Þúsundir hvöttu Sánchez til að segja ekki af sér Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 28. apríl 2024 08:40 Meira en tólf þúsund manns eru sagðit hafa tekið þátt. EPA Þúsundir stuðningsmanna Pedro Sánchez, forsætisráðherra Spánar og formanns Sósíalistaflokksins, komu saman á götum Madrídar í gær og hvöttu ráðherrann til þess að segja ekki af sér vegna meintrar spillingar sem eiginkona hans hefur verið sökuð um. Sánchez birti bréf til þjóðarinnar á X á miðvikudag eftir að rannsókn á fyrirtæki Begoña Gómez, eiginkonu hans, hófst. Hún er sökuð um að hafa gert tilraun til að nota eigin stöðu til hagsbóta. Í bréfinu sagði hann allar ásakanirnar rógburð og tilraun öfgahægrihópa til þess að steypa honum af stóli, en rannsókninni var hrundið af stað eftir að þrýstihópur, sem hefur tengsl við öfgahægrivæng stjórnmála á Spáni, lagði fram kvörtun á hendur hjónanna. Sánchez sagðist í bréfinu íhuga að segja af sér vegna þessa. Á morgun hyggst hann ávarpa þjóðina og greina frá ákvörðun sinni. Stuðningsmenn Sánchez frá öllum landshlutum Spánar flykktust í höfuðborgina þar sem samstöðufundur með forsætisráðherranum fór fram í gær. „Ekki gefast upp Pedro,“ og „Þú ert ekki einn,“ voru meðal slagorða sem sungin voru á fundinum. BBC náði tali af nokkrum þátttakendum. Einn þeirra, Jose María Diez, opinber starfsmaður frá Valladolid, sagðist áhyggjufullur um að öfgahægriflokkar tækju yfir ef Sánchez segði af sér. „Það myndi hafa í för með sér skref aftur á bak fyrir réttindi okkar og frelsi,“ sagði hann við miðilinn. Sendinefnd miðstjórnarinnar í Madríd sagði allt að 12.500 manns hafa tekið þátt í fundinum. Spánn Mest lesið Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Erlent Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Innlent Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Innlent Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Innlent Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Erlent Árekstur á Álftanesvegi Innlent Fleiri fréttir Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Maduro, Diddy og Mangione í sama fangelsi Danskir og bandarískir erindrekar funda um Grænland í næstu viku „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Tóku einnig skuggaskip í Karíbahafinu Vill senda danska hermenn til Grænlands Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Ásælni Trumps í Grænland og skuggaskip Rússa Víða truflanir í Evrópu vegna snjókomu Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi „Stórt framfaraskref“ Óska eftir fundi með Rubio Kaffilaus fundur í gluggalausu herbergi „Ég ætla ekki að segja hættum við kosningarnar“ Nýtti sér leik sinn í Dansar við úlfa við að mynda sértrúarsöfnuð Hafa birt innan við prósent af Epstein-skjölunum Walz hættir við framboð vegna árása Trump-liða Sænskur ráðherra hlutgerður á miðli Musk Vill afhenda Trump friðarverðlaunin Svissneski skemmtistaðurinn ekki skoðaður í fimm ár Kristrún, Witkoff og Kushner á fundinum í París í dag Huldumaður hagnaðist verulega á árásinni á Venesúela Fyrrverandi fjármálaráðherra Kanada verður ráðgjafi Selenskí Var með fleiri en fimmtíu hunda á heimilinu Segir þörf á samtali um „meintan“ yfirráðarétt Dana „Ég er forseti sem hefur verið rænt; stríðsfangi!“ Fækkar ráðlögðum bóluefnum Sjá meira
Sánchez birti bréf til þjóðarinnar á X á miðvikudag eftir að rannsókn á fyrirtæki Begoña Gómez, eiginkonu hans, hófst. Hún er sökuð um að hafa gert tilraun til að nota eigin stöðu til hagsbóta. Í bréfinu sagði hann allar ásakanirnar rógburð og tilraun öfgahægrihópa til þess að steypa honum af stóli, en rannsókninni var hrundið af stað eftir að þrýstihópur, sem hefur tengsl við öfgahægrivæng stjórnmála á Spáni, lagði fram kvörtun á hendur hjónanna. Sánchez sagðist í bréfinu íhuga að segja af sér vegna þessa. Á morgun hyggst hann ávarpa þjóðina og greina frá ákvörðun sinni. Stuðningsmenn Sánchez frá öllum landshlutum Spánar flykktust í höfuðborgina þar sem samstöðufundur með forsætisráðherranum fór fram í gær. „Ekki gefast upp Pedro,“ og „Þú ert ekki einn,“ voru meðal slagorða sem sungin voru á fundinum. BBC náði tali af nokkrum þátttakendum. Einn þeirra, Jose María Diez, opinber starfsmaður frá Valladolid, sagðist áhyggjufullur um að öfgahægriflokkar tækju yfir ef Sánchez segði af sér. „Það myndi hafa í för með sér skref aftur á bak fyrir réttindi okkar og frelsi,“ sagði hann við miðilinn. Sendinefnd miðstjórnarinnar í Madríd sagði allt að 12.500 manns hafa tekið þátt í fundinum.
Spánn Mest lesið Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Erlent Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Innlent Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Innlent Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Innlent Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Erlent Árekstur á Álftanesvegi Innlent Fleiri fréttir Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Maduro, Diddy og Mangione í sama fangelsi Danskir og bandarískir erindrekar funda um Grænland í næstu viku „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Tóku einnig skuggaskip í Karíbahafinu Vill senda danska hermenn til Grænlands Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Ásælni Trumps í Grænland og skuggaskip Rússa Víða truflanir í Evrópu vegna snjókomu Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi „Stórt framfaraskref“ Óska eftir fundi með Rubio Kaffilaus fundur í gluggalausu herbergi „Ég ætla ekki að segja hættum við kosningarnar“ Nýtti sér leik sinn í Dansar við úlfa við að mynda sértrúarsöfnuð Hafa birt innan við prósent af Epstein-skjölunum Walz hættir við framboð vegna árása Trump-liða Sænskur ráðherra hlutgerður á miðli Musk Vill afhenda Trump friðarverðlaunin Svissneski skemmtistaðurinn ekki skoðaður í fimm ár Kristrún, Witkoff og Kushner á fundinum í París í dag Huldumaður hagnaðist verulega á árásinni á Venesúela Fyrrverandi fjármálaráðherra Kanada verður ráðgjafi Selenskí Var með fleiri en fimmtíu hunda á heimilinu Segir þörf á samtali um „meintan“ yfirráðarétt Dana „Ég er forseti sem hefur verið rænt; stríðsfangi!“ Fækkar ráðlögðum bóluefnum Sjá meira