Guðrún biskup – til heilla fyrir okkur öll! Arndís Steinþórsdóttir og Glóey Helgudótir Finnsdóttir skrifa 24. apríl 2024 10:30 Biskupskjör stendur nú yfir. Þjóðkirkjan velur sér nýjan leiðtoga og í fyrri umferð urðu þau Guðrún Karls Helgudóttir sóknarprestur í Grafarvogskirkju og Guðmundar Karl Brynjarsson sóknarprestur í Lindakirkju hlutskörpust. Seinni umferð fer fram dagana 2.-7. maí nk. Íslenskt samfélag einkennist í auknum mæli af mikilli skautun í samfélagsumræðunni. Áföll og áskoranir síðustu ára hér heima sem og átök og hörmungar á alþjóðavettvangi hafa tekið sinn toll. Mörgu fólki líður ekki nógu vel og er óvisst um framtíðina. Við slíkar aðstæður er hætta á aukinni skautun og sundrungu. Hætta er á að samfélagsumræðan þróist enn frekar í átt til aukinna kynja- og kynþáttafordóma, fordóma í garð kynsegin fólks, fólks með geðraskanir og annarra jaðarhópa. Það er því mikilvægt sem aldrei fyrr að í valda- og áhrifastöður veljist fólk sem hefur getu og vilja til að láta gott af sér leiða í þágu okkar samfélags. Fólk sem hlustar á ólík sjónarmið, fólk sem ber klæði á vopnin en brýnir þau ekki, fólk sem lætur kærleik, mannúð, samkennd og virðingu ráða för. Guðrún Karls Helgudóttir hefur sýnt og sannað í störfum sínum sem prestur og sóknarprestur bæði í Svíþjóð og hér heima að hún er einmitt þannig manneskja. Hún er vel menntuð og víðsýn. Hún er sterkur leiðtogi sem skapar gott andrúmloft samvinnu og virðingar þar sem hún kemur. Hún er ekki átakasækin en hvikar þó aldrei undan í erfiðum málum. En fyrst og síðast hefur Guðrún ríkan vilja og getu til að láta gott af sér leiða bæði innan þjóðkirkjunnar og í víðara samhengi. Við höfum þekkt Guðrúnu frá unga aldri og vitum hvern mann hún hefur að geyma. Því vitum við að verði Guðrún kjörin biskup mun það ekki einungis verða til heilla fyrir þjóðkirkjuna heldur fyrir okkur öll. Höfundar eru áhugafólk um biskupskjör. Arndís er skólastjóri og Glóey skrifstofustjóri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Biskupskjör 2024 Mest lesið Neikvæðni í garð sjávarútvegs á Íslandi – orsakir og afleiðingar Kristín Þórarinsdóttir Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir Skoðun Hvað skiptir okkur mestu máli? Dóra Guðrún Guðmundsdóttir Skoðun Við vitum alveg upphafið Guðný Níelsen Skoðun Leiðréttingin leiðrétt Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson Skoðun Ríkisfyrirtæki sem virðir ekki æðsta valdið Bryndís Haraldsdóttir Skoðun Ríkisstofnun rassskellt Björn Ólafsson Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson Skoðun Hugrekki getur af sér hugrekki Þorbjörg Þorvaldsdóttir Skoðun Mun mannkynið lifa af gervigreindina? Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Neikvæðni í garð sjávarútvegs á Íslandi – orsakir og afleiðingar Kristín Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Við erum hafið Guillaume Bazard skrifar Skoðun Deja Vu Sverrir Agnarsson skrifar Skoðun Mun mannkynið lifa af gervigreindina? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ríkisstofnun rassskellt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Gjaldfrjálsar skólamáltíðir – margþættur ávinningur Ludvig Guðmundsson,Guðrún E. Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Orkuöflun á eyjaklösum - Vestmannaeyjar og Orkneyjar Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Hugrekki getur af sér hugrekki Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Húmanisminn í kærleikanum og kærleikurinn í húmanismanum Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Helför gyðinga gegn íbúum Palestínu Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Leiðréttingin leiðrétt Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson skrifar Skoðun Hvað skiptir okkur mestu máli? Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægt skref til sáttar Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Staðið með þjóðinni Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Við vitum alveg upphafið Guðný Níelsen skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 3/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Varalitur á skattagrísinum Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Við eigum ekki efni á vonleysi né uppgjöf Magnús Magnússon skrifar Skoðun Hingað og ekki lengra Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli eitt: Tómlæti Íslendinga Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Þegar líða fer að jólum Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Svansvottaðar íbúðir – fjárfesting í lífsgæðum Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hættulegt tal Sjálfstæðisflokksins og Viðskiptaráðs Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Þetta má ekki gerast aftur! - Álag á útsvar Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Meistaragráða í lífsreynslu Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld, Óskar á heima hér! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Dvel þú í draumahöll Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson skrifar Sjá meira
Biskupskjör stendur nú yfir. Þjóðkirkjan velur sér nýjan leiðtoga og í fyrri umferð urðu þau Guðrún Karls Helgudóttir sóknarprestur í Grafarvogskirkju og Guðmundar Karl Brynjarsson sóknarprestur í Lindakirkju hlutskörpust. Seinni umferð fer fram dagana 2.-7. maí nk. Íslenskt samfélag einkennist í auknum mæli af mikilli skautun í samfélagsumræðunni. Áföll og áskoranir síðustu ára hér heima sem og átök og hörmungar á alþjóðavettvangi hafa tekið sinn toll. Mörgu fólki líður ekki nógu vel og er óvisst um framtíðina. Við slíkar aðstæður er hætta á aukinni skautun og sundrungu. Hætta er á að samfélagsumræðan þróist enn frekar í átt til aukinna kynja- og kynþáttafordóma, fordóma í garð kynsegin fólks, fólks með geðraskanir og annarra jaðarhópa. Það er því mikilvægt sem aldrei fyrr að í valda- og áhrifastöður veljist fólk sem hefur getu og vilja til að láta gott af sér leiða í þágu okkar samfélags. Fólk sem hlustar á ólík sjónarmið, fólk sem ber klæði á vopnin en brýnir þau ekki, fólk sem lætur kærleik, mannúð, samkennd og virðingu ráða för. Guðrún Karls Helgudóttir hefur sýnt og sannað í störfum sínum sem prestur og sóknarprestur bæði í Svíþjóð og hér heima að hún er einmitt þannig manneskja. Hún er vel menntuð og víðsýn. Hún er sterkur leiðtogi sem skapar gott andrúmloft samvinnu og virðingar þar sem hún kemur. Hún er ekki átakasækin en hvikar þó aldrei undan í erfiðum málum. En fyrst og síðast hefur Guðrún ríkan vilja og getu til að láta gott af sér leiða bæði innan þjóðkirkjunnar og í víðara samhengi. Við höfum þekkt Guðrúnu frá unga aldri og vitum hvern mann hún hefur að geyma. Því vitum við að verði Guðrún kjörin biskup mun það ekki einungis verða til heilla fyrir þjóðkirkjuna heldur fyrir okkur öll. Höfundar eru áhugafólk um biskupskjör. Arndís er skólastjóri og Glóey skrifstofustjóri.
Skoðun Neikvæðni í garð sjávarútvegs á Íslandi – orsakir og afleiðingar Kristín Þórarinsdóttir skrifar
Skoðun Gjaldfrjálsar skólamáltíðir – margþættur ávinningur Ludvig Guðmundsson,Guðrún E. Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Húmanisminn í kærleikanum og kærleikurinn í húmanismanum Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar