Uppgangur Höllu Hrundar fari fyrir brjóstið á „valdastéttinni“ Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 27. apríl 2024 16:07 Steinunn Ólína gerir niðurstöður nýjustu skoðanakannana að umjöllunarefni sínu. Vísir/Samsett Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir, leikkona og forsetaframbjóðandi, segir að það sem hún kallar íslensku valdastéttina sé orðin örvæntingarfull vegna niðurstaðna skoðanakannana. Hið háa fylgi Höllu Hrundar samkvæmt nýjustu tölum hafi farið fyrir brjóstið á þessari valdastétt. Hún segir jafnframt að ráðning Friðjóns R. Friðjónssonar, borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins, til kosningateymis Katrínar Jakobsdóttur lýsi örvæntingu, en að íslenskur almenningur sjái í gegnum það. Mikið hefur borið á umfjöllun um afstöðu Baldurs Þórhallssonar, forsetaframbjóðanda sem nýtur mikils fylgis, til Icesave-málsins. Í gær sagðist hann ekki muna hvernig hann greiddi atkvæði í þjóðaratkvæðagreiðslunum um málið á sínum tíma. Steinunn tekur þetta fyrir ásamt því að Karen Kjartansdóttir, kosningastjóri Höllu Hrundar, hafi gegnt störfum fyrir Orkustofnun eftir að kosningabaráttu Höllu byrjaði, fyrir og segir vera dæmi um áróður. „Niðurstaða skoðanakannana gærdagsins fóru mjög fyrir brjóstið á Íslenskri valdastétt. Hin unga Halla Hrund skýst nú fram úr öðrum frambjóðendum. Nú skulu allir líka meðvitaðir vera um að ráðning Friðjóns til framboðs Katrínar Jakobsdóttur lýsir örvæntingu. Friðjón sem er besti vinur Bjarna Benediktssonar er tekinn til starfa og verkin skulu menn læra að sjá, þekkja og afskrifa strax sem áróður,“ skrifar Steinunn í færslu sem hún birti á síðu sína á Facebook. Þá segir Steinunn fjarri sanni að framboð hennar sé einhvers konar persónuleg árás á Katrínu Jakobsdóttur. „Ég hef gagnrýnt ríkisstjórn hennar eins og reyndar stærsti hluti þjóðarinnar og er furðu lostin eins og landsmenn yfir síðasta embættisverki hennar sem var að leggja inn í þingið frumvarp um lagareldi sem er frumvarp um afsal þjóðar á auðlindum sínum,“ segir Steinunn. „Ég hef meiri trú á íslenskum almenningi en svo að fólk sjái ekki í gegn um þessa örvæntingu,“ skrifar hún að lokum. Forsetakosningar 2024 Forseti Íslands Tengdar fréttir Fylgi Höllu Hrundar ekki fast í hendi Prófessor í stjórnmálafræði segir ekkert enn fast í hendi um það hver taki forystu í forsetakapphlaupinu. Halla Hrund mælist nú með mest fylgi en það geti breyst á næstu vikum. Hann segir stefna í mjög spennandi kosningar. Það sé ágalli á kerfi að forseti geti verið kjörinn með lágu hlutfalli atkvæða. 27. apríl 2024 11:10 Halla Hrund mælist með mest fylgi allra frambjóðenda Halla Hrund Logadóttir mælist með mest fylgi forsetaframbjóðenda samkvæmt nýrri könnun Maskínu og bætir við sig tæpum sextán prósentum milli kannana. Ekki er þó marktækur munur á henni og næstu frambjóðendum á eftir, Katrínu Jakobsdóttur og Baldri Þórhallssyni. 26. apríl 2024 18:33 Mest lesið Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent Læti í miðbænum og í veðrinu Innlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fleiri fréttir Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Sjá meira
Hún segir jafnframt að ráðning Friðjóns R. Friðjónssonar, borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins, til kosningateymis Katrínar Jakobsdóttur lýsi örvæntingu, en að íslenskur almenningur sjái í gegnum það. Mikið hefur borið á umfjöllun um afstöðu Baldurs Þórhallssonar, forsetaframbjóðanda sem nýtur mikils fylgis, til Icesave-málsins. Í gær sagðist hann ekki muna hvernig hann greiddi atkvæði í þjóðaratkvæðagreiðslunum um málið á sínum tíma. Steinunn tekur þetta fyrir ásamt því að Karen Kjartansdóttir, kosningastjóri Höllu Hrundar, hafi gegnt störfum fyrir Orkustofnun eftir að kosningabaráttu Höllu byrjaði, fyrir og segir vera dæmi um áróður. „Niðurstaða skoðanakannana gærdagsins fóru mjög fyrir brjóstið á Íslenskri valdastétt. Hin unga Halla Hrund skýst nú fram úr öðrum frambjóðendum. Nú skulu allir líka meðvitaðir vera um að ráðning Friðjóns til framboðs Katrínar Jakobsdóttur lýsir örvæntingu. Friðjón sem er besti vinur Bjarna Benediktssonar er tekinn til starfa og verkin skulu menn læra að sjá, þekkja og afskrifa strax sem áróður,“ skrifar Steinunn í færslu sem hún birti á síðu sína á Facebook. Þá segir Steinunn fjarri sanni að framboð hennar sé einhvers konar persónuleg árás á Katrínu Jakobsdóttur. „Ég hef gagnrýnt ríkisstjórn hennar eins og reyndar stærsti hluti þjóðarinnar og er furðu lostin eins og landsmenn yfir síðasta embættisverki hennar sem var að leggja inn í þingið frumvarp um lagareldi sem er frumvarp um afsal þjóðar á auðlindum sínum,“ segir Steinunn. „Ég hef meiri trú á íslenskum almenningi en svo að fólk sjái ekki í gegn um þessa örvæntingu,“ skrifar hún að lokum.
Forsetakosningar 2024 Forseti Íslands Tengdar fréttir Fylgi Höllu Hrundar ekki fast í hendi Prófessor í stjórnmálafræði segir ekkert enn fast í hendi um það hver taki forystu í forsetakapphlaupinu. Halla Hrund mælist nú með mest fylgi en það geti breyst á næstu vikum. Hann segir stefna í mjög spennandi kosningar. Það sé ágalli á kerfi að forseti geti verið kjörinn með lágu hlutfalli atkvæða. 27. apríl 2024 11:10 Halla Hrund mælist með mest fylgi allra frambjóðenda Halla Hrund Logadóttir mælist með mest fylgi forsetaframbjóðenda samkvæmt nýrri könnun Maskínu og bætir við sig tæpum sextán prósentum milli kannana. Ekki er þó marktækur munur á henni og næstu frambjóðendum á eftir, Katrínu Jakobsdóttur og Baldri Þórhallssyni. 26. apríl 2024 18:33 Mest lesið Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent Læti í miðbænum og í veðrinu Innlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fleiri fréttir Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Sjá meira
Fylgi Höllu Hrundar ekki fast í hendi Prófessor í stjórnmálafræði segir ekkert enn fast í hendi um það hver taki forystu í forsetakapphlaupinu. Halla Hrund mælist nú með mest fylgi en það geti breyst á næstu vikum. Hann segir stefna í mjög spennandi kosningar. Það sé ágalli á kerfi að forseti geti verið kjörinn með lágu hlutfalli atkvæða. 27. apríl 2024 11:10
Halla Hrund mælist með mest fylgi allra frambjóðenda Halla Hrund Logadóttir mælist með mest fylgi forsetaframbjóðenda samkvæmt nýrri könnun Maskínu og bætir við sig tæpum sextán prósentum milli kannana. Ekki er þó marktækur munur á henni og næstu frambjóðendum á eftir, Katrínu Jakobsdóttur og Baldri Þórhallssyni. 26. apríl 2024 18:33