Innlent

Fimm af tólf skiluðu einungis raf­rænum með­mælum

Atli Ísleifsson skrifar
Kristín Edwald segir að aldrei áður hafi fleiri skilað framboði til forseta Íslands.
Kristín Edwald segir að aldrei áður hafi fleiri skilað framboði til forseta Íslands. Stöð 2

Fimm af þeim tólf sem skiluðu framboðum sínum til forseta Íslands og lista yfir meðmælendur skiluðu einungis rafrænum meðmælum. Sjö frambjóðendur skiluðu bæði rafrænt og á pappír. Aldrei áður hafa svo margir skilað inn framboði til forseta Íslands. 

Þetta sagði Kristín Edwald, formaður landskjörstjórnar, í hádegisfréttum Bylgjunnar í dag. Frestur til að skila framboðum rann út í hádeginu.

„Nú tekur við að fara yfir framboðin hvort þau séu gild, fjölda meðmælenda og allt slíkt, að það sé allt í samræmi við lögin. Það er það sem tekur við hjá okkur í dag og um helgina. Síðan er fundur hjá landskjörstjórn klukkan 11 á mánudag þar sem verður úrskurðað um gildi framboða,“ segir Kristín.

Hún segir að þegar búið verður að úrskurað um gildi framboða á mánudaginn taki við tuttugu tíma kærufrestur þannig að á þriðjudag ætti að vera endanlega ljóst hvaða einstakligar verða í framboði til forseta Íslands.

Þau sem skiluðu framboði og meðmælendalistum í Hörpu í dag eru:

  • Arnar Þór Jónsson
  • Ásdís Rán Gunnarsdóttir
  • Ástþór Magnússon
  • Baldur Þórhallsson
  • Eiríkur Ingi Jóhannsson
  • Halla Hrund Logasóttir
  • Halla Tómasdóttir
  • Helga Þórisdóttir
  • Jón Gnarr
  • Katrín Jakobsdóttir
  • Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir
  • Viktor Traustason

Sjá má viðtalið við Kristínu Edwald í heild sinni í spilaranum að neðan.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×