Mörkin hafa ekki beinlínis komið á færibandi hjá United þetta tímabilið en liðið hefur aðeins skorað 51 mark í 33 deildarleikjum, samanborið við 82 mörk hjá Arsenal, 75 hjá Liverpool og 76 hjá City. Raunar hafa aðeins níu lið skorað minna en Manchester United í ensku úrvalsdeildinni þetta tímabilið.
Toney, sem er leikmaður Brentford, var dæmdur í átta mánaða keppnisbann í maí á síðasta ári vegna 232 brota á veðmálareglum ensku deildarinnar en sneri aftur á völlinn í janúar og skoraði þá þrennu.
Toney á eitt ár eftir af samningi sínum við Brentford en hinn 28 ára framherji hefur vakið athygli ýmissa stórliða, svo sem Chelsea og Arsenal en launakröfur hans, 250.000 pund á viku, virðast fæla þau lið frá. Háar launakröfur hafa aldrei stöðvað United í að fá til sín leikmenn svo að líkurnar á að hann verði leikmaður liðsins í sumar verða að teljast ágætar.
Verðmiðinn sem Brentford setja á Toney er talinn vera 50 milljónir punda.
Man United have identified Ivan Toney as a potential option in their hunt for a new striker...
— 90min (@90min_Football) April 25, 2024
How would a Hojlund/Toney partnership work out? 💥 pic.twitter.com/Lz6N2YE3L4