United marði Coventry eftir vítakeppni í undanúrslitum bikarsins um helgina og pressa var á liðinu fyrir leik kvöldsins.
Jayden Bogle kom gestunum yfir snemma leiks en Harry Maguire skoraði annan leikinn í röð til að jafna undir lok fyrri hálfleiks.
Strax í byrjun síðari hálfleiks komst Sheffield yfir á ný með marki Ben Brereton-Díaz en Bruno Fernandes jafnaði af vítapunktinum. Hann skoraði öðru sinni á 81. mínútu til að veita United forystuna og þá skoraði Rasmus Höjlund fjórða markið skömmu síðar til að gera út um leikinn.