Klopp: Verð hamingjusamur ef rétt ákvörðun er tekin Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 27. apríl 2024 19:15 Klopp kveður Liverpool að leiktíðinni lokinni. EPA-EFE/ANDY RAIN Jürgen Klopp, þjálfari Liverpool, var heldur súr eftir 2-2 jafntefli sinna manna gegn West Ham United í ensku úrvalsdeild karla í fótbolta fyrr í dag. Hann ræddi við fjölmiðla um leikinn og mögulegan arftaka sinn, Arne Slot. „Að sjálfsögðu ekki, eina liðið sem var líklegt til að vinna leik dagsins vorum við. Við vorum með algera stjórn á leiknum,“ sagði Klopp aðspurður hvort eitt stig væri nóg úr leik dagsins. „Þetta var fjórði leikurinn á tíu dögum, það er erfitt og við þurftum að berjast í gegnum leikinn. Það var margt jákvætt í fyrri hálfleik en okkur skorti áræðni og að ná góðri stjórn á leiknum. Svo fengum við mark á okkur upp úr þurru.“ „Þegar við komum út í seinni hálfleikinn vorum við tilbúnir að snúa leiknum okkur í hag, það var mjög jákvætt. Við skoruðum snemma, vorum með fullkomna stjórn á leiknum, fengum færi til að bæta við en fengum svo aftur á okkur mark upp úr þurru.“ „Þetta er svolítið sama sagan undanfarnar vikur. Hefur ekki verið frábært, sérstaklega ekki gegn Everton. Aðrir leikir hafa verið virkilega góðir en við höfum ekki klárað þá. Í fótbolta geta hlutir litið allt öðruvísi út, ef við nýtum helming færa okkar í dag er leikurinn búinn,“ sagði Klopp um leik dagsins þar sem Liverpool var með xG (vænt mörk) upp á 1.74. „Það eru enn þrír leikir eftir og ef þú spyrð mig þá myndum við elska að vinna þá alla. Í dag var ekki frábær dagur fyrir Liverpool, við fengum urmul færa, við vorum mjög óheppnir, heppnin var einfaldlega ekki til staðar. Við vitum að það er okkur að kenna, við erum ekki að kenna neinum öðrum um. Nú tekur við endurheimt og við höldum áfram.“ Klopp var að því virðist ekki spurður út í rifrildi sitt við Mohamed Salah sem hóf leik dagsins á bekknum. Nánar um það hér að neðan. Klopp og Salah rifust á hliðarlínunni Salah eftir rifrildið við Klopp: „Ef ég tala mun allt loga“ Klopp var hins vegar spurður út í alla þá ungu leikmenn sem hafa fengið tækifæri undir hans stjórn. „Ég veit ekkert hverju ég verð stoltur af. Sem stendur er ég ekki að hugsa um það, ég sagði fyrir mörgum vikum og mánuðum að ég væri mjög ánægður fyrir hönd hópsins. Hann á bjarta framtíð fyrir sér, það er allt sem þú þarft í honum. Augljóslega er ekki slæmt að fá inn nýja rödd til að fá alla strákana til að róa í sömu átt.“ Um Arne Slot „Ég þekki hann ekki persónulega og get aðeins talað um hann út frá því sem ég hef séð af liðinu hans, Feyenoord. Það er mjög gott fótboltalið og hann er án efa mjög góður þjálfari. Ég verð mjög glaður fyrir hönd félagsins ef þetta gengur upp. Að ég sé hamingjusamur er ekki mikilvægt, það er annað fólk sem tekur ákvarðanirnar og ef þau taka réttar ákvarðanir verð ég hamingjusamur,“ sagði Klopp að lokum. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Í beinni: ÍA - Breiðablik | Tími Skagamanna að renna út Íslenski boltinn Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Fótbolti Innbrot í Kaplakrika: „Tóku peningahirsluna og brutu hana upp“ Sport Fullnaðarsigur Arnars Íslenski boltinn Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Enski boltinn Vaknaði útataður í eigin ælu eftir að hafa komist í Ryder-lið Evrópu Golf Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Fótbolti Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Körfubolti Annað af fórnarlömbum Asencio fyrirgefur honum Fótbolti Yankees heiðruðu Charlie Kirk Sport Fleiri fréttir Þjálfara kvennaliðs Sheffield United vikið tímabundið frá störfum Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Postecoglou að taka við Forest Nuno rekinn frá Forest Segir að treyja Man United sé þung byrði Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Levy var neyddur til að hætta Maðurinn sem keyrði á Liverpool stuðningsfólkið neitar sök Ein sú besta gæti snúið aftur eftir 20 mánaða fjarveru Gæti orðið fyrsti músliminn til að spila fyrir enska landsliðið Levy hættur hjá Tottenham eftir 25 ár í starfi Mo Salah var ekki skemmt vegna færslu um fyrrum félaga Setti nýtt heimsmet í Liverpool treyjum Chiesa og Tel ekki valdir í Meistaradeild en Dowman gæti slegið met Liverpool eyddi meira en öll sádi-arabíska deildin til samans Rauðu djöflarnir horfa til framtíðar með nýjum markverði Sunnudagsmessan: Fylltu í eyðurnar Guardiola fer ótroðnar slóðir með Donnarumma milli stanganna Sjá meira
„Að sjálfsögðu ekki, eina liðið sem var líklegt til að vinna leik dagsins vorum við. Við vorum með algera stjórn á leiknum,“ sagði Klopp aðspurður hvort eitt stig væri nóg úr leik dagsins. „Þetta var fjórði leikurinn á tíu dögum, það er erfitt og við þurftum að berjast í gegnum leikinn. Það var margt jákvætt í fyrri hálfleik en okkur skorti áræðni og að ná góðri stjórn á leiknum. Svo fengum við mark á okkur upp úr þurru.“ „Þegar við komum út í seinni hálfleikinn vorum við tilbúnir að snúa leiknum okkur í hag, það var mjög jákvætt. Við skoruðum snemma, vorum með fullkomna stjórn á leiknum, fengum færi til að bæta við en fengum svo aftur á okkur mark upp úr þurru.“ „Þetta er svolítið sama sagan undanfarnar vikur. Hefur ekki verið frábært, sérstaklega ekki gegn Everton. Aðrir leikir hafa verið virkilega góðir en við höfum ekki klárað þá. Í fótbolta geta hlutir litið allt öðruvísi út, ef við nýtum helming færa okkar í dag er leikurinn búinn,“ sagði Klopp um leik dagsins þar sem Liverpool var með xG (vænt mörk) upp á 1.74. „Það eru enn þrír leikir eftir og ef þú spyrð mig þá myndum við elska að vinna þá alla. Í dag var ekki frábær dagur fyrir Liverpool, við fengum urmul færa, við vorum mjög óheppnir, heppnin var einfaldlega ekki til staðar. Við vitum að það er okkur að kenna, við erum ekki að kenna neinum öðrum um. Nú tekur við endurheimt og við höldum áfram.“ Klopp var að því virðist ekki spurður út í rifrildi sitt við Mohamed Salah sem hóf leik dagsins á bekknum. Nánar um það hér að neðan. Klopp og Salah rifust á hliðarlínunni Salah eftir rifrildið við Klopp: „Ef ég tala mun allt loga“ Klopp var hins vegar spurður út í alla þá ungu leikmenn sem hafa fengið tækifæri undir hans stjórn. „Ég veit ekkert hverju ég verð stoltur af. Sem stendur er ég ekki að hugsa um það, ég sagði fyrir mörgum vikum og mánuðum að ég væri mjög ánægður fyrir hönd hópsins. Hann á bjarta framtíð fyrir sér, það er allt sem þú þarft í honum. Augljóslega er ekki slæmt að fá inn nýja rödd til að fá alla strákana til að róa í sömu átt.“ Um Arne Slot „Ég þekki hann ekki persónulega og get aðeins talað um hann út frá því sem ég hef séð af liðinu hans, Feyenoord. Það er mjög gott fótboltalið og hann er án efa mjög góður þjálfari. Ég verð mjög glaður fyrir hönd félagsins ef þetta gengur upp. Að ég sé hamingjusamur er ekki mikilvægt, það er annað fólk sem tekur ákvarðanirnar og ef þau taka réttar ákvarðanir verð ég hamingjusamur,“ sagði Klopp að lokum.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Í beinni: ÍA - Breiðablik | Tími Skagamanna að renna út Íslenski boltinn Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Fótbolti Innbrot í Kaplakrika: „Tóku peningahirsluna og brutu hana upp“ Sport Fullnaðarsigur Arnars Íslenski boltinn Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Enski boltinn Vaknaði útataður í eigin ælu eftir að hafa komist í Ryder-lið Evrópu Golf Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Fótbolti Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Körfubolti Annað af fórnarlömbum Asencio fyrirgefur honum Fótbolti Yankees heiðruðu Charlie Kirk Sport Fleiri fréttir Þjálfara kvennaliðs Sheffield United vikið tímabundið frá störfum Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Postecoglou að taka við Forest Nuno rekinn frá Forest Segir að treyja Man United sé þung byrði Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Levy var neyddur til að hætta Maðurinn sem keyrði á Liverpool stuðningsfólkið neitar sök Ein sú besta gæti snúið aftur eftir 20 mánaða fjarveru Gæti orðið fyrsti músliminn til að spila fyrir enska landsliðið Levy hættur hjá Tottenham eftir 25 ár í starfi Mo Salah var ekki skemmt vegna færslu um fyrrum félaga Setti nýtt heimsmet í Liverpool treyjum Chiesa og Tel ekki valdir í Meistaradeild en Dowman gæti slegið met Liverpool eyddi meira en öll sádi-arabíska deildin til samans Rauðu djöflarnir horfa til framtíðar með nýjum markverði Sunnudagsmessan: Fylltu í eyðurnar Guardiola fer ótroðnar slóðir með Donnarumma milli stanganna Sjá meira