Er fyrirmyndarríkið Ísland í ruslflokki í sorpmálum? Sigurður Páll Jónsson skrifar 27. apríl 2024 12:30 Flokkun á sorpi er að færast í aukana og er það vel, en hvað svo? Félagi minn sem var á ferð fyrir vestan sá þrjár sorptunnur fyrir utan heimili eitt, sem er varla frásögu færandi, nema að á eina tunnuna var skrifað „Fíflholt“ á aðra „Danmörk“ og á þriðju „Svíþjóð“. Þessi ágæti sorptunnueigandi hefur sjálfsagt eins og aðrir Íslendingar orðið fyrir vonbrigðum þegar misjafnar fréttir berast af örlögum sorps sem flokkað hefur verið samviskusamlega. Öll viljum við ganga af virðingu um náttúruna og sumum liggur svo mikið á hjarta í umræðunni að þeir flokka fólk eftir eigin höfði eftir því hvaða skoðanir hver og einn hefur á verndun og umgengni við náttúruöflin. Þar koma umbúðir og innihald við sögu. Urðun á sorpi er á nokkrum stöðum á Íslandi og eru langtíma áhrif þess á náttúruna óviss. Til lengri tíma litið hljóta að koma fram mengunarþættir í nágrenni urðunarstöðva sem eru óafturkræfir. Mikið af þessu sorpi er ekið um langan veg með tilheyrandi tilkostnaði og kolefnissporum, auk slita á ónýtum vegum. Yfirvöld eru að sópa rusli þessu undir teppið! Mörg þúsund tonn af brennanlegu sorpi eru sett í skip og siglt með erlendis, þar sem það er brennt í sérútbúnum sorpbrennslum sem framleiða mikla orku úr þeim bruna. Orkuskortur víða erlendis er það mikill að sorp þetta er þar gulls ígildi. Yfirvöld hér heima eru að fleygja þessu rusli í garðinn hjá nágrannanum sem býr til verðmæti úr því í staðinn. Sorpbrennslur þessar eru orðnar það tæknivæddar að einstaklingar sem búa í nágrenni við þær verða ekki varir við neina mengun eða hávaða. Á síðasta kjörtímabili mælti Karl Gauti Hjaltason og Miðflokkurinn þrisvar sinnum fyrir þingsályktun um byggingu hátæknisorpbrennslustöðvar. Samband íslenskra sveitarfélaga á þeim tíma var mjög áhugasamt um þessa lausn á sorpmálum og sagði meðal annars í umsögn: Samanborið við urðun er brennsla úrgangs með fullnægjandi orkuvinnslu umhverfisvænni kostur! Og einnig: Útflutningur úrgangs stríðir þvert gegn þeirri meginreglu umhverfisréttar að leysa skuli mengunarmál eins nálægt upprunastað og kostur er! Svefndrungi hefur verið um þessa lausn síðan þá og er furðulegt að þáverandi og núverandi umhverfis ráðherrar vildu ekkert með þetta gera. Annar þeirra er yfirlýstur náttúruverndarsinni og fyrrverandi formaður landverndar, hinn yfirlýstur orkuáhyggjuskortsvindmyllusinni. En þeir eiga það sameiginlegt að vera umburðarlitlir um skoðanir annara. Höfundur er varaþingmaður Miðflokksins í NV kjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigurður Páll Jónsson Sorphirða Danmörk Svíþjóð Miðflokkurinn Mest lesið Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir Skoðun Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun Aulatal um að Evrópa sé veik og getulaus Ole Anton Bieltvedt Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson Skoðun Metnaðarfull markmið og stórir sigrar Halla Helgadóttir Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson Skoðun „Evrópa er í hnignun“ – Er það samt? Lítum aðeins á söguna Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Sjö mýtur um loftslagsbreytingar Kristinn Már Hilmarsson,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun Vilja Ísland í sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Nýr vettvangur samskipta? Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar Skoðun Vilja Ísland í sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Blikkandi viðvörunarljós Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Evrópa er í hnignun“ – Er það samt? Lítum aðeins á söguna Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Metnaðarfull markmið og stórir sigrar Halla Helgadóttir skrifar Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson skrifar Skoðun Aulatal um að Evrópa sé veik og getulaus Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson skrifar Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar – byggjum á trausti, ekki tortryggni Helga Kristín Kolbeins skrifar Skoðun Fé án hirðis Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Gæludýr geta dimmu í dagsljós breytt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Myllan sem mala átti gull Andrés Kristjánsson skrifar Skoðun Sjö mýtur um loftslagsbreytingar Kristinn Már Hilmarsson,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pírati pissar í skóinn sinn Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Fáum presta aftur inn í skólana Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Rösk og reiðubúin fyrir landsbyggðina Hópur Röskvuliða skrifar Skoðun Icelandic Learning is a Gendered Health Issue Logan Lee Sigurðsson skrifar Skoðun Goðsögnin um UFS-sjóði sem róttækar „woke"- fjárfestingar Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Framtíð Öskjuhlíðar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vanhæfur Sjálfstæðisflokkur Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Mælt fyrir miklum kjarabótum öryrkja og aldraðra Inga Sæland skrifar Skoðun Mannréttindabrot og stríðsglæpir Rússa í Úkraínu Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Getur Sturlunga snúið aftur? Leifur B. Dagfinnsson skrifar Sjá meira
Flokkun á sorpi er að færast í aukana og er það vel, en hvað svo? Félagi minn sem var á ferð fyrir vestan sá þrjár sorptunnur fyrir utan heimili eitt, sem er varla frásögu færandi, nema að á eina tunnuna var skrifað „Fíflholt“ á aðra „Danmörk“ og á þriðju „Svíþjóð“. Þessi ágæti sorptunnueigandi hefur sjálfsagt eins og aðrir Íslendingar orðið fyrir vonbrigðum þegar misjafnar fréttir berast af örlögum sorps sem flokkað hefur verið samviskusamlega. Öll viljum við ganga af virðingu um náttúruna og sumum liggur svo mikið á hjarta í umræðunni að þeir flokka fólk eftir eigin höfði eftir því hvaða skoðanir hver og einn hefur á verndun og umgengni við náttúruöflin. Þar koma umbúðir og innihald við sögu. Urðun á sorpi er á nokkrum stöðum á Íslandi og eru langtíma áhrif þess á náttúruna óviss. Til lengri tíma litið hljóta að koma fram mengunarþættir í nágrenni urðunarstöðva sem eru óafturkræfir. Mikið af þessu sorpi er ekið um langan veg með tilheyrandi tilkostnaði og kolefnissporum, auk slita á ónýtum vegum. Yfirvöld eru að sópa rusli þessu undir teppið! Mörg þúsund tonn af brennanlegu sorpi eru sett í skip og siglt með erlendis, þar sem það er brennt í sérútbúnum sorpbrennslum sem framleiða mikla orku úr þeim bruna. Orkuskortur víða erlendis er það mikill að sorp þetta er þar gulls ígildi. Yfirvöld hér heima eru að fleygja þessu rusli í garðinn hjá nágrannanum sem býr til verðmæti úr því í staðinn. Sorpbrennslur þessar eru orðnar það tæknivæddar að einstaklingar sem búa í nágrenni við þær verða ekki varir við neina mengun eða hávaða. Á síðasta kjörtímabili mælti Karl Gauti Hjaltason og Miðflokkurinn þrisvar sinnum fyrir þingsályktun um byggingu hátæknisorpbrennslustöðvar. Samband íslenskra sveitarfélaga á þeim tíma var mjög áhugasamt um þessa lausn á sorpmálum og sagði meðal annars í umsögn: Samanborið við urðun er brennsla úrgangs með fullnægjandi orkuvinnslu umhverfisvænni kostur! Og einnig: Útflutningur úrgangs stríðir þvert gegn þeirri meginreglu umhverfisréttar að leysa skuli mengunarmál eins nálægt upprunastað og kostur er! Svefndrungi hefur verið um þessa lausn síðan þá og er furðulegt að þáverandi og núverandi umhverfis ráðherrar vildu ekkert með þetta gera. Annar þeirra er yfirlýstur náttúruverndarsinni og fyrrverandi formaður landverndar, hinn yfirlýstur orkuáhyggjuskortsvindmyllusinni. En þeir eiga það sameiginlegt að vera umburðarlitlir um skoðanir annara. Höfundur er varaþingmaður Miðflokksins í NV kjördæmi.
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun
Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson Skoðun
Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar
Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar
Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar
Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun
Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson Skoðun