„Ísdrottningin myndi bráðna ef hér kæmi kjarnorkusprengja“ Jakob Bjarnar skrifar 26. apríl 2024 14:37 Ástþór sagði að Ísdrottningin myndi bráðna ef hingað kemur kjarnorkusprengja. vísir/vilhelm Ásdís Rán Gunnarsdóttir, Ástþór Magnússon og Arnar Þór Jónsson eru gestir Pallborðsins sem sýnt var í beinni útsendingu á Vísi. Arnar Þór, Ástþór og Ásdís Rán hafa ekki látið slakt gengi í skoðanakönnunum á sig fá og þegar Ásdís skilaði inn framboði sínu í Hörpu í dag sagði hún vera „kona með kjark“. Rímar ekki við upplifun Arnars Arnar var fyrst spurður hvort hann gerði sér vonir um að ná í embættið, en hann hefur verið að mælast með um þrjú prósent. Arnar gaf ekki, frekar en kollegar hans tveir, mikið fyrir skoðanakannanir. „Þetta rímar ekki við mínar væntingar og ekki heldur upplifun. Ég tek þessum könnunum með fyrirvara og við verðum að spyrja að leikslokum.“ Arnar sagði að fjölmiðlar yrðu að gefa þeim sem ekki væru eins þekktir tækifæri til að kynna sig. Og hann átaldi fjölmiðla fyrir að elta skoðanakannanir en það væri fólkið sem kysi, það væri fólkið sem myndi ráða því hver yrði forseti. Þarna má ef til vill greina ákveðna mótsögn en Arnar Þór sagðist vonast til þess að honum veittist tækifæri til að kynna sig rækilega á næstu fjórum vikum. „Ég vona að þjóðin fái að kynnast mér.“ Ásdís ætlar að ræna forsetaembættinu Ásdís Rán sagðist eins og landkönnuður á nýju sviði. Þetta væri spennandi og í raun þjálfun fyrir sig. „Fólk er að klóra sér í hausnum af hverju ég er komin á þetta svið en ég vil vera innblástur fyrir þjóðina. Ef þú trúir á sjálfa þig er allt hægt. Ef þú leggur metnað og vinnu í það.“ Ásdís sagði að sér hafi tekist þetta. „Næst ætla ég að ræna forsetaembættinu.“ Hún sagði kosningabaráttuna skipta öllu máli og hún gaf lítið sem ekkert fyrir skoðanakannanir þær sem hafa litið dagsins ljós. Hún hafi ekki einu sinni fengið að vera með í þeim mörgum. Hún minnti á það þegar Halla Tómasdóttir var að mælast með eitt prósent í kosningum 2016 en hún hafi svo rokið upp í tæp 30 prósent. „Gallup er með lista af konum sem sitja heima og svara könnunum og þetta er lítill markhópur,“ sagði Ásdís Rán og hvatti fólk til að vera ekki með hjarðhegðun og elta það sem RÚV kjósi að auglýsa. Ástþór mætti í vígahug til leiks. Pallborðið er á Vísi, núna.vísir/vilhelm Ástþór er þaulvanur forsetakosningum og það var spurt hvort ekki væri fullreynt með hann? „Jahh, hefur þú lesið þessa bók?“ spurði Ástþór á móti og veifaði bók sinni Virkjum Bessastaði. Hann sagði að hún væri meira að segja til í nýrri rafrænni útgáfu. Hann lýsti því þegar hann var fangelsaður fyrir að mótmæla innrásinni í Írak, en í bókinni væri að finna hugmyndafræðina um hvernig við virkjum embætti forseta íslands í friðarmálum. Þarna væru þremur sýnum lýst. Bókin væri í raun spádómur. Heimildin ætti að skila styrkjum sínum Ásdís Rán skaut því inní hvort það væri þá lýst því að hún myndi ræna kosningunum en Ástþór sagði að Ísdrottningin myndi bráðna fljótt ef hér kæmi kjarnorkusprengja. „Það þarf að fara til Moskvu og ná friðarsamningum.“ Ástþór fór hratt yfir sögu, rifjaði upp tíma flokksblaðanna en menn vissu þó fyrir hvað þeir stóðu en því væri ekki að heilsa í dag. Hann gerði þá Heimildina að umfjöllunarefni, fjölmiðil sem hefði fengið hundrað milljónir af almannafé til að gera skoðanakönnun og út frá þeirri fölsku könnun væru svo drottningarviðtöl við tiltekna frambjóðendur. „Heimildin ætti að skila þessum peningum.“ „Þetta er ábyrgðarhluti, grundvallarhluti hvers samfélags er lýðræði. Gert fyrir framboð könnun sem var skipulega hönnuð til að ná fram vissri niðurstöðu til að hampa einu framboði umfram annað.“ Ástþór sagði fjölmiðlafólk ekki spá neitt í þetta. „Gallup er samofið einum frambjóðanda. Hvað er að marka þetta rugl?“ Pallborðið Forsetakosningar 2024 Tengdar fréttir Pallborðið: Forsetakapallinn og ríkisstjórn án Katrínar Talið er næsta víst að Katrín Jakobsdóttir muni áður en vikan er úti gefa kost á sér til embætti forseta Íslands og um leið biðjast lausnar sem forsætisráðherra landsins. 4. apríl 2024 10:21 Mest lesið Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Innlent Egill Þór er látinn Innlent Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Innlent Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Erlent Gleðileg jól, kæru lesendur Innlent Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Innlent Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? Innlent Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Varað við ferðalögum víða um land Innlent Fleiri fréttir Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Sjá meira
Arnar Þór, Ástþór og Ásdís Rán hafa ekki látið slakt gengi í skoðanakönnunum á sig fá og þegar Ásdís skilaði inn framboði sínu í Hörpu í dag sagði hún vera „kona með kjark“. Rímar ekki við upplifun Arnars Arnar var fyrst spurður hvort hann gerði sér vonir um að ná í embættið, en hann hefur verið að mælast með um þrjú prósent. Arnar gaf ekki, frekar en kollegar hans tveir, mikið fyrir skoðanakannanir. „Þetta rímar ekki við mínar væntingar og ekki heldur upplifun. Ég tek þessum könnunum með fyrirvara og við verðum að spyrja að leikslokum.“ Arnar sagði að fjölmiðlar yrðu að gefa þeim sem ekki væru eins þekktir tækifæri til að kynna sig. Og hann átaldi fjölmiðla fyrir að elta skoðanakannanir en það væri fólkið sem kysi, það væri fólkið sem myndi ráða því hver yrði forseti. Þarna má ef til vill greina ákveðna mótsögn en Arnar Þór sagðist vonast til þess að honum veittist tækifæri til að kynna sig rækilega á næstu fjórum vikum. „Ég vona að þjóðin fái að kynnast mér.“ Ásdís ætlar að ræna forsetaembættinu Ásdís Rán sagðist eins og landkönnuður á nýju sviði. Þetta væri spennandi og í raun þjálfun fyrir sig. „Fólk er að klóra sér í hausnum af hverju ég er komin á þetta svið en ég vil vera innblástur fyrir þjóðina. Ef þú trúir á sjálfa þig er allt hægt. Ef þú leggur metnað og vinnu í það.“ Ásdís sagði að sér hafi tekist þetta. „Næst ætla ég að ræna forsetaembættinu.“ Hún sagði kosningabaráttuna skipta öllu máli og hún gaf lítið sem ekkert fyrir skoðanakannanir þær sem hafa litið dagsins ljós. Hún hafi ekki einu sinni fengið að vera með í þeim mörgum. Hún minnti á það þegar Halla Tómasdóttir var að mælast með eitt prósent í kosningum 2016 en hún hafi svo rokið upp í tæp 30 prósent. „Gallup er með lista af konum sem sitja heima og svara könnunum og þetta er lítill markhópur,“ sagði Ásdís Rán og hvatti fólk til að vera ekki með hjarðhegðun og elta það sem RÚV kjósi að auglýsa. Ástþór mætti í vígahug til leiks. Pallborðið er á Vísi, núna.vísir/vilhelm Ástþór er þaulvanur forsetakosningum og það var spurt hvort ekki væri fullreynt með hann? „Jahh, hefur þú lesið þessa bók?“ spurði Ástþór á móti og veifaði bók sinni Virkjum Bessastaði. Hann sagði að hún væri meira að segja til í nýrri rafrænni útgáfu. Hann lýsti því þegar hann var fangelsaður fyrir að mótmæla innrásinni í Írak, en í bókinni væri að finna hugmyndafræðina um hvernig við virkjum embætti forseta íslands í friðarmálum. Þarna væru þremur sýnum lýst. Bókin væri í raun spádómur. Heimildin ætti að skila styrkjum sínum Ásdís Rán skaut því inní hvort það væri þá lýst því að hún myndi ræna kosningunum en Ástþór sagði að Ísdrottningin myndi bráðna fljótt ef hér kæmi kjarnorkusprengja. „Það þarf að fara til Moskvu og ná friðarsamningum.“ Ástþór fór hratt yfir sögu, rifjaði upp tíma flokksblaðanna en menn vissu þó fyrir hvað þeir stóðu en því væri ekki að heilsa í dag. Hann gerði þá Heimildina að umfjöllunarefni, fjölmiðil sem hefði fengið hundrað milljónir af almannafé til að gera skoðanakönnun og út frá þeirri fölsku könnun væru svo drottningarviðtöl við tiltekna frambjóðendur. „Heimildin ætti að skila þessum peningum.“ „Þetta er ábyrgðarhluti, grundvallarhluti hvers samfélags er lýðræði. Gert fyrir framboð könnun sem var skipulega hönnuð til að ná fram vissri niðurstöðu til að hampa einu framboði umfram annað.“ Ástþór sagði fjölmiðlafólk ekki spá neitt í þetta. „Gallup er samofið einum frambjóðanda. Hvað er að marka þetta rugl?“
Pallborðið Forsetakosningar 2024 Tengdar fréttir Pallborðið: Forsetakapallinn og ríkisstjórn án Katrínar Talið er næsta víst að Katrín Jakobsdóttir muni áður en vikan er úti gefa kost á sér til embætti forseta Íslands og um leið biðjast lausnar sem forsætisráðherra landsins. 4. apríl 2024 10:21 Mest lesið Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Innlent Egill Þór er látinn Innlent Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Innlent Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Erlent Gleðileg jól, kæru lesendur Innlent Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Innlent Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? Innlent Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Varað við ferðalögum víða um land Innlent Fleiri fréttir Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Sjá meira
Pallborðið: Forsetakapallinn og ríkisstjórn án Katrínar Talið er næsta víst að Katrín Jakobsdóttir muni áður en vikan er úti gefa kost á sér til embætti forseta Íslands og um leið biðjast lausnar sem forsætisráðherra landsins. 4. apríl 2024 10:21