Innlent

Stór gos­sprunga gæti opnast fyrir­vara­laust

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Hádegisfréttir Bylgjunnar verða á sínum stað á slaginu 12.
Hádegisfréttir Bylgjunnar verða á sínum stað á slaginu 12.

Ný stór gosprunga getur opnast á hverri stundu og fyrirvaralaust við Sundhnúksgíga að sögn fagstjóra hjá Veðurstofu Íslands. Lögreglan á Suðurnesjum biðlar til fólks að fara ekki fótgangandi að núverandi gosi.

Við fjöllum um stöðuna á Reykjanesskaga í hádegisfréttum Bylgjunnar á slaginu 12 og ræðum einnig við lögreglusjórann á Suðurnesjum um ágang gangandi vegfarenda. 

Prófessor í stjórnmálafræði segir að allt stefni í að ein mest spennandi kosningabarátta síðari tíma sé hafin. Margt eigi eftir að skýrast á næstu vikum og ekkert fast í hendi, eins og til að mynda mikið fylgi Höllu Hrundar Logadóttur. 

Við heyrum í Bergi Vilhjálmssyni sem er í þann mund að klára andlegt og líkamlegt þrekvirki til styrktar Píeta-samtökunum og Magnús Hlynur segir okkur frá fjörlegri dagskrá á bæjarhátíðinni Vor í Vík sem haldin er nú um helgina.

Klippa: Hádegisfréttir Bylgjunnar 27. apríl 2024



Fleiri fréttir

Sjá meira


×