Innlent

Veislu­höld for­seta séu barns síns tíma

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Arnar Þór Jónsson ásamt Hrafnhildi Sigurðardóttur eiginkonu sinni.
Arnar Þór Jónsson ásamt Hrafnhildi Sigurðardóttur eiginkonu sinni. RAX

Arnar Þór Jónsson forsetaframbjóðandi segir að upp séu runnir mjög alvarlegir tímar í sögu þjóðar. Sá tími sem forseti sé fyrst og fremst við veisluhöld sé liðinn.

Þetta kom fram í máli Arnars Þórs þegar hann mætti í Hörpu í morgun til að skila inn meðmælalista sínum til framboðs forseta Íslands. Hann sagði að þjóðin þyrfti að taka ábyrgð á framtíð sinni og nútíð.

Forseti geti ekki verið í veislum og partýjum heldur þurfi að axla sína ábyrgð. Þar á meðal að hafa auga með þeirri löggjöf sem streymi inn í gegnum alfarið bremslulaust stjórnarfar.

Þá þurfi að virkja embættismannakerfið, verja stjórnarfar og stjórnarskrá. Synjunarheimild forseta yrði þó þrautalending en forseti geti gegnt veigamiklu hlutverki sem öryggisventill.


Tengdar fréttir

Trúnaðarsamtöl við forsætisráðherra lykilatriði

Baldur Þórhallsson segir mjög mikilvægt að forseti Íslands líti yfir öxlina á þingheimi til að tryggja að þingið fari ekki fram úr sér. Þar séu einkasamtöl forseta og forsætisráðherra lykilatriði.

Sprakk úr hlátri

Jón Gnarr segist ólíklegur til að beita málskotsréttinum nema í öfgatilfellum eins og ef lægi fyrir Alþingi að leiða dauðarefsingar í lög. Þá myndi hann mótmæla því sem forseti og leggja í hendur þjóðarinnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×