Vinsældir Duplantis í Kína eins og Taylor Swift sé mætt á svæðið Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 24. apríl 2024 11:31 Armand Duplantis setti nýtt heimsmet í Xiamen þegar hann stökk yfir 6,25 metra. Getty/DI YIN Sænski stangarstökkvarinn Armand Duplantis setti nýtt heimsmet á Demantamóti í Kína um helgina og það er óhætt að segja að Kínverjar séu hrifnir af sænsku stjörnunni. Sá sænski þurfti að lauma sér inn á hótelið í Xiamen eftir að hann fór yfir 6.25 metra og bætti sitt eigið heimsmet. „Það voru hundruð manns sem vildi fá eiginhandaráritun og þau biðu öll fyrir utan hótelið. Við þurftum því að fara inn í gegnum bílskúrinn til að komast inn,“ sagði Daniel Wessfeldt við Aftonbladet en hann er umboðsmaður Duplantis sem Svíar kalla Mondo. Nú er Duplantis kominn til Sjanghaí þar sem annað Demantamót er fram undan. Það er Mondo Duplantis æði í Kína.Sportbladet Kínverjar hafa loksins opnað aftur dyrnar fyrir alþjóðlegum íþróttum. Formúla 1 fór fram í Kína um helgina og frjálsarnar eru líka mættar. Það eykur enn áhugann á erlendu stórstjörnunum. „Það hefur verið mikill áhugi í mörg ár að fá Mondo til að keppa í Kína. Hann mætir síðan og setur nýtt heimsmet. Hann hefur því fengið gríðarlega athygli,“ sagði Wessfeldt. „Hann er búinn að vera á öllum sjónvarpsstöðvum, í öllum blöðum og út um alla samfélagsmiðla eins og TikTok. Þetta er eins og gróðureldur sem enginn ræður við og ekki síst eftir að heimsmetið féll. Enginn hafði stokkið yfir sex metra áður í Kína,“ sagði Wessfeldt. Blaðamaðurinn líkti þessu við heimsför ABBA á áttunda áratugnum en umboðsmaðurinn notar vinsælustu tónlistarkonu heims sem dæmi. „Nú er nánast eins og Taylor Swift sé í heimsókn þegar við komum aftur á hótelið í Xiamen. Það er klikkun hvað þetta stækkaði fljótt,“ sagði Wessfeldt. Umboðsmaðurinn útilokar ekki annað heimsmet í seinna Demantamótinu í Kína. „Það er ekki ómögulega og ekki síst eftir hvað hann gerði síðast. Þetta fer mikið eftir veðrinu. Í Xiamen rigndi fyrir keppni en ekki á meðan keppninni stóð. Það var 25 stiga hiti og enginn vindur. Þetta voru því nánast fullkomnar aðstæður,“ sagði Wessfeldt. Duplantis var mældur fimm sentimetra yfir slánni í heimsmetstökkinu sem þýðir að hann á eitthvað inni enn. Frjálsar íþróttir Mest lesið Bað kærastann sinn afsökunar Sport Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Fótbolti Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Enski boltinn Lehmann færir sig um set á Ítalíu Fótbolti Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Enski boltinn Enrique staðfestir að Donnarumma sé á förum frá PSG Fótbolti Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Handbolti Gunnlaugur Árni komst áfram á U.S. Amateur Golf Wrexham áfram eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Fótbolti Fleiri fréttir „Einhver vildi losna við mig“ Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Gunnlaugur Árni komst áfram á U.S. Amateur Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Vildi hvergi annarsstaðar spila Bað kærastann sinn afsökunar Dagskráin í dag: Besta, enski og Ofurbikarinn Lehmann færir sig um set á Ítalíu Enrique staðfestir að Donnarumma sé á förum frá PSG „Þetta var bara út um allt“ Wrexham áfram eftir vítaspyrnukeppni „Þetta var eflaust frábær leikur fyrir áhorfendur“ Nýtt hlaðvarp Sýnar um draumaliðsleik enska boltans FCK rassskellti frændur sína frá Malmö Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Duplantis bætti heimsmetið enn á ný Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin KR fær þýskan varnarmann Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Coote dæmdur í átta vikna bann fyrir ummælin um Klopp Fegin að hvítir leikmenn Englands klikkuðu líka á vítum Sjá meira
Sá sænski þurfti að lauma sér inn á hótelið í Xiamen eftir að hann fór yfir 6.25 metra og bætti sitt eigið heimsmet. „Það voru hundruð manns sem vildi fá eiginhandaráritun og þau biðu öll fyrir utan hótelið. Við þurftum því að fara inn í gegnum bílskúrinn til að komast inn,“ sagði Daniel Wessfeldt við Aftonbladet en hann er umboðsmaður Duplantis sem Svíar kalla Mondo. Nú er Duplantis kominn til Sjanghaí þar sem annað Demantamót er fram undan. Það er Mondo Duplantis æði í Kína.Sportbladet Kínverjar hafa loksins opnað aftur dyrnar fyrir alþjóðlegum íþróttum. Formúla 1 fór fram í Kína um helgina og frjálsarnar eru líka mættar. Það eykur enn áhugann á erlendu stórstjörnunum. „Það hefur verið mikill áhugi í mörg ár að fá Mondo til að keppa í Kína. Hann mætir síðan og setur nýtt heimsmet. Hann hefur því fengið gríðarlega athygli,“ sagði Wessfeldt. „Hann er búinn að vera á öllum sjónvarpsstöðvum, í öllum blöðum og út um alla samfélagsmiðla eins og TikTok. Þetta er eins og gróðureldur sem enginn ræður við og ekki síst eftir að heimsmetið féll. Enginn hafði stokkið yfir sex metra áður í Kína,“ sagði Wessfeldt. Blaðamaðurinn líkti þessu við heimsför ABBA á áttunda áratugnum en umboðsmaðurinn notar vinsælustu tónlistarkonu heims sem dæmi. „Nú er nánast eins og Taylor Swift sé í heimsókn þegar við komum aftur á hótelið í Xiamen. Það er klikkun hvað þetta stækkaði fljótt,“ sagði Wessfeldt. Umboðsmaðurinn útilokar ekki annað heimsmet í seinna Demantamótinu í Kína. „Það er ekki ómögulega og ekki síst eftir hvað hann gerði síðast. Þetta fer mikið eftir veðrinu. Í Xiamen rigndi fyrir keppni en ekki á meðan keppninni stóð. Það var 25 stiga hiti og enginn vindur. Þetta voru því nánast fullkomnar aðstæður,“ sagði Wessfeldt. Duplantis var mældur fimm sentimetra yfir slánni í heimsmetstökkinu sem þýðir að hann á eitthvað inni enn.
Frjálsar íþróttir Mest lesið Bað kærastann sinn afsökunar Sport Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Fótbolti Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Enski boltinn Lehmann færir sig um set á Ítalíu Fótbolti Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Enski boltinn Enrique staðfestir að Donnarumma sé á förum frá PSG Fótbolti Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Handbolti Gunnlaugur Árni komst áfram á U.S. Amateur Golf Wrexham áfram eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Fótbolti Fleiri fréttir „Einhver vildi losna við mig“ Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Gunnlaugur Árni komst áfram á U.S. Amateur Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Vildi hvergi annarsstaðar spila Bað kærastann sinn afsökunar Dagskráin í dag: Besta, enski og Ofurbikarinn Lehmann færir sig um set á Ítalíu Enrique staðfestir að Donnarumma sé á förum frá PSG „Þetta var bara út um allt“ Wrexham áfram eftir vítaspyrnukeppni „Þetta var eflaust frábær leikur fyrir áhorfendur“ Nýtt hlaðvarp Sýnar um draumaliðsleik enska boltans FCK rassskellti frændur sína frá Malmö Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Duplantis bætti heimsmetið enn á ný Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin KR fær þýskan varnarmann Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Coote dæmdur í átta vikna bann fyrir ummælin um Klopp Fegin að hvítir leikmenn Englands klikkuðu líka á vítum Sjá meira