Er menning stórmál? Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir skrifar 24. apríl 2024 08:01 Það er mikið ánægjuefni að geta á ársfundi Hörpu í dag horft yfir nýliðið starfsár og séð að enn á ný hafa metnaðarfull framtíðaráform um Hörpu á heimsmælikvarða gengið eftir. Því bera fjöldi magnaðra menningarviðburða og umfangsmiklar ráðstefnur og fundir glöggt vitni svo ekki sé minnst á fjölda opinna viðburða og augnablika sem sannarlega hafa hreyft við gestum og hrifið þá með. En við horfum líka fram á veginn, m.a. í yfirstandandi stefnuvinnu þar sem við skoðum strauma, stefnur og krafta sem kunna að hafa mótandi áhrif á starfsemi og starfsumhverfi Hörpu á komandi misserum. Hvernig þarf Harpa að þróast ef hún ætlar áfram að vera á heimsmælikvarða, hvenær ætlum við að mæta og fylgja gestum okkar og hvenær ætlum við að leiða þá og upplýsa – hvað er það sem skilgreinir Hörpu þegar horft er fram á veginn og hvaða hlutverki ætlum við raunverulega að gegna? Svörin við þessum spurningum eru, líkt og áskoranirnar sjálfar, langt frá því að vera einföld. Viðfangsefni á sviði sjálfbærni og umhverfismála eru fyrirferðarmikil og svo er það stafræni veruleikinn, gervigreindin og tækninýjungar. Ráðstefnur og fundir eru haldnir í streymi eða í sýndarveruleikarými, stórir viðburðir með tilheyrandi miðasölu eru haldnir á vettvangi tölvuleikja í hinum stafræna veruleika. Nú getum við jafnvel farið til London og séð ABBA á sviði, jafnvel þó Benny, Björn, Agneta og Anni séu þar hvergi nærri. Þrátt fyrir allar þessar nýjungar og tækifæri til þróunar og breytinga megum við sem stöndum að og störfum fyrir Hörpu aldrei gleyma þeirri staðreynd að kjarninn í okkar starfsemi snýst um hið sammannlega. Tæknin leysir menninguna ekki af hólmi. Menning er stórmál - en hún er ekki bara stórmál. Menningin er líka samansafn af smámálum, litlum atriðum, blæbirgðum og litaskölum. Hún tengist hughrifum, tíðaranda og samfélagsviðmiðum á hverjum tíma, hún auðgar samfélagið. Í menningu felst að við förum frá hinu almenna, til hins einstaka, frá hinu stóra til hins smáa og frá hinu vélræna til hins mannlega. Þetta á við menningu á vinnustöðum, menningu samfélaga og þetta á ekki síst við þegar við njótum menningar og lista. Galdrarnir liggja í blæbrigðum og töfrum sem oft er erfitt að setja fingur á. Það er mikilvægt að huga að þessu í stefnuvinnu og þróun. Við þurfum að hagnýta tæknina og nýjungar en megum aldrei gefa afslátt af gildi menningar og mennsku, gildi samverunnar, sameiginlegrar upplifunar og mikilvægi þess að við höldum áfram að koma saman hvort heldur sem er til skrafs og ráðagerða eða til að njóta menningarviðburða. Í þessari nálgun felst sjálfbærnin í sinni tærustu mynd; við skilum af okkur til næstu kynslóðar samfélagi sem er auðugra en það var þegar við tókum við því og einmitt þar hefur björt framtíð í Hörpu sannarlega gildi fyrir íslenskt samfélag. Höfundur er stjórnarformaður Hörpu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Menning Harpa Mest lesið „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Skoðun Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson skrifar Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran skrifar Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Vernd hvala er þjóðaröryggismál Micah Garen skrifar Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Að nýta atvinnustefnu til að móta hagvöxt Mariana Mazzucato skrifar Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani skrifar Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Skoðun ESB og Kvótahopp Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Meirihluti vill lögfesta rétt til leikskólapláss Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda til rannsóknar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Í lok jólanna og upphafi nýs árs Gestur Valgarðsson skrifar Skoðun Heilsa og veikindadagar - nýtt ár og ný tækifæri Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason skrifar Skoðun Vangaveltur um trú og aukinn áhuga ungs fólks á henni Gunnar Jóhannesson skrifar Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Frá nýlendu til þjóðar: Lærdómur sem Íslendingar þekkja Bernharð S. Bernharðsson skrifar Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Hinseginfræðsla er forvarnaraðgerð Kári Garðarsson skrifar Skoðun Fjölskyldur í fyrsta sæti í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Það er mikið ánægjuefni að geta á ársfundi Hörpu í dag horft yfir nýliðið starfsár og séð að enn á ný hafa metnaðarfull framtíðaráform um Hörpu á heimsmælikvarða gengið eftir. Því bera fjöldi magnaðra menningarviðburða og umfangsmiklar ráðstefnur og fundir glöggt vitni svo ekki sé minnst á fjölda opinna viðburða og augnablika sem sannarlega hafa hreyft við gestum og hrifið þá með. En við horfum líka fram á veginn, m.a. í yfirstandandi stefnuvinnu þar sem við skoðum strauma, stefnur og krafta sem kunna að hafa mótandi áhrif á starfsemi og starfsumhverfi Hörpu á komandi misserum. Hvernig þarf Harpa að þróast ef hún ætlar áfram að vera á heimsmælikvarða, hvenær ætlum við að mæta og fylgja gestum okkar og hvenær ætlum við að leiða þá og upplýsa – hvað er það sem skilgreinir Hörpu þegar horft er fram á veginn og hvaða hlutverki ætlum við raunverulega að gegna? Svörin við þessum spurningum eru, líkt og áskoranirnar sjálfar, langt frá því að vera einföld. Viðfangsefni á sviði sjálfbærni og umhverfismála eru fyrirferðarmikil og svo er það stafræni veruleikinn, gervigreindin og tækninýjungar. Ráðstefnur og fundir eru haldnir í streymi eða í sýndarveruleikarými, stórir viðburðir með tilheyrandi miðasölu eru haldnir á vettvangi tölvuleikja í hinum stafræna veruleika. Nú getum við jafnvel farið til London og séð ABBA á sviði, jafnvel þó Benny, Björn, Agneta og Anni séu þar hvergi nærri. Þrátt fyrir allar þessar nýjungar og tækifæri til þróunar og breytinga megum við sem stöndum að og störfum fyrir Hörpu aldrei gleyma þeirri staðreynd að kjarninn í okkar starfsemi snýst um hið sammannlega. Tæknin leysir menninguna ekki af hólmi. Menning er stórmál - en hún er ekki bara stórmál. Menningin er líka samansafn af smámálum, litlum atriðum, blæbirgðum og litaskölum. Hún tengist hughrifum, tíðaranda og samfélagsviðmiðum á hverjum tíma, hún auðgar samfélagið. Í menningu felst að við förum frá hinu almenna, til hins einstaka, frá hinu stóra til hins smáa og frá hinu vélræna til hins mannlega. Þetta á við menningu á vinnustöðum, menningu samfélaga og þetta á ekki síst við þegar við njótum menningar og lista. Galdrarnir liggja í blæbrigðum og töfrum sem oft er erfitt að setja fingur á. Það er mikilvægt að huga að þessu í stefnuvinnu og þróun. Við þurfum að hagnýta tæknina og nýjungar en megum aldrei gefa afslátt af gildi menningar og mennsku, gildi samverunnar, sameiginlegrar upplifunar og mikilvægi þess að við höldum áfram að koma saman hvort heldur sem er til skrafs og ráðagerða eða til að njóta menningarviðburða. Í þessari nálgun felst sjálfbærnin í sinni tærustu mynd; við skilum af okkur til næstu kynslóðar samfélagi sem er auðugra en það var þegar við tókum við því og einmitt þar hefur björt framtíð í Hörpu sannarlega gildi fyrir íslenskt samfélag. Höfundur er stjórnarformaður Hörpu.
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun
Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar
Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun