Innlent

Verði ekki meðvirk frekar en Ólafur Ragnar

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Katrín Jakobsdóttir tekur gleraugun af nefinu eitt augnablik.
Katrín Jakobsdóttir tekur gleraugun af nefinu eitt augnablik. RAX

Katrín Jakobsdóttir segir að bakgrunnur hennar sem stjórnmálamaður muni frekar reynast henni styrkleiki en veikleiki eins og sumir hafi nefnt. Hún verði ekki meðvirk með kunningjum sínum úr stjórnmálum frekar en fyrri forsetar.

Þetta kom fram í máli Katrínar þegar hún mætti til að skila formlega inn framboði sínu með meðmælendalistum í Hörpu í morgun.

Hún var meðal annars spurð út í málskotsréttinn og sagði að honum yrði aðeins beitt ef uppi væru stór og umdeild mál sem sköpuðu gjá milli þings og þjóðar. Þar vísaði Katrín í orð Ólafs Ragnars Grímssonar fyrrverandi forseta í Icesave-deilunni.

Ólafur Ragnar hefði komið úr stjórnmálum og ekki reynst meðvirkur gagnvart fyrrverandi flokksfélögum. Það yrði hún ekki heldur gagnvart sínum fyrrverandi flokksfélögum í Vinstri grænum.


Tengdar fréttir

Rifjaði upp þegar forsetinn bjargaði landinu

Helga Þórisdóttir forstjóri Persónuverndar sagðist öllu vön að mæta á tónleika í Hörpu en það væri öðruvísi að skila inn framboði til forseta. Stórkostleg stund, sagði Helga.

„Þessi ákvörðun var ekki tekin í Valhöll“

Friðjón R. Friðjónsson, borgarfulltrúi Sjálfstæðismanna, hefur gengið til liðs við kosningateymi Katrínar Jakobsdóttur í komandi forsetakosningum. Sem þykja tíðindi á ýmsum bæjum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×