Árs bann fyrir árás á eftirlitsmann og þjálfarinn fékk líka bann Sindri Sverrisson skrifar 23. apríl 2024 11:30 Eftirlitsmaður leiksins féll í gólfið eftir að einn af leikmönnum Nexe ruddi honum niður. Skjáskot/Youtube Króatíska handknattleikssambandið hefur ákveðið að úrskurða Slóvenann Marko Bezjak í tólf mánaða bann vegna árásar hans á eftirlitsmann í toppslag Nexe og Zagreb í efstu deild Króatíu í handbolta, fyrr í þessum mánuði. Bezjak, sem spilar með Nexe, gekk harkalega utan í eftirlitsmanninn við hliðarlínuna þannig að hann féll í gólfið og endaði á sjúkrahúsi. Nexe-mönnum var heitt í hamsi vegna dómgæslunnar en upp úr sauð rétt fyrir lok fyrri hálfleiks, þegar staðan var 16-9 fyrir Zagreb. Nexe hafði þá skorað mark úr hraðaupphlaupi en dómararnir voru búnir að dæma vítakast og tveggja mínútna brottvísun á leikmann Zagreb. Vítakastið var hins vegar aldrei tekið og leikurinn flautaður af vegna látanna sem fylgdu í kjölfarið. Bezjak hefur nú fengið eins árs bann og er það langþyngsti dómurinn vegna málsins. Þjálfarinn þekkti Veselin Vujovic, sem tók við Nexe í febrúar, fékk þriggja mánaða bann. Í gær var hins vegar tilkynnt að hann væri hættur sem þjálfari Nexe, eftir óvænt tap gegn RK Porec sem gerir að verkum að Nexe gæti endað í 3. sæti deildarinnar. Kreso Ivankovic, sem var aðstoðarþjálfari, mun stýra Nexe í síðsutu tveimur leikjum liðsins í deildinni og í undanúrslitum og mögulega úrslitaleik bikarkeppninnar. Andraz Velkavrh, leikmaður Nexe, fékk fjögurra leikja bann fyrir sinn þátt í látunum í leiknum við Zagreb. Félaginu sjálfu, Nexe, var hins vegar aðeins frefsað með 4.000 evru sekt, eða um 600.000 króna sekt, en ekki með stigafrádrætti. Liðinu var hins vegar dæmt 10-0 tap í leiknum við Zagreb sem aldrei var kláraður. Handbolti Tengdar fréttir Ruddi niður eftirlitsmanni sem endaði á sjúkrahúsi Hætta þurfti toppslag Nexe og Zagreb í króatísku úrvalsdeildinni í handbolta eftir að einn af leikmönnum Nexe gekk harkalega utan í eftirlitsmann leiksins sem féll í gólfið og endaði á sjúkrahúsi. 8. apríl 2024 11:32 Mest lesið „Þetta tímabil verður ekki fyrir hjartveika“ Formúla 1 Myndir frá sigrinum sem tryggði EM-sætið Handbolti „Á einhver ótrúlegan hátt tekst þeim að dæma ruðning“ Handbolti Styrmir skoraði tólf í naumum sigri Körfubolti „Betri ára yfir okkur“ Handbolti Kristinn Albertsson nýr formaður KKÍ Körfubolti Haukar fóru illa með botnliðið Handbolti Aþena fann smugu á reglunum og mætti aftur á KKÍ þingið Körfubolti Lærisveinar Alfreðs að stinga af Handbolti Uppgjörið: Ísland - Grikkland 33-21 | EM-sætið tryggt með glæsibrag Handbolti Fleiri fréttir Myndir frá sigrinum sem tryggði EM-sætið „Betri ára yfir okkur“ „Á einhver ótrúlegan hátt tekst þeim að dæma ruðning“ Haukar fóru illa með botnliðið „Þetta var góður gluggi fyrir marga“ Leik lokið: Fram - Valur 27-26 | Fram hafði betur í toppslagnum Lærisveinar Alfreðs að stinga af Uppgjörið: Ísland - Grikkland 33-21 | EM-sætið tryggt með glæsibrag Dana Björg með níu mörk í stórsigri Snorri Steinn um Hauk: Mér finnst hann hafa valið rétt „Viljum klára það eins fljótt og hægt er“ Aron verður heldur ekki með í dag „Hefur verið draumur minn síðan ég var lítill“ „Að fá að gera þetta alla daga er draumur“ Síðustu miðarnir ruku út og uppselt í Laugardalshöllina á morgun Donni: Ekki spilað með helmingnum af þessum strákum Róbert aðstoðar Ágúst á Hlíðarenda „Engin draumastaða“ Alfreð fyrsti íslenski þjálfarinn til að tapa stigi Hart barist um að fylgja Íslandi á EM Gunnar tekur aftur við Haukum „Við endum í þessu þriðja sæti og þannig er bara lífið“ Gróttukonur gerðu aftur góða ferð á Selfoss Uppgjör: Fram-Haukar 26-23 | Hefndu fyrir tap í bikarúrslitaleiknum „Frábært að fá fleiri gaura inn í systemið“ „Finnst við hafa sýnt hversu góðir við erum“ Hálfleiksræða Dags kveikti á króatíska liðinu Gísli og Ómar gerðir útlægir vegna skautasýningar Uppgjörið: Grikkland - Ísland 25-34 | Sannfærandi hjá strákaunum okkar þrátt fyrir forföll Ljónin staðfesta komu Hauks rétt fyrir landsleik Sjá meira
Bezjak, sem spilar með Nexe, gekk harkalega utan í eftirlitsmanninn við hliðarlínuna þannig að hann féll í gólfið og endaði á sjúkrahúsi. Nexe-mönnum var heitt í hamsi vegna dómgæslunnar en upp úr sauð rétt fyrir lok fyrri hálfleiks, þegar staðan var 16-9 fyrir Zagreb. Nexe hafði þá skorað mark úr hraðaupphlaupi en dómararnir voru búnir að dæma vítakast og tveggja mínútna brottvísun á leikmann Zagreb. Vítakastið var hins vegar aldrei tekið og leikurinn flautaður af vegna látanna sem fylgdu í kjölfarið. Bezjak hefur nú fengið eins árs bann og er það langþyngsti dómurinn vegna málsins. Þjálfarinn þekkti Veselin Vujovic, sem tók við Nexe í febrúar, fékk þriggja mánaða bann. Í gær var hins vegar tilkynnt að hann væri hættur sem þjálfari Nexe, eftir óvænt tap gegn RK Porec sem gerir að verkum að Nexe gæti endað í 3. sæti deildarinnar. Kreso Ivankovic, sem var aðstoðarþjálfari, mun stýra Nexe í síðsutu tveimur leikjum liðsins í deildinni og í undanúrslitum og mögulega úrslitaleik bikarkeppninnar. Andraz Velkavrh, leikmaður Nexe, fékk fjögurra leikja bann fyrir sinn þátt í látunum í leiknum við Zagreb. Félaginu sjálfu, Nexe, var hins vegar aðeins frefsað með 4.000 evru sekt, eða um 600.000 króna sekt, en ekki með stigafrádrætti. Liðinu var hins vegar dæmt 10-0 tap í leiknum við Zagreb sem aldrei var kláraður.
Handbolti Tengdar fréttir Ruddi niður eftirlitsmanni sem endaði á sjúkrahúsi Hætta þurfti toppslag Nexe og Zagreb í króatísku úrvalsdeildinni í handbolta eftir að einn af leikmönnum Nexe gekk harkalega utan í eftirlitsmann leiksins sem féll í gólfið og endaði á sjúkrahúsi. 8. apríl 2024 11:32 Mest lesið „Þetta tímabil verður ekki fyrir hjartveika“ Formúla 1 Myndir frá sigrinum sem tryggði EM-sætið Handbolti „Á einhver ótrúlegan hátt tekst þeim að dæma ruðning“ Handbolti Styrmir skoraði tólf í naumum sigri Körfubolti „Betri ára yfir okkur“ Handbolti Kristinn Albertsson nýr formaður KKÍ Körfubolti Haukar fóru illa með botnliðið Handbolti Aþena fann smugu á reglunum og mætti aftur á KKÍ þingið Körfubolti Lærisveinar Alfreðs að stinga af Handbolti Uppgjörið: Ísland - Grikkland 33-21 | EM-sætið tryggt með glæsibrag Handbolti Fleiri fréttir Myndir frá sigrinum sem tryggði EM-sætið „Betri ára yfir okkur“ „Á einhver ótrúlegan hátt tekst þeim að dæma ruðning“ Haukar fóru illa með botnliðið „Þetta var góður gluggi fyrir marga“ Leik lokið: Fram - Valur 27-26 | Fram hafði betur í toppslagnum Lærisveinar Alfreðs að stinga af Uppgjörið: Ísland - Grikkland 33-21 | EM-sætið tryggt með glæsibrag Dana Björg með níu mörk í stórsigri Snorri Steinn um Hauk: Mér finnst hann hafa valið rétt „Viljum klára það eins fljótt og hægt er“ Aron verður heldur ekki með í dag „Hefur verið draumur minn síðan ég var lítill“ „Að fá að gera þetta alla daga er draumur“ Síðustu miðarnir ruku út og uppselt í Laugardalshöllina á morgun Donni: Ekki spilað með helmingnum af þessum strákum Róbert aðstoðar Ágúst á Hlíðarenda „Engin draumastaða“ Alfreð fyrsti íslenski þjálfarinn til að tapa stigi Hart barist um að fylgja Íslandi á EM Gunnar tekur aftur við Haukum „Við endum í þessu þriðja sæti og þannig er bara lífið“ Gróttukonur gerðu aftur góða ferð á Selfoss Uppgjör: Fram-Haukar 26-23 | Hefndu fyrir tap í bikarúrslitaleiknum „Frábært að fá fleiri gaura inn í systemið“ „Finnst við hafa sýnt hversu góðir við erum“ Hálfleiksræða Dags kveikti á króatíska liðinu Gísli og Ómar gerðir útlægir vegna skautasýningar Uppgjörið: Grikkland - Ísland 25-34 | Sannfærandi hjá strákaunum okkar þrátt fyrir forföll Ljónin staðfesta komu Hauks rétt fyrir landsleik Sjá meira
Ruddi niður eftirlitsmanni sem endaði á sjúkrahúsi Hætta þurfti toppslag Nexe og Zagreb í króatísku úrvalsdeildinni í handbolta eftir að einn af leikmönnum Nexe gekk harkalega utan í eftirlitsmann leiksins sem féll í gólfið og endaði á sjúkrahúsi. 8. apríl 2024 11:32