Segir sína menn ekki verðskulda Evrópusæti Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 23. apríl 2024 23:31 Pochettino var ekki skemmt yfir leik kvöldsins. EPA-EFE/ANDY RAIN „Arsenal er á þeim sem stað sem við viljum vera á. Við viljum vera á öðrum stað á næstu leiktíð en við erum nú,“ sagði Mauricio Pochettino, þjálfari Chelsea, eftir 5-0 tap gegn Arsenal í ensku úrvalsdeild karla í fótbolta. „Það er ekki erfitt að útskýra hvað gerðist, það sáu öll að við börðumst ekki frá fyrstu mínútu. Eftir að þeir skoruðu fyrsta markið varð liðið mitt mjög aumt. Ég er mjög vonsvikinn með byrjunina því við ætluðum að mæta orkumiklir til leiks og standa okkur betur.“ „Við vorum ekki árásagjarnir og við héldum ekki einbeitingu í aðstæðum þar sem það er auðvelt að finna lausnir. Þess vegna erum við vonsviknir.“ „Í hálfleik töluðum við um að byrja á annan hátt, af krafti. En við byrjuðum fyrstu 10-15 mínúturnar í síðari hálfleik virkilega illa. Þegar við fengum á okkur þriðja markið þá gáfumst við upp.“ „Við börðumst og spiluðum virkilega vel gegn Manchester City, það var frábær leikur. En svo gerðum við það ekki þremur dögum seinna. Mögulega vorum við ekki nægilega ferskir.“ „Við erum að missa marga leikmenn í meiðsli og það gerir leikstjórnun erfiðari. Við getum ekki sagt að það sé ástæðan fyrir að við töpuðum en með því að missa Cole Palmer þá missum við skapandi leikmann sem tengir liðið saman,“ sagði Pochettino um fjarveru Palmer í kvöld. „Það er ósanngjarnt að tala um þá leikmenn sem voru ekki með. Frá því að tímabilið byrjaði hefur okkur vantað hina ýmsu leikmenn.“ Cole Palmer hefur verið allt í öllu í sóknarleik Chelsea á leiktíðinni.Marc Atkins/Getty Images Um Arsenal „Arsenal er með mjög gott lið en mér finnst að við höfum leyft þeim að spila sinn leik. Við gáfum þeim alla möguleika til að spila og skapa færi. Þess vegna erum við vonsviknir. Á vissan hátt var þetta jafn leikur en við erum of óstöðugir.“ „Það er erfitt að horfa fram veginn eftir leik sem þennan þar sem við erum vonsviknir. Það er erfitt að tala um markmið. Ef við spilum eins og við spiluðum í dag þá eigum við ekki skilið að komast í Evrópukeppni á næstu leiktíð.“ Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Kauno Zalgiris - Valur 1-1 | Ævintýralegt glópalán Valsmanna Fótbolti Drukknaði í sundlaug og andlátið úrskurðað sem slys Fótbolti Eiginkona Diogo Jota með vasaklútaskilaboð Enski boltinn Uppgjörið: Vllaznia - Víkingur 2-1 | Seig á ógæfuhliðina í seinni hálfleik hjá Víkingi Fótbolti Zubimendi fór ekki til Liverpool af því að hann vildi gæðaþjálfara Enski boltinn Karlremban Chicharito í klandri Fótbolti „Stærsta hindrunin er einræði Infantino“ Fótbolti Þreyttur á fallbaráttu og furðulegum ákvörðunum Körfubolti Mario og Jaka í æfingahópnum fyrir EM Körfubolti Isak fer ekki í æfingaferðina Enski boltinn Fleiri fréttir Eigendur Man. City græða pening á kaupum Man. United Bað sjálfur um frí og vill fara frá Newcastle Úlfarnir kaupa kólumbíska Pelé Isak fer ekki í æfingaferðina Son eftirsóttur í LA og Tottenham tilbúið að selja en ekki strax Zubimendi fór ekki til Liverpool af því að hann vildi gæðaþjálfara Eiginkona Diogo Jota með vasaklútaskilaboð Liverpool staðfestir Ekitike og fljúga honum strax til Hong Kong Fyrsti bikar í húsi hjá Arsenal Hefur trú á að Rashford láti ljós sitt skína í Katalóníu Palace áfrýjar og vill spila í Evrópudeildinni Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Will Ferrell stal athyglinni frá daufum leik Man.United í gær Liverpool kaupir Ekitike fyrir meira en níutíu milljónir evra Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Rashford nálgast Barcelona Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Hrókeringar í markmannsmálum Man City Ince missir prófið og þarf að borga yfir milljón í sekt Madueke skrifar undir hjá Arsenal Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Stuðningsmenn Manchester United oftast handteknir Snoop Dogg orðinn einn af eigendum Swansea City Liverpool langt komið með að kaupa Ekitike Eigendur Burnley eignast hitt liðið í Barcelona Liverpool reynir líka við Ekitike Steven Gerrard orðinn afi Sjá meira
„Það er ekki erfitt að útskýra hvað gerðist, það sáu öll að við börðumst ekki frá fyrstu mínútu. Eftir að þeir skoruðu fyrsta markið varð liðið mitt mjög aumt. Ég er mjög vonsvikinn með byrjunina því við ætluðum að mæta orkumiklir til leiks og standa okkur betur.“ „Við vorum ekki árásagjarnir og við héldum ekki einbeitingu í aðstæðum þar sem það er auðvelt að finna lausnir. Þess vegna erum við vonsviknir.“ „Í hálfleik töluðum við um að byrja á annan hátt, af krafti. En við byrjuðum fyrstu 10-15 mínúturnar í síðari hálfleik virkilega illa. Þegar við fengum á okkur þriðja markið þá gáfumst við upp.“ „Við börðumst og spiluðum virkilega vel gegn Manchester City, það var frábær leikur. En svo gerðum við það ekki þremur dögum seinna. Mögulega vorum við ekki nægilega ferskir.“ „Við erum að missa marga leikmenn í meiðsli og það gerir leikstjórnun erfiðari. Við getum ekki sagt að það sé ástæðan fyrir að við töpuðum en með því að missa Cole Palmer þá missum við skapandi leikmann sem tengir liðið saman,“ sagði Pochettino um fjarveru Palmer í kvöld. „Það er ósanngjarnt að tala um þá leikmenn sem voru ekki með. Frá því að tímabilið byrjaði hefur okkur vantað hina ýmsu leikmenn.“ Cole Palmer hefur verið allt í öllu í sóknarleik Chelsea á leiktíðinni.Marc Atkins/Getty Images Um Arsenal „Arsenal er með mjög gott lið en mér finnst að við höfum leyft þeim að spila sinn leik. Við gáfum þeim alla möguleika til að spila og skapa færi. Þess vegna erum við vonsviknir. Á vissan hátt var þetta jafn leikur en við erum of óstöðugir.“ „Það er erfitt að horfa fram veginn eftir leik sem þennan þar sem við erum vonsviknir. Það er erfitt að tala um markmið. Ef við spilum eins og við spiluðum í dag þá eigum við ekki skilið að komast í Evrópukeppni á næstu leiktíð.“
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Kauno Zalgiris - Valur 1-1 | Ævintýralegt glópalán Valsmanna Fótbolti Drukknaði í sundlaug og andlátið úrskurðað sem slys Fótbolti Eiginkona Diogo Jota með vasaklútaskilaboð Enski boltinn Uppgjörið: Vllaznia - Víkingur 2-1 | Seig á ógæfuhliðina í seinni hálfleik hjá Víkingi Fótbolti Zubimendi fór ekki til Liverpool af því að hann vildi gæðaþjálfara Enski boltinn Karlremban Chicharito í klandri Fótbolti „Stærsta hindrunin er einræði Infantino“ Fótbolti Þreyttur á fallbaráttu og furðulegum ákvörðunum Körfubolti Mario og Jaka í æfingahópnum fyrir EM Körfubolti Isak fer ekki í æfingaferðina Enski boltinn Fleiri fréttir Eigendur Man. City græða pening á kaupum Man. United Bað sjálfur um frí og vill fara frá Newcastle Úlfarnir kaupa kólumbíska Pelé Isak fer ekki í æfingaferðina Son eftirsóttur í LA og Tottenham tilbúið að selja en ekki strax Zubimendi fór ekki til Liverpool af því að hann vildi gæðaþjálfara Eiginkona Diogo Jota með vasaklútaskilaboð Liverpool staðfestir Ekitike og fljúga honum strax til Hong Kong Fyrsti bikar í húsi hjá Arsenal Hefur trú á að Rashford láti ljós sitt skína í Katalóníu Palace áfrýjar og vill spila í Evrópudeildinni Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Will Ferrell stal athyglinni frá daufum leik Man.United í gær Liverpool kaupir Ekitike fyrir meira en níutíu milljónir evra Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Rashford nálgast Barcelona Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Hrókeringar í markmannsmálum Man City Ince missir prófið og þarf að borga yfir milljón í sekt Madueke skrifar undir hjá Arsenal Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Stuðningsmenn Manchester United oftast handteknir Snoop Dogg orðinn einn af eigendum Swansea City Liverpool langt komið með að kaupa Ekitike Eigendur Burnley eignast hitt liðið í Barcelona Liverpool reynir líka við Ekitike Steven Gerrard orðinn afi Sjá meira