Við mótmælum sífellt fjandsamlegri aðför íslenskra stjórnvalda að flóttafólki og innflytjendum sem er bersýnileg sem aldrei fyrr í fyrirhuguðum frumvörpum ríkisstjórnar Bjarna Benediktssonar.
Kerfislægur rasismi og hvít yfirburðahyggja
Þess er krafist að fallið verði frá öllum áformum um fangabúðir fyrir fólk á flótta þar sem
lögreglu verður heimilað að færa börn í varðhald. Áformin eru knúin áfram af kerfislægum rasisma, hvítri yfirburðahyggju og þeirri hugmynd þrælahaldsins að hvít yfirstétt geti hneppt brúnt eða svart fólk ífjötra að eigin geðþótta.
Brottvísanir eru ofbeldi
Annað útlendingafrumvarp gerir það næstum ómögulegt að fá alþjóðlega vernd hér á landi ef hún hefur áður verið veitt í löndum á borð við Grikkland en aðstæður flóttafólks í Grikklandi eru hættulegar og ómannúðlegar. Fjöldi mannréttindasamtaka á borð við Rauði krossinn telja aðstæður flóttafólks í Grikklandi ómannúðlegar.
Ógnarstjórn lögregluríkisins
Lögreglufrumvarp sem hefur nú þegar verið lagt fram færir gríðarlegar valdheimildir til lögreglu og heimilar forvirkar rannsóknir og stöðugt eftirlit með fólki sem ekki er grunað um neina glæpi. Þetta er enn eitt dæmi um ríkisofbeldi og fólskuleg árás á borgaraleg réttindi almennings.
Andspyrna án landamæra
Í mótmælaskyni við ítrekuðu ríkisofbeldi stjórnvalda hefur listasamlagið post-dreifing skipulagt andstöðutónleika í samstarfi við samtökin No Borders Iceland. Tónleikarnir verða haldnir á Kex Hostel þann 30. apríl klukkan 19:00.
Nálgast má upplýsingar um tónleikanna hér: https://fb.me/e/8ggpkC8bx
Höfundar eru meðlimir listasamlagsins post-dreifing og samtakanna No Borders Iceland. Vilhjálmur Yngvi Hjálmarsson, Örlygur Steinar Arnaldsson, Sigurhjörtur Pálmason, Simon Valentin Hirt, Kristbjörg Arna E. Þorvaldsdóttir, Ari Logn, Margrét Rut Eddudóttir.