Sánchez íhugar að segja af sér vegna meintrar spillingar Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 25. apríl 2024 09:41 Sánchez hefur setið í embætti frá árinu 2018. EPA Pedro Sánchez, forsætisráðherra Spánar og formaður Sósíalistaflokksins, hefur aflýst öllum opinberum störfum sínum út vikuna og segist íhuga að segja af sér. Ástæðuna segir hann vera eineltismál sem hann og konan hans sæti vegna meints spillingarmáls sem eigi ekki við rök að styðjast. Í frétt The Guardian um málið segir að dómur í Madríd hafi ákveðið að hefja rannsókn á fyrirtæki Begoña Gómez, eiginkonu Sánchez, vegna meintrar spillingar og tilraunar til að nýta eigin stöðu til hagsbóta. Sánchez birti í færslu á X í gær þar sem hamm segir allar ásakanir á hendur Gómez sem varða spillingu rógburð. Ásakanirnar hafi leitt til þess að hann íhugi nú alvarlega að segja af sér. Hann segist ætla að opinbera ákvörðun sína á mánudaginn. Carta a la ciudadanía. pic.twitter.com/c2nFxTXQTK— Pedro Sánchez (@sanchezcastejon) April 24, 2024 Tilkynningin kom nokkrum klukkustundum eftir að rannsókn á viðskiptaháttum Gómez var opnuð í kjölfar kvörtunar sem þrýstihópurinn Manos Limpias (Hreinar hendur) lagði fram. Hópurinn hefur tengingar við öfgahægrivæng stjórnmála á Spáni. Í færslunni á X segir Sánchez kvörtunina byggða á fréttaumfjöllun fjölmiðla sem hneigjast til öfgahægrisins. „Eðli málsins samkvæmt mun Begoña verja heiður sinn og hún kemur til með að vinna með réttarkerfinu eins og unnt er til þess að afsanna þær staðreyndir sem fram hafa komið og eru jafn hneykslislegar í útliti og þær eru engar,“ sagði Sánchez á X. Þá sakaði hann pólitísku andstæðinga sína, Alberto Núñez Feijóo, formann íhaldsflokksins PP, og Santiago Abascal, formann öfgahægri-flokksins Vox um samsæri með þrýstihópnum. Tilhæfulaus tilraun þeirra til að steypa honum af stóli með því að ráðast að konu hans væri ekkert annað en einelti og áreiti. Eins og áður segir ætlar hann að ávarpa þjóðina á mánudag og greina frá ákvörðun sinni um hvort hann ætli að segja af sér eða ekki. Spánn Mest lesið Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Selenskí mun funda með Trump Erlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Fleiri fréttir Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Sjá meira
Í frétt The Guardian um málið segir að dómur í Madríd hafi ákveðið að hefja rannsókn á fyrirtæki Begoña Gómez, eiginkonu Sánchez, vegna meintrar spillingar og tilraunar til að nýta eigin stöðu til hagsbóta. Sánchez birti í færslu á X í gær þar sem hamm segir allar ásakanir á hendur Gómez sem varða spillingu rógburð. Ásakanirnar hafi leitt til þess að hann íhugi nú alvarlega að segja af sér. Hann segist ætla að opinbera ákvörðun sína á mánudaginn. Carta a la ciudadanía. pic.twitter.com/c2nFxTXQTK— Pedro Sánchez (@sanchezcastejon) April 24, 2024 Tilkynningin kom nokkrum klukkustundum eftir að rannsókn á viðskiptaháttum Gómez var opnuð í kjölfar kvörtunar sem þrýstihópurinn Manos Limpias (Hreinar hendur) lagði fram. Hópurinn hefur tengingar við öfgahægrivæng stjórnmála á Spáni. Í færslunni á X segir Sánchez kvörtunina byggða á fréttaumfjöllun fjölmiðla sem hneigjast til öfgahægrisins. „Eðli málsins samkvæmt mun Begoña verja heiður sinn og hún kemur til með að vinna með réttarkerfinu eins og unnt er til þess að afsanna þær staðreyndir sem fram hafa komið og eru jafn hneykslislegar í útliti og þær eru engar,“ sagði Sánchez á X. Þá sakaði hann pólitísku andstæðinga sína, Alberto Núñez Feijóo, formann íhaldsflokksins PP, og Santiago Abascal, formann öfgahægri-flokksins Vox um samsæri með þrýstihópnum. Tilhæfulaus tilraun þeirra til að steypa honum af stóli með því að ráðast að konu hans væri ekkert annað en einelti og áreiti. Eins og áður segir ætlar hann að ávarpa þjóðina á mánudag og greina frá ákvörðun sinni um hvort hann ætli að segja af sér eða ekki.
Spánn Mest lesið Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Selenskí mun funda með Trump Erlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Fleiri fréttir Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Sjá meira