Ögurstund og opnunarhóf hjá frambjóðendum Kristín Ólafsdóttir skrifar 25. apríl 2024 19:13 Katrín Jakobsdóttir, Baldur Þórhallsson, Halla Hrund Logadóttir og Guðmundur Felix Grétarsson forsetaframbjóðendur voru öll á fullu í dag. Vísir/Bjarni Útlit er fyrir að tíu verði í framboði til embættis forseta Íslands þann 1. júní næstkomandi, eftir að einn bættist í hóp þeirra sem safnað hafa lágmarksfjölda meðmæla nú síðdegis. Frambjóðendur voru á útopnu í dag, daginn áður en framboðsfrestur rennur út. Veðrið lék við borgarbúa á sumardagin fyrsta aldrei þessu vant, fjölmargir lögðu leið sína niður í bæ. Sumir fengu sér bjór á Austurvelli, aðrir litu inn á kosningaskrifstofur forsetaframbjóðenda. Halla Hrund Logadóttir opnaði kosningamiðstöð sína í Nóatúni; þar var heitt á könnunni og létt yfir viðstöddum. „Ótrúlegt í einu orði sagt. Bjartur og fagur dagur, mikil stemning og endalaus meðbyr. Maður finnur það svo sterkt að fólk vill vera með í liði,“ segir Halla Hrund. Sumargleði og brauðtertur Katrín Jakobsdóttir bauð upp á íburðarmikla dagskrá á sumargleði við Austurvöll síðdegis. „Nú erum við að hefja kosningabaráttuna á höfuðborgarsvæðinu með því að fagna sumri. Það er í raun og veru ekki hægt að reikna neitt út í svona kosningum þannig að ég er mjög sátt við hvernig þetta byrjar. En ég minni á að það er langt í kosningar enn þá þannig að við eigum örugglega eftir að sjá miklar breytingar,“ segir Katrín. Þá svignuðu veisluborð undan brauðtertum við opnun kosningamiðstöðvar Baldurs Þórhallssonar á Grensásvegi. Hann kvaðst gríðarsáttur við mætinguna í dag. „Móttökurnar hafa verið þess eðlis að við erum mjög bjartsýn á framhaldið en auðvitað eru þessar skoðanakannanir aðeins mæling á nákvæmlega þessum tímapunkti. Kosningabaráttan er rétt að byrja,“ segir Baldur. Gefst ekki upp fyrr en í fulla hnefana Og neðst í Bankastrætinu var Guðmundur Felix Grétarsson að safna undirskriftum þegar fréttamaður hitti hann á fjórða tímanum í dag. „Þetta skríður, það er smá í land en vantar herslumuninn bara.“ Guðmundur átti um tvö hundruð undirskriftir eftir þarna á fjórða tímanum og virtist verða nokkuð ágengt við söfnunina. Í fréttinni hér fyrir ofan má sjá þegar Guðmundur nældi í einn meðmælanda. Ertu bjartsýnn á að ná þessu? „Já og nei. Ég allavega hætti ekkert fyrr en í fulla hnefana, fyrst maður er kominn með hnefa til þess að hafa fulla!“ segir Guðmundur Felix. Framboðsfrestur rennur út á morgun. Helga Þórisdóttir var í dag sú tíunda til að tilkynna að hún hefði náð lágmarksfjölda undirskrifta, á ögurstundu. Helga bætist þannig í hóp tíu frambjóðenda sem hafa að eigin sögn safnað að minnsta kosti fimmtán hundruð meðmælum og verða þá að óbreyttu á kjörseðlinum 1. júní. Forseti Íslands Forsetakosningar 2024 Tengdar fréttir Helga Þórisdóttir komin með lágmarksfjölda meðmæla Helga Þórisdóttir er komin með lágmarksfjölda í meðmælasöfnun fyrir framboð sitt til forseta Íslands. Þessu greinir hún frá í tilkynningu. 25. apríl 2024 14:50 Sigríði þykir ólíklegt að hún nái undirskriftum Milli klukkan tíu og tólf á morgun mun Landskjörstjórn taka við framboðum til forseta Íslands. Eins og fram hefur komið þarf frambjóðandi að hafa 1500 undirskriftir til að komast áfram í kjörið. Tíminn er því naumur fyrir frambjóðendur sem ekki hafa náð þeim undirskriftafjölda. Helga Þórisdóttir er bjartsýn en Sigríður Hrund ekki. 25. apríl 2024 12:07 Mest lesið Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Innlent Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Innlent Fleiri fréttir Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Sjá meira
Veðrið lék við borgarbúa á sumardagin fyrsta aldrei þessu vant, fjölmargir lögðu leið sína niður í bæ. Sumir fengu sér bjór á Austurvelli, aðrir litu inn á kosningaskrifstofur forsetaframbjóðenda. Halla Hrund Logadóttir opnaði kosningamiðstöð sína í Nóatúni; þar var heitt á könnunni og létt yfir viðstöddum. „Ótrúlegt í einu orði sagt. Bjartur og fagur dagur, mikil stemning og endalaus meðbyr. Maður finnur það svo sterkt að fólk vill vera með í liði,“ segir Halla Hrund. Sumargleði og brauðtertur Katrín Jakobsdóttir bauð upp á íburðarmikla dagskrá á sumargleði við Austurvöll síðdegis. „Nú erum við að hefja kosningabaráttuna á höfuðborgarsvæðinu með því að fagna sumri. Það er í raun og veru ekki hægt að reikna neitt út í svona kosningum þannig að ég er mjög sátt við hvernig þetta byrjar. En ég minni á að það er langt í kosningar enn þá þannig að við eigum örugglega eftir að sjá miklar breytingar,“ segir Katrín. Þá svignuðu veisluborð undan brauðtertum við opnun kosningamiðstöðvar Baldurs Þórhallssonar á Grensásvegi. Hann kvaðst gríðarsáttur við mætinguna í dag. „Móttökurnar hafa verið þess eðlis að við erum mjög bjartsýn á framhaldið en auðvitað eru þessar skoðanakannanir aðeins mæling á nákvæmlega þessum tímapunkti. Kosningabaráttan er rétt að byrja,“ segir Baldur. Gefst ekki upp fyrr en í fulla hnefana Og neðst í Bankastrætinu var Guðmundur Felix Grétarsson að safna undirskriftum þegar fréttamaður hitti hann á fjórða tímanum í dag. „Þetta skríður, það er smá í land en vantar herslumuninn bara.“ Guðmundur átti um tvö hundruð undirskriftir eftir þarna á fjórða tímanum og virtist verða nokkuð ágengt við söfnunina. Í fréttinni hér fyrir ofan má sjá þegar Guðmundur nældi í einn meðmælanda. Ertu bjartsýnn á að ná þessu? „Já og nei. Ég allavega hætti ekkert fyrr en í fulla hnefana, fyrst maður er kominn með hnefa til þess að hafa fulla!“ segir Guðmundur Felix. Framboðsfrestur rennur út á morgun. Helga Þórisdóttir var í dag sú tíunda til að tilkynna að hún hefði náð lágmarksfjölda undirskrifta, á ögurstundu. Helga bætist þannig í hóp tíu frambjóðenda sem hafa að eigin sögn safnað að minnsta kosti fimmtán hundruð meðmælum og verða þá að óbreyttu á kjörseðlinum 1. júní.
Forseti Íslands Forsetakosningar 2024 Tengdar fréttir Helga Þórisdóttir komin með lágmarksfjölda meðmæla Helga Þórisdóttir er komin með lágmarksfjölda í meðmælasöfnun fyrir framboð sitt til forseta Íslands. Þessu greinir hún frá í tilkynningu. 25. apríl 2024 14:50 Sigríði þykir ólíklegt að hún nái undirskriftum Milli klukkan tíu og tólf á morgun mun Landskjörstjórn taka við framboðum til forseta Íslands. Eins og fram hefur komið þarf frambjóðandi að hafa 1500 undirskriftir til að komast áfram í kjörið. Tíminn er því naumur fyrir frambjóðendur sem ekki hafa náð þeim undirskriftafjölda. Helga Þórisdóttir er bjartsýn en Sigríður Hrund ekki. 25. apríl 2024 12:07 Mest lesið Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Innlent Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Innlent Fleiri fréttir Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Sjá meira
Helga Þórisdóttir komin með lágmarksfjölda meðmæla Helga Þórisdóttir er komin með lágmarksfjölda í meðmælasöfnun fyrir framboð sitt til forseta Íslands. Þessu greinir hún frá í tilkynningu. 25. apríl 2024 14:50
Sigríði þykir ólíklegt að hún nái undirskriftum Milli klukkan tíu og tólf á morgun mun Landskjörstjórn taka við framboðum til forseta Íslands. Eins og fram hefur komið þarf frambjóðandi að hafa 1500 undirskriftir til að komast áfram í kjörið. Tíminn er því naumur fyrir frambjóðendur sem ekki hafa náð þeim undirskriftafjölda. Helga Þórisdóttir er bjartsýn en Sigríður Hrund ekki. 25. apríl 2024 12:07