Seðlabankinn geti ekki annað en lækkað vexti Heimir Már Pétursson skrifar 24. apríl 2024 11:46 Forystufólk breiðfylkingarinnar; Vilhjálmur Birgisson formaður Starfsgreinasambandsins, Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar og Hilmar Harðarson formaður Samiðnar skrifa undir tímamóta kjarasamninga til fjögurra ára hinn 3. mars. Vísir/Vilhelm Formaður Starfsgreinasambandsins segir Seðlabankann ekki geta annað en lækkað vexti um að minnsta kosti hálft prósentustig nú þegar verðbólga mælist sex prósent. Verkalýðshreyfingin hafi farið að tilmælum bankans um hógværa kjarasamninga og nú væri komið að Seðlabankanum. Hagstofan greindi frá því í morgun að verðbólga síðustu tólf mánuði væri 6 prósent. Verðbólga hefur ekki verið minni frá því í janúar-febrúar 2022 og minnkar um 0,8 prólsentustig frá því í mars. Verðbólgan hefur með örfáum undantekningum verið á niðurleið frá því í janúar í fyrra þegar hún varð mest í 10,2 prósentum. Seðlabankinn hefur engu að síður haldið meginvöxtum sínum óbreyttum í 9,25 prósentum frá því í ágúst 2023, eða í átta mánuði, vegna mikillar þenslu í þjóðfélaginu. Vilhjálmur Birgisson formaður Starfsgreinasambandsins segir hógværa kjarasamninga nú hafa skilað minni verðbólgu. Seðlabankinn hljóti því að lækka meginvexti sína hinn 8. maí um að minnsta kosti 0,5 prósentur.Stöð 2/Einar Vilhjálmur Birgisson formaður Starfsgreinasambandsins segir áframhaldandi hjöðnun verðbólgunnar sýna að hóflegir kjarasamningar á almenna vinnumarkaðnum séu að skila árangri. „Seðlabankinn mun ekki geta annað en lækkað vexti, og að mínum dómi um ekki minna en 0,50 punkta, við næstu stýrivaxtaákvörðun,“ segir Vilhjálmur. Seðlabankinn hafi verið að bíða eftir því að verðbólgan minnkaði og nú hafi það raungerst. Næsti vaxtaákvörðunardagur Seðlabankans er eftir hálfan mánuð eða hinn 8. maí. Peningastefnunefnd ákvað að halda vöxtunum óbreyttum hinn 20. mars síðast liðinn, skömmu eftir að skrifað var undir kjarasamninga. Sagði þá að spennan eða þenslan í efnahagslífinu og verðbólguvæntingar væru enn of mikil. Vilhjálmur segir hins vegar að nú sé komið að Seðlabankanum að standa við sitt eftir mjög hófstillta kjarasamninga. Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri hefur allt frá því í ágúst í fyrra sagt þenslu og verðbólguvæntingar of mikla til að hægt væri að lækka vexti.Stöð 2/Arnar „Við fórum algerlega eftir því sem Seðlabankinn bað um. Nú er boltinn enn og aftur hjá honum og nú þarf hann að sýna í verki að hann skili lækkun stýrivaxta við næstu ákvörðun sína,“ segir formaður Starfsgreinasambandsins. Verðbólga mældist enn minni án húsnæðisliðarins eða 3,9 prósent. „Það er mjög mikilvægt að þessi árangur sem við höfum náð nú þegar haldi áfram. Að verslun og þjónusta og allir aðilar haldi aftur af verðlagi. Svo skiptir líka máli að þeir kjarasamningar sem eftir eru, til dæmis hjá hinu opinbera, fylgi þeirri línu og klári þá samninga,“ sagði Vilhjálmur Birgisson. Kjaraviðræður 2023-24 Verðlag Seðlabankinn Efnahagsmál Verslun Tengdar fréttir Verðhækkanir á húsnæði framundan Byggja þarf helmingi meira en nú er gert til að mæta húsnæðisþörf og hagfræðingur býst við miklum verðhækkunum á næstunni vegna þessa. Háir stýrivextir hafa hægt á uppbyggingu og samdráttur í framkvæmdum á milli ára nemur þriðjungi. 16. apríl 2024 20:30 Núverandi staða bjóði upp á stýrivaxtalækkun Varaseðlabankastjóri fjármálastöðugleika telur að hagkerfið sé komið á þann stað að Seðlabankinn geti byrjað að lækka stýrivexti. Ákvörðun sín um að hætta í bankanum tengist þó ekki því að hann var ósammála peningastefnunefnd. Honum hafi einfaldlega boðist spennandi starf. 8. apríl 2024 20:00 Seðlabankinn dregur úr útlánagetu bankanna Ákvörðun Seðlabankans um að auka bindiskyldu bankanna dregur úr peningamagni í umferð og getu bankanna til útlána. Seðlabankinn setur aukna bindiskyldu í beint samhengi við kostnaðinn við að eiga mikinn gjaldeyrisforða. 4. apríl 2024 11:40 Þetta eru lykilatriðin í nýjum kjarasamningi Nú klukkan fimm hefst undirskrift fulltrúa Starfsgreinasambandsins, Eflingar og Samiðnar við Samtök atvinnulífsins á tímamótasamningi til fjögurra ára. Samningarnir eru merkilegir vegna hóflegra launahækkana og óvenju langs gildistíma sem er fjögur ár. 7. mars 2024 17:00 Mest lesið Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Innlent Egill Þór er látinn Innlent Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Erlent Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Innlent Gleðileg jól, kæru lesendur Innlent Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Innlent Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Fleiri fréttir Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Sjá meira
Hagstofan greindi frá því í morgun að verðbólga síðustu tólf mánuði væri 6 prósent. Verðbólga hefur ekki verið minni frá því í janúar-febrúar 2022 og minnkar um 0,8 prólsentustig frá því í mars. Verðbólgan hefur með örfáum undantekningum verið á niðurleið frá því í janúar í fyrra þegar hún varð mest í 10,2 prósentum. Seðlabankinn hefur engu að síður haldið meginvöxtum sínum óbreyttum í 9,25 prósentum frá því í ágúst 2023, eða í átta mánuði, vegna mikillar þenslu í þjóðfélaginu. Vilhjálmur Birgisson formaður Starfsgreinasambandsins segir hógværa kjarasamninga nú hafa skilað minni verðbólgu. Seðlabankinn hljóti því að lækka meginvexti sína hinn 8. maí um að minnsta kosti 0,5 prósentur.Stöð 2/Einar Vilhjálmur Birgisson formaður Starfsgreinasambandsins segir áframhaldandi hjöðnun verðbólgunnar sýna að hóflegir kjarasamningar á almenna vinnumarkaðnum séu að skila árangri. „Seðlabankinn mun ekki geta annað en lækkað vexti, og að mínum dómi um ekki minna en 0,50 punkta, við næstu stýrivaxtaákvörðun,“ segir Vilhjálmur. Seðlabankinn hafi verið að bíða eftir því að verðbólgan minnkaði og nú hafi það raungerst. Næsti vaxtaákvörðunardagur Seðlabankans er eftir hálfan mánuð eða hinn 8. maí. Peningastefnunefnd ákvað að halda vöxtunum óbreyttum hinn 20. mars síðast liðinn, skömmu eftir að skrifað var undir kjarasamninga. Sagði þá að spennan eða þenslan í efnahagslífinu og verðbólguvæntingar væru enn of mikil. Vilhjálmur segir hins vegar að nú sé komið að Seðlabankanum að standa við sitt eftir mjög hófstillta kjarasamninga. Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri hefur allt frá því í ágúst í fyrra sagt þenslu og verðbólguvæntingar of mikla til að hægt væri að lækka vexti.Stöð 2/Arnar „Við fórum algerlega eftir því sem Seðlabankinn bað um. Nú er boltinn enn og aftur hjá honum og nú þarf hann að sýna í verki að hann skili lækkun stýrivaxta við næstu ákvörðun sína,“ segir formaður Starfsgreinasambandsins. Verðbólga mældist enn minni án húsnæðisliðarins eða 3,9 prósent. „Það er mjög mikilvægt að þessi árangur sem við höfum náð nú þegar haldi áfram. Að verslun og þjónusta og allir aðilar haldi aftur af verðlagi. Svo skiptir líka máli að þeir kjarasamningar sem eftir eru, til dæmis hjá hinu opinbera, fylgi þeirri línu og klári þá samninga,“ sagði Vilhjálmur Birgisson.
Kjaraviðræður 2023-24 Verðlag Seðlabankinn Efnahagsmál Verslun Tengdar fréttir Verðhækkanir á húsnæði framundan Byggja þarf helmingi meira en nú er gert til að mæta húsnæðisþörf og hagfræðingur býst við miklum verðhækkunum á næstunni vegna þessa. Háir stýrivextir hafa hægt á uppbyggingu og samdráttur í framkvæmdum á milli ára nemur þriðjungi. 16. apríl 2024 20:30 Núverandi staða bjóði upp á stýrivaxtalækkun Varaseðlabankastjóri fjármálastöðugleika telur að hagkerfið sé komið á þann stað að Seðlabankinn geti byrjað að lækka stýrivexti. Ákvörðun sín um að hætta í bankanum tengist þó ekki því að hann var ósammála peningastefnunefnd. Honum hafi einfaldlega boðist spennandi starf. 8. apríl 2024 20:00 Seðlabankinn dregur úr útlánagetu bankanna Ákvörðun Seðlabankans um að auka bindiskyldu bankanna dregur úr peningamagni í umferð og getu bankanna til útlána. Seðlabankinn setur aukna bindiskyldu í beint samhengi við kostnaðinn við að eiga mikinn gjaldeyrisforða. 4. apríl 2024 11:40 Þetta eru lykilatriðin í nýjum kjarasamningi Nú klukkan fimm hefst undirskrift fulltrúa Starfsgreinasambandsins, Eflingar og Samiðnar við Samtök atvinnulífsins á tímamótasamningi til fjögurra ára. Samningarnir eru merkilegir vegna hóflegra launahækkana og óvenju langs gildistíma sem er fjögur ár. 7. mars 2024 17:00 Mest lesið Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Innlent Egill Þór er látinn Innlent Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Erlent Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Innlent Gleðileg jól, kæru lesendur Innlent Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Innlent Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Fleiri fréttir Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Sjá meira
Verðhækkanir á húsnæði framundan Byggja þarf helmingi meira en nú er gert til að mæta húsnæðisþörf og hagfræðingur býst við miklum verðhækkunum á næstunni vegna þessa. Háir stýrivextir hafa hægt á uppbyggingu og samdráttur í framkvæmdum á milli ára nemur þriðjungi. 16. apríl 2024 20:30
Núverandi staða bjóði upp á stýrivaxtalækkun Varaseðlabankastjóri fjármálastöðugleika telur að hagkerfið sé komið á þann stað að Seðlabankinn geti byrjað að lækka stýrivexti. Ákvörðun sín um að hætta í bankanum tengist þó ekki því að hann var ósammála peningastefnunefnd. Honum hafi einfaldlega boðist spennandi starf. 8. apríl 2024 20:00
Seðlabankinn dregur úr útlánagetu bankanna Ákvörðun Seðlabankans um að auka bindiskyldu bankanna dregur úr peningamagni í umferð og getu bankanna til útlána. Seðlabankinn setur aukna bindiskyldu í beint samhengi við kostnaðinn við að eiga mikinn gjaldeyrisforða. 4. apríl 2024 11:40
Þetta eru lykilatriðin í nýjum kjarasamningi Nú klukkan fimm hefst undirskrift fulltrúa Starfsgreinasambandsins, Eflingar og Samiðnar við Samtök atvinnulífsins á tímamótasamningi til fjögurra ára. Samningarnir eru merkilegir vegna hóflegra launahækkana og óvenju langs gildistíma sem er fjögur ár. 7. mars 2024 17:00