Leikskólakennarar ósáttir við vettlingagjörning Lovísa Arnardóttir skrifar 24. apríl 2024 09:13 Haraldur F. Gíslason er formaður Félags leikskólakennara. Til hægri má svo sjá Hildi Björnsdóttur, oddvita Sjálfstæðisflokksins Vísir/Vilhelm Stjórn Félags leikskólakennara tekur ekki undir yfirlýsingar stjórnmálafólks þar sem boðaðar eru „skyndilausnir sem engu skila“. Í nýrri ályktun stjórnar félagsins segir að engin formleg vinna í tengslum við kjarasamninga sé í gangi varðandi skipulagningu skólastarfs í leikskólum og því síður vinna í gangi að skoða að taka fimm ára börn í grunnskóla. Greint var frá því í gær að borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins hafi lagt1.600 vettlinga á gólf Tjarnarsals ráðhússins. Einn vettlingur átti að tákna hvert barn sem bíður eftir leikskólaplássi. Borgarstjóri sagði í kjölfarið þennan gjörning „vitleysu“. Þetta væru ekki 1.600 börn á bið heldur umsóknir. Borgin væri í miðju umsóknarferli og það væri hægt að tala um biðlista þegar ferlinu lyki. Oddviti Sjálfstæðisflokksins, Hildur Björnsdóttir, gagnrýndi það hversu illa hefði verið tekið í allar þeirra hugmyndir á kjörtímabilinu um lausnir á leikskólavandanum, eins og heimgreiðslur til foreldra sem bíða og að hefja tilraunaverkefni þar sem börn byrja fimm ára í grunnskóla í stað sex ára. Borgarstjóri sagði þvert a móti þeirra hugmyndir hafa verið teknar til skoðunar og sú hugmynd að færa börn fimm ára í grunnskóla væri eitt af því sem væri til skoðunar á vettvangi Sambands íslenskra sveitarfélaga. „Það er stór menntapólitísk aðgerð, að fara í það, og mikilvægt að vinna það með fagsamfélaginu og foreldrum. Það er enginn sem stendur í vegi fyrir slíkum hugmyndum,“ sagði Einar Þorsteinsson, borgarstjóri, um hugmyndina. Ekki fimm ára í grunnskóla Stjórn Félags leikskólakennara segir í ályktun sinni um þetta mál að þau leggist gegn hugmyndinni um að taka börn fyrr inn í grunnskóla sem lausn á vanda leikskólastigsins. Það sé sýn félagsins að það sé ekki börnum fyrir bestu. „Stjórn Félags leikskólakennara leggur til að í stað innihaldslausra skyndilausna og gjörninga sem engu skila að sveitarfélögin uppfylli að fullu undirritað samkomulag og loforð um jöfnun launa á milli markaða. Sé það gert verður um að ræða raunhæfa leið til að gera það sem skiptir öllu máli – sem er að fjölga kennurum á leikskólastiginum,“ segir að lokum í ályktun félagsins. Sjálfstæðisflokkurinn Framsóknarflokkurinn Sveitarstjórnarmál Leikskólar Grunnskólar Kjaramál Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Sextán hundruð vettlingar fyrir börnin sem bíða Borgarstjórnarflokkur Sjálfstæðisflokksins kom í dag 1.600 barnavettlingum fyrir í Tjarnasal ráðhússins. Svipaður fjölda barna bíði nú eftir leikskólaplássi. Oddviti flokksins, Hildur Björnsdóttir, segir uppátækið ekki síst til þess að minna borgarstjóra á leikskólavandann. 23. apríl 2024 13:20 Mest lesið „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum Innlent Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Innlent Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Innlent Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Innlent Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Innlent Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Innlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Fleiri fréttir Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Sjá meira
Greint var frá því í gær að borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins hafi lagt1.600 vettlinga á gólf Tjarnarsals ráðhússins. Einn vettlingur átti að tákna hvert barn sem bíður eftir leikskólaplássi. Borgarstjóri sagði í kjölfarið þennan gjörning „vitleysu“. Þetta væru ekki 1.600 börn á bið heldur umsóknir. Borgin væri í miðju umsóknarferli og það væri hægt að tala um biðlista þegar ferlinu lyki. Oddviti Sjálfstæðisflokksins, Hildur Björnsdóttir, gagnrýndi það hversu illa hefði verið tekið í allar þeirra hugmyndir á kjörtímabilinu um lausnir á leikskólavandanum, eins og heimgreiðslur til foreldra sem bíða og að hefja tilraunaverkefni þar sem börn byrja fimm ára í grunnskóla í stað sex ára. Borgarstjóri sagði þvert a móti þeirra hugmyndir hafa verið teknar til skoðunar og sú hugmynd að færa börn fimm ára í grunnskóla væri eitt af því sem væri til skoðunar á vettvangi Sambands íslenskra sveitarfélaga. „Það er stór menntapólitísk aðgerð, að fara í það, og mikilvægt að vinna það með fagsamfélaginu og foreldrum. Það er enginn sem stendur í vegi fyrir slíkum hugmyndum,“ sagði Einar Þorsteinsson, borgarstjóri, um hugmyndina. Ekki fimm ára í grunnskóla Stjórn Félags leikskólakennara segir í ályktun sinni um þetta mál að þau leggist gegn hugmyndinni um að taka börn fyrr inn í grunnskóla sem lausn á vanda leikskólastigsins. Það sé sýn félagsins að það sé ekki börnum fyrir bestu. „Stjórn Félags leikskólakennara leggur til að í stað innihaldslausra skyndilausna og gjörninga sem engu skila að sveitarfélögin uppfylli að fullu undirritað samkomulag og loforð um jöfnun launa á milli markaða. Sé það gert verður um að ræða raunhæfa leið til að gera það sem skiptir öllu máli – sem er að fjölga kennurum á leikskólastiginum,“ segir að lokum í ályktun félagsins.
Sjálfstæðisflokkurinn Framsóknarflokkurinn Sveitarstjórnarmál Leikskólar Grunnskólar Kjaramál Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Sextán hundruð vettlingar fyrir börnin sem bíða Borgarstjórnarflokkur Sjálfstæðisflokksins kom í dag 1.600 barnavettlingum fyrir í Tjarnasal ráðhússins. Svipaður fjölda barna bíði nú eftir leikskólaplássi. Oddviti flokksins, Hildur Björnsdóttir, segir uppátækið ekki síst til þess að minna borgarstjóra á leikskólavandann. 23. apríl 2024 13:20 Mest lesið „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum Innlent Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Innlent Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Innlent Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Innlent Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Innlent Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Innlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Fleiri fréttir Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Sjá meira
Sextán hundruð vettlingar fyrir börnin sem bíða Borgarstjórnarflokkur Sjálfstæðisflokksins kom í dag 1.600 barnavettlingum fyrir í Tjarnasal ráðhússins. Svipaður fjölda barna bíði nú eftir leikskólaplássi. Oddviti flokksins, Hildur Björnsdóttir, segir uppátækið ekki síst til þess að minna borgarstjóra á leikskólavandann. 23. apríl 2024 13:20