Arnars Annað af fórnarlömbum Asencio fyrirgefur honum Vann Ólympíusilfur en ætlar núna að keppa á Steraleikunum Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Púaður á Prinsavöllum en fær góðar móttökur í Mílanó Yankees heiðruðu Charlie Kirk Telur ólíklegt að Kawhi eða Clippers verði refsað Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Dagskráin í dag: Úrslitastund fyrir ÍA Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Flugu inn á HM þrátt fyrir átta markalaus jafntefli Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Ofurtölvan telur Liverpool líklegast til að vinna Meistaradeildina Ómar Ingi fór áfram hamförum Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Álftanes mætir stórliði Benfica Sjá meira
Kári Vagn Birkisson verður þrettán ára í maí. Á æfingu á dögunum kastaði Kári níu pílum í spjaldið og kláraði þannig 501. Níu pílna leikur er það erfiðasta sem þekkist í pílu. Aðeins þeir allra bestu ná slíku afreki en ekki er hægt að klára 501 á færri pílum en níu. Kári hefur æft pílu með Pílukastfélagi Kópavogs í rúmlega ár og náð ótrúlegum framförum á þeim tíma. „Stundum æfi ég alveg upp í þrjá tíma á dag, en það er bara misjafnt. Ég æfi mikið heima hjá mér og hjá PFK, Pílufélagi Kópavogs. Það eru alveg margir að æfa, kannski tvö hundruð eða eitthvað,“ sagði Kári Vagn í Sportpakkanum á Stöð 2 í gærkvöldi. Kári kallar sig Vagnstjórann í píluheiminum. Future of Icelandic darts is in good hands! 12 year old Kári Vagn hit a 9 darter in practice yesterday 🎯🎯 #darts pic.twitter.com/5jNKmoCw5b— Matthías Örn (@mattiorn) April 19, 2024 „Ég var bara að horfa á pílu í sjónvarpinu og frændi minn átti píluspjald heima og ég bara byrjaði að spila þar.“ En hvernig leið honum þegar hann náði níu pílna leik? „Ég var bara mjög glaður og ánægður þegar ég náði þessu. Ég hef einu sinni náð ellefu pílna leik en það var fyrir svona tveimur mánuðum. Mig langar auðvitað að fara einn daginn og keppa í Ally Pally á heimsmeistaramótinu,“ segir Kári en árlega fer það mót fram í London og er mótið orðið gríðarlega vinsælt.“ Faðir hans er líkamsræktarþjálfarinn Birkir Vagn Ómarsson og hefur hann fylgst grannt með drengnum frá byrjun. „Hann byrjaði í fótbolta og svo fór hann í körfu og hann er enn þá að æfa það. En svo kom þessi píluáhugi. Hann er búinn að æfa sig mjög vel og þetta er bara ein hreyfing, og í rauninni vöðvaminnisæfing. Þetta er bara flott hjá honum,“ segir Birkir en hvernig er pabbinn í pílu? „Allt í lagi, ekki gott,“ segir Birkir. „Ég er alltaf að vinna hann,“ segir Kári að lokum.
Pílukast Krakkar Mest lesið Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Fótbolti Fullnaðarsigur Arnars Íslenski boltinn Innbrot í Kaplakrika: „Tóku peningahirsluna og brutu hana upp“ Sport Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Enski boltinn Vaknaði útataður í eigin ælu eftir að hafa komist í Ryder-lið Evrópu Golf Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Fótbolti Yankees heiðruðu Charlie Kirk Sport Annað af fórnarlömbum Asencio fyrirgefur honum Fótbolti Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Körfubolti Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Enski boltinn Fleiri fréttir Þjálfara kvennaliðs Sheffield United vikið tímabundið frá störfum Fékk tveggja vikna bann og sekt fyrir að hrinda starfsmanni lyfjaeftirlits Dagleg mótmæli trufla Spánarhjólreiðarnar Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Annar fyrrverandi leikmaður Sacramento Kings til Álftaness Innbrot í Kaplakrika: „Tóku peningahirsluna og brutu hana upp“ Vaknaði útataður í eigin ælu eftir að hafa komist í Ryder-lið Evrópu „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Fullnaðarsigur Arnars Annað af fórnarlömbum Asencio fyrirgefur honum Vann Ólympíusilfur en ætlar núna að keppa á Steraleikunum Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Púaður á Prinsavöllum en fær góðar móttökur í Mílanó Yankees heiðruðu Charlie Kirk Telur ólíklegt að Kawhi eða Clippers verði refsað Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Dagskráin í dag: Úrslitastund fyrir ÍA Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Flugu inn á HM þrátt fyrir átta markalaus jafntefli Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Ofurtölvan telur Liverpool líklegast til að vinna Meistaradeildina Ómar Ingi fór áfram hamförum Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Álftanes mætir stórliði Benfica Sjá meira