Newcastle setti met þegar það skaut Sheffield niður um deild Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 27. apríl 2024 16:15 Sheffield United leikur í Championship-deildinni, ensku B-deildinni, á næstu leiktíð. Robbie Jay Barratt/Getty Images Sheffield United er fallið úr ensku úrvalsdeild karla í fótbolta. Þetta var endanlega staðfest eftir að Sheffield tapaði 5-1 fyrir Newcastle United í dag en á sama tíma settu Norðanmenn met. Þegar liðin mættust í Sheffield fór Newcastle með 8-0 sigur af hólmi. Þó leik liðanna í dag hafi lokið með 5-1 sigri Newcastle þá komust gestirnir í Sheffield óvænt yfir í upphafi leiks. Anel Ahmedhodžić með markið eftir sendingu Gustavo Hamer. Það tók heimamenn smá stund að ná áttum en um miðbik fyrri hálfleiks jafnaði Alexander Isak metin eftir sendingu Jacob Murphy. Staðan 1-1 í hálfleik en á rúmum tíu mínútna kafla í síðari hálfleik gerðu heimamenn út um leikinn. Hinn brasilíski Bruno Guimarães skoraði á 54. mínútu eftir sendingu Anthony Gordon og skömmu síðar fékk Newcastle vítaspyrnu sem Isak skoraði úr. Þá varð Ben Osborn fyrir því óláni að skora sjálfsmark á 65. mínútu og staðan orðin 4-1. Varamennirnir Callum Wilson og Harvey Barnes teiknuðu svo upp síðasta mark leiksins þegar sá fyrrnefndi skoraði eftir sendingu frá Barnes. Lokatölur 5-1 og aldrei hefur lið skorað jafn mörg mörk gegn einum og sama andstæðingnum á einu tímabili í ensku úrvalsdeildinni. Alls skoraði Newcastle 13 mörk í tveimur deildarleikjum gegn Sheffield. 🔥 - Newcastle United (@NUFC) break the @premierleague record for most goals against a specific opponent in a single season:Bramall Lane: ⚽️⚽️⚽️⚽️⚽️⚽️⚽️⚽️St James' Park: ⚽️⚽️⚽️⚽️⚽️#NEWSHU #NUFC pic.twitter.com/xWqkbXVl4T— Gracenote Live (@GracenoteLive) April 27, 2024 Newcastle er nú með 53 stig í 7. sæti, stigi á eftir Manchester United þegar bæði lið eiga fjóra leiki eftir. Sheffield situr á botninum með 16 stig að loknum 35 leikjum og er fallið. Sheffield United are relegated from the Premier League ⬇️ pic.twitter.com/WW4jeaPs5F— B/R Football (@brfootball) April 27, 2024 Önnur úrslit í leikjum ensku úrvalsdeildarinnar sem hófust klukkan 14.00 voru þau að Fulham og Crystal Palace gerðu 1-1 jafntefli, Rodrigo Muniz kom heimamönnum yfir en varamaðurinn Jeffrey Schlupp jafnaði fyrir Palace. Þá unnu Úlfarnir 2-1 sigur á Luton Town, Hwang Hee-Chan og Toti með mörkin fyrir Úlfana á meðan Carlton Morris skoraði fyrir Luton. Fótbolti Enski boltinn Tengdar fréttir Enn ein vonbrigðin fyrir United Manchester United og Burnley skildu jöfn, 1-1, á Old Trafford í ensku úrvalsdeildinni í dag. Jóhann Berg Guðmundsson lék síðustu átján mínúturnar fyrir Burnley. 27. apríl 2024 15:55 Antonio eyðilagði endurkomu Rauða hersins Titilvonir Liverpool eru orðnar afar veikar eftir 2-2 jafntefli við West Ham United í fyrsta leik dagsins í ensku úrvalsdeildinni. Liverpool var undir í hálfleik, kom til baka en Michail Antonio skoraði jöfnunarmark West Ham þegar þrettán mínútur voru eftir. 27. apríl 2024 13:20 Mest lesið Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum Íslenski boltinn Innbrot í Kaplakrika: „Tóku peningahirsluna og brutu hana upp“ Sport Fullnaðarsigur Arnars Íslenski boltinn Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Fótbolti Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Enski boltinn Í beinni: Valur - FH | Stórleikur á Hlíðarenda Handbolti Vaknaði útataður í eigin ælu eftir að hafa komist í Ryder-lið Evrópu Golf Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Körfubolti Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Fótbolti Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Enski boltinn Fleiri fréttir Þjálfara kvennaliðs Sheffield United vikið tímabundið frá störfum Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Postecoglou að taka við Forest Nuno rekinn frá Forest Segir að treyja Man United sé þung byrði Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Levy var neyddur til að hætta Maðurinn sem keyrði á Liverpool stuðningsfólkið neitar sök Ein sú besta gæti snúið aftur eftir 20 mánaða fjarveru Gæti orðið fyrsti músliminn til að spila fyrir enska landsliðið Levy hættur hjá Tottenham eftir 25 ár í starfi Mo Salah var ekki skemmt vegna færslu um fyrrum félaga Setti nýtt heimsmet í Liverpool treyjum Chiesa og Tel ekki valdir í Meistaradeild en Dowman gæti slegið met Liverpool eyddi meira en öll sádi-arabíska deildin til samans Rauðu djöflarnir horfa til framtíðar með nýjum markverði Sunnudagsmessan: Fylltu í eyðurnar Guardiola fer ótroðnar slóðir með Donnarumma milli stanganna Sjá meira
Þegar liðin mættust í Sheffield fór Newcastle með 8-0 sigur af hólmi. Þó leik liðanna í dag hafi lokið með 5-1 sigri Newcastle þá komust gestirnir í Sheffield óvænt yfir í upphafi leiks. Anel Ahmedhodžić með markið eftir sendingu Gustavo Hamer. Það tók heimamenn smá stund að ná áttum en um miðbik fyrri hálfleiks jafnaði Alexander Isak metin eftir sendingu Jacob Murphy. Staðan 1-1 í hálfleik en á rúmum tíu mínútna kafla í síðari hálfleik gerðu heimamenn út um leikinn. Hinn brasilíski Bruno Guimarães skoraði á 54. mínútu eftir sendingu Anthony Gordon og skömmu síðar fékk Newcastle vítaspyrnu sem Isak skoraði úr. Þá varð Ben Osborn fyrir því óláni að skora sjálfsmark á 65. mínútu og staðan orðin 4-1. Varamennirnir Callum Wilson og Harvey Barnes teiknuðu svo upp síðasta mark leiksins þegar sá fyrrnefndi skoraði eftir sendingu frá Barnes. Lokatölur 5-1 og aldrei hefur lið skorað jafn mörg mörk gegn einum og sama andstæðingnum á einu tímabili í ensku úrvalsdeildinni. Alls skoraði Newcastle 13 mörk í tveimur deildarleikjum gegn Sheffield. 🔥 - Newcastle United (@NUFC) break the @premierleague record for most goals against a specific opponent in a single season:Bramall Lane: ⚽️⚽️⚽️⚽️⚽️⚽️⚽️⚽️St James' Park: ⚽️⚽️⚽️⚽️⚽️#NEWSHU #NUFC pic.twitter.com/xWqkbXVl4T— Gracenote Live (@GracenoteLive) April 27, 2024 Newcastle er nú með 53 stig í 7. sæti, stigi á eftir Manchester United þegar bæði lið eiga fjóra leiki eftir. Sheffield situr á botninum með 16 stig að loknum 35 leikjum og er fallið. Sheffield United are relegated from the Premier League ⬇️ pic.twitter.com/WW4jeaPs5F— B/R Football (@brfootball) April 27, 2024 Önnur úrslit í leikjum ensku úrvalsdeildarinnar sem hófust klukkan 14.00 voru þau að Fulham og Crystal Palace gerðu 1-1 jafntefli, Rodrigo Muniz kom heimamönnum yfir en varamaðurinn Jeffrey Schlupp jafnaði fyrir Palace. Þá unnu Úlfarnir 2-1 sigur á Luton Town, Hwang Hee-Chan og Toti með mörkin fyrir Úlfana á meðan Carlton Morris skoraði fyrir Luton.
Fótbolti Enski boltinn Tengdar fréttir Enn ein vonbrigðin fyrir United Manchester United og Burnley skildu jöfn, 1-1, á Old Trafford í ensku úrvalsdeildinni í dag. Jóhann Berg Guðmundsson lék síðustu átján mínúturnar fyrir Burnley. 27. apríl 2024 15:55 Antonio eyðilagði endurkomu Rauða hersins Titilvonir Liverpool eru orðnar afar veikar eftir 2-2 jafntefli við West Ham United í fyrsta leik dagsins í ensku úrvalsdeildinni. Liverpool var undir í hálfleik, kom til baka en Michail Antonio skoraði jöfnunarmark West Ham þegar þrettán mínútur voru eftir. 27. apríl 2024 13:20 Mest lesið Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum Íslenski boltinn Innbrot í Kaplakrika: „Tóku peningahirsluna og brutu hana upp“ Sport Fullnaðarsigur Arnars Íslenski boltinn Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Fótbolti Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Enski boltinn Í beinni: Valur - FH | Stórleikur á Hlíðarenda Handbolti Vaknaði útataður í eigin ælu eftir að hafa komist í Ryder-lið Evrópu Golf Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Körfubolti Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Fótbolti Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Enski boltinn Fleiri fréttir Þjálfara kvennaliðs Sheffield United vikið tímabundið frá störfum Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Postecoglou að taka við Forest Nuno rekinn frá Forest Segir að treyja Man United sé þung byrði Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Levy var neyddur til að hætta Maðurinn sem keyrði á Liverpool stuðningsfólkið neitar sök Ein sú besta gæti snúið aftur eftir 20 mánaða fjarveru Gæti orðið fyrsti músliminn til að spila fyrir enska landsliðið Levy hættur hjá Tottenham eftir 25 ár í starfi Mo Salah var ekki skemmt vegna færslu um fyrrum félaga Setti nýtt heimsmet í Liverpool treyjum Chiesa og Tel ekki valdir í Meistaradeild en Dowman gæti slegið met Liverpool eyddi meira en öll sádi-arabíska deildin til samans Rauðu djöflarnir horfa til framtíðar með nýjum markverði Sunnudagsmessan: Fylltu í eyðurnar Guardiola fer ótroðnar slóðir með Donnarumma milli stanganna Sjá meira
Enn ein vonbrigðin fyrir United Manchester United og Burnley skildu jöfn, 1-1, á Old Trafford í ensku úrvalsdeildinni í dag. Jóhann Berg Guðmundsson lék síðustu átján mínúturnar fyrir Burnley. 27. apríl 2024 15:55
Antonio eyðilagði endurkomu Rauða hersins Titilvonir Liverpool eru orðnar afar veikar eftir 2-2 jafntefli við West Ham United í fyrsta leik dagsins í ensku úrvalsdeildinni. Liverpool var undir í hálfleik, kom til baka en Michail Antonio skoraði jöfnunarmark West Ham þegar þrettán mínútur voru eftir. 27. apríl 2024 13:20