Segir lág laun leikskólakennara mýtu Árni Sæberg skrifar 24. apríl 2024 14:02 Árelía Eydís Guðmundsdóttir er formaður skóla- og frístundaráðs í Reykjavíkurborg. Hún er borgarfulltrúi Framsóknarflokksins. Vísir/Vilhelm Borgarfulltrúi Framsóknar segir það mýtu að leikskólakennarar séu á lágum launum. Þeir séu á sambærilegum launum og lögfræðingar hjá borginni. Leikskólamálin voru til umræðu í borgarstjórn í morgun, eins og svo oft áður. Málshefjendur voru fulltrúar Sjálfstæðisflokksins, sem vöktu athygli á stöðu leikskólamála með áberandi hætti í gær. Kolbrún Baldursdóttir, borgarfulltrúi Flokks fólksins, sagði í ræðu sinni að staðan í leikskólamálum væri óþolandi, það væru allir sammála um. Hluti vandans væri að laun leikskólakennara væru ekki góð, þau væru lág. Þá væru starfsaðstæður leikskólakennara ekki upp á marga fiska. Þar nefndi hún til að mynda mygluvanda sem steðjar víða að. Grunnlaunin 725 þúsund á mánuði Árelía Eydís Guðmundsdóttir, borgarfulltrúi Framsóknarflokksins og formaður skóla- og frístundaráðs, tók til máls og sagði fullyrðingar um lág laun leikskólakennara einfaldlega ekki halda vatni. Ræðu hennar má sjá í spilaranum hér að neðan. Hún hafi látið framkvæma úttekt í febrúar þar sem laun leikskólakennara hjá borginni voru borin saman við laun viðskiptafræðinga og lögfræðinga sem starfa hjá borginni. „Leikskólakennari sem er ráðinn hjá okkur er með 725.179, leikskólasérkennari er með 740.375 krónur. Fjármálaráðgjafi er með 742.876 og lögfræðingur er með 789.120. Þess ber að gæta að leikskólakennari sem ráðinn er hjá okkur fær greitt fyrir að borða með börnunum og þar af leiðandi er frítt fæði meðfram. Þannig að sú mýta að leikskólakennarar séu illa borgaðir er einfaldlega ekki rétt.“ Borgin yfirbýður hressilega Samkvæmt gildandi launatöflu á vef Félags leikskólakennara eru grunnlaun leikskólakennara aðeins 608.838 krónur á mánuði, ríflega 116 þúsund krónum lægri en Árelía segir borgina borga. Þá eru grunnlaun leikskólasérkennara sömuleiðis talsvert lægri samkvæmt kjarasamningi, aðeins 622.019 krónur. Það gerir ríflega 118 þúsund krónum minna en grunnlaun hjá borginni. Leikskólar Skóla- og menntamál Reykjavík Borgarstjórn Sveitarstjórnarmál Kjaramál Framsóknarflokkurinn Vinnumarkaður Tengdar fréttir Sjálfstæðisflokkurinn kvelji barnafólk með vettlingagjörningi Einar Þorsteinsson borgarstjóri gefur ekki mikið fyrir mótmæli borgarstjórnarflokks Sjálfstæðisflokksins í ráðhúsinu í dag. Þar lögðu borgarfulltrúar flokksins 1.600 vettlinga sem þau sögðu svipað marga og þau börn sem bíði eftir leikskólaplássi í borginni. 23. apríl 2024 15:55 Sextán hundruð vettlingar fyrir börnin sem bíða Borgarstjórnarflokkur Sjálfstæðisflokksins kom í dag 1.600 barnavettlingum fyrir í Tjarnasal ráðhússins. Svipaður fjölda barna bíði nú eftir leikskólaplássi. Oddviti flokksins, Hildur Björnsdóttir, segir uppátækið ekki síst til þess að minna borgarstjóra á leikskólavandann. 23. apríl 2024 13:20 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Innlent „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Erlent Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Innlent Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira
Leikskólamálin voru til umræðu í borgarstjórn í morgun, eins og svo oft áður. Málshefjendur voru fulltrúar Sjálfstæðisflokksins, sem vöktu athygli á stöðu leikskólamála með áberandi hætti í gær. Kolbrún Baldursdóttir, borgarfulltrúi Flokks fólksins, sagði í ræðu sinni að staðan í leikskólamálum væri óþolandi, það væru allir sammála um. Hluti vandans væri að laun leikskólakennara væru ekki góð, þau væru lág. Þá væru starfsaðstæður leikskólakennara ekki upp á marga fiska. Þar nefndi hún til að mynda mygluvanda sem steðjar víða að. Grunnlaunin 725 þúsund á mánuði Árelía Eydís Guðmundsdóttir, borgarfulltrúi Framsóknarflokksins og formaður skóla- og frístundaráðs, tók til máls og sagði fullyrðingar um lág laun leikskólakennara einfaldlega ekki halda vatni. Ræðu hennar má sjá í spilaranum hér að neðan. Hún hafi látið framkvæma úttekt í febrúar þar sem laun leikskólakennara hjá borginni voru borin saman við laun viðskiptafræðinga og lögfræðinga sem starfa hjá borginni. „Leikskólakennari sem er ráðinn hjá okkur er með 725.179, leikskólasérkennari er með 740.375 krónur. Fjármálaráðgjafi er með 742.876 og lögfræðingur er með 789.120. Þess ber að gæta að leikskólakennari sem ráðinn er hjá okkur fær greitt fyrir að borða með börnunum og þar af leiðandi er frítt fæði meðfram. Þannig að sú mýta að leikskólakennarar séu illa borgaðir er einfaldlega ekki rétt.“ Borgin yfirbýður hressilega Samkvæmt gildandi launatöflu á vef Félags leikskólakennara eru grunnlaun leikskólakennara aðeins 608.838 krónur á mánuði, ríflega 116 þúsund krónum lægri en Árelía segir borgina borga. Þá eru grunnlaun leikskólasérkennara sömuleiðis talsvert lægri samkvæmt kjarasamningi, aðeins 622.019 krónur. Það gerir ríflega 118 þúsund krónum minna en grunnlaun hjá borginni.
Leikskólar Skóla- og menntamál Reykjavík Borgarstjórn Sveitarstjórnarmál Kjaramál Framsóknarflokkurinn Vinnumarkaður Tengdar fréttir Sjálfstæðisflokkurinn kvelji barnafólk með vettlingagjörningi Einar Þorsteinsson borgarstjóri gefur ekki mikið fyrir mótmæli borgarstjórnarflokks Sjálfstæðisflokksins í ráðhúsinu í dag. Þar lögðu borgarfulltrúar flokksins 1.600 vettlinga sem þau sögðu svipað marga og þau börn sem bíði eftir leikskólaplássi í borginni. 23. apríl 2024 15:55 Sextán hundruð vettlingar fyrir börnin sem bíða Borgarstjórnarflokkur Sjálfstæðisflokksins kom í dag 1.600 barnavettlingum fyrir í Tjarnasal ráðhússins. Svipaður fjölda barna bíði nú eftir leikskólaplássi. Oddviti flokksins, Hildur Björnsdóttir, segir uppátækið ekki síst til þess að minna borgarstjóra á leikskólavandann. 23. apríl 2024 13:20 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Innlent „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Erlent Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Innlent Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira
Sjálfstæðisflokkurinn kvelji barnafólk með vettlingagjörningi Einar Þorsteinsson borgarstjóri gefur ekki mikið fyrir mótmæli borgarstjórnarflokks Sjálfstæðisflokksins í ráðhúsinu í dag. Þar lögðu borgarfulltrúar flokksins 1.600 vettlinga sem þau sögðu svipað marga og þau börn sem bíði eftir leikskólaplássi í borginni. 23. apríl 2024 15:55
Sextán hundruð vettlingar fyrir börnin sem bíða Borgarstjórnarflokkur Sjálfstæðisflokksins kom í dag 1.600 barnavettlingum fyrir í Tjarnasal ráðhússins. Svipaður fjölda barna bíði nú eftir leikskólaplássi. Oddviti flokksins, Hildur Björnsdóttir, segir uppátækið ekki síst til þess að minna borgarstjóra á leikskólavandann. 23. apríl 2024 13:20