Innlent

Með hundruð sjálf­boða­liða í liði sínu

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Halla Hrund í Hörpu í morgun.
Halla Hrund í Hörpu í morgun. RAX

Halla Hrund Logadóttir vill með framboði sínu til forseta sá þeim fræjum að framtíðin verði ekki bara hennar kynslóðar heldur komandi kynslóða. Framtíðin eigi landið að.

Þetta kom fram í máli Höllu Hrundar í Hörpu í morgun þegar hún skilaði inn meðmælalista sínum til framboðs forseta Íslands.

Halla Hrund sagðist í viðtali við Heimi Má Pétursson vinna að framboði sínu með hundruðum sjálfboðaliða í takt við áherslur framboðsins. Hún finnur að fólk vilji vinna að þeim gildum sem hún standi fyrir.

Eins og í heyskapnum sé ekki það ekki bara verkin sem vinnist heldur gleðin sem kvikni. Þjóðin þurfi á gleði að halda til að geta mætta framtíðinni af styrk.


Tengdar fréttir

Verði ekki meðvirk frekar en Ólafur Ragnar

Katrín Jakobsdóttir segir að bakgrunnur hennar sem stjórnmálamaður muni frekar reynast henni styrkleiki en veikleiki eins og sumir hafi nefnt. Hún verði ekki meðvirk með kunningjum sínum úr stjórnmálum frekar en fyrri forsetar.

Rifjaði upp þegar forsetinn bjargaði landinu

Helga Þórisdóttir forstjóri Persónuverndar sagðist öllu vön að mæta á tónleika í Hörpu en það væri öðruvísi að skila inn framboði til forseta. Stórkostleg stund, sagði Helga.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×