Landskjörsstjórn tilkynnir á morgun hvaða listar eru gildir Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 28. apríl 2024 13:00 Kristín Edwald formaður Landskjörsstjórnar og forsetaframbjóðendurnir Arnar Þór jónsson, Ástþór Magnússon og Helga Þórisdóttir. Vísir Þau fjögur sem skorti meðmælendur á undirskriftalista til forseta Íslands segjast vera komin með viðunandi fjölda memælenda. Þrjú af fjórum vantaði undirskriftir í sunnlendingafjórðungi. Landskjörsstjórn gefur frest til fimm í dag að skila inn viðunandi fjölda. Þrettán forsetaframbjóðendur skiluðu inn meðmælendalistum sínum til Landskjörsstjórnar á föstudag en til að þeir teljist fullgildir þurfa 1.500 manns að hafa skrifað undir. Í gær fengu svo fjórir frambjóðendur símhringingar þaðan um að það vantaði upp á fjölda meðmælanda. Ástæðurnar geta til dæmis verið að einstaklingur hefur mælt með tveimur frambjóðendum sem er óheimilt eða er undir lögaldri. Kristín Edwald formaður Landskjörsstjórnar segir að í öllum tilvikum hafi vantað lítillega upp á að listarnir væru í lagi. „Til að frambjóðanda sé gefinn kostur á að bæta úr eru það alltaf einhverjir minni háttar ágallar og grunnlínan er alltaf sú að frambjóðandinn hafi mátt ætla að hann hafi verið búinn að ná tilskyldum fjölda,“ segir Kristín. Landskjörsstjórn tilkynnir svo endanlega um hvaða listar eru gildir klukkan ellefu á morgun í Þjóðminjasafninu. Arnar Þór Jónsson er einn þeirra sem Landskjörsstjórn hafði samband við í gær vegna ófullnægjandi lista. „Eina sem vantaði voru sex meðmæli í Vestfirðingafjórðungi og við leystum það strax í gær og þessu verður skilað inn í dag,“ segir Arnar. Helga Þórisdóttir segir að komið hafi í ljós að nokkur atkvæði vantaði uppá í Sunnlendinga- og Vestfirðingafjórðungi. „Ég var á fyrsta heimaleik Víkings kvennaliðs í 40 ár þegar ég fékk símhringingu frá Landskjörsstjórn sem snarlega dró mig niður á jörðina. Ég snaraðist út af vellinum og heyrði í mínu fólki og á núll einni var þetta afgreitt,“ segir Helga. „Vorum eins og blindir kettlingar“ Ástþór Magnússon segir að vantað hafi upp á í sunnlendingafjórðungi. „Það voru fáeinar undirskriftir. Það tók bara fáeinar mínútur að ná í þær, þetta er komið margfalt núna. Við vorum með mikið af handskrifuðum listum og við fyrri kosningu 2016 vorum við með aðgang að þjóðskrá en við fengum engin slík tæki í dag þannig við vorum eins og blindir kettlingar að vinna með þessa lista. Eiríkur Ingi Jóhannsson sem er meðal þeirra sem Landskjörsstjórn gaf frest til að skila inn nægum fjölda meðmælenda svaraði ekki fréttastofu í morgun en á samfélagsmiðlum kveðst hann hafa safnað nægum fjölda meðmælenda. Forsetakosningar 2024 Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira
Þrettán forsetaframbjóðendur skiluðu inn meðmælendalistum sínum til Landskjörsstjórnar á föstudag en til að þeir teljist fullgildir þurfa 1.500 manns að hafa skrifað undir. Í gær fengu svo fjórir frambjóðendur símhringingar þaðan um að það vantaði upp á fjölda meðmælanda. Ástæðurnar geta til dæmis verið að einstaklingur hefur mælt með tveimur frambjóðendum sem er óheimilt eða er undir lögaldri. Kristín Edwald formaður Landskjörsstjórnar segir að í öllum tilvikum hafi vantað lítillega upp á að listarnir væru í lagi. „Til að frambjóðanda sé gefinn kostur á að bæta úr eru það alltaf einhverjir minni háttar ágallar og grunnlínan er alltaf sú að frambjóðandinn hafi mátt ætla að hann hafi verið búinn að ná tilskyldum fjölda,“ segir Kristín. Landskjörsstjórn tilkynnir svo endanlega um hvaða listar eru gildir klukkan ellefu á morgun í Þjóðminjasafninu. Arnar Þór Jónsson er einn þeirra sem Landskjörsstjórn hafði samband við í gær vegna ófullnægjandi lista. „Eina sem vantaði voru sex meðmæli í Vestfirðingafjórðungi og við leystum það strax í gær og þessu verður skilað inn í dag,“ segir Arnar. Helga Þórisdóttir segir að komið hafi í ljós að nokkur atkvæði vantaði uppá í Sunnlendinga- og Vestfirðingafjórðungi. „Ég var á fyrsta heimaleik Víkings kvennaliðs í 40 ár þegar ég fékk símhringingu frá Landskjörsstjórn sem snarlega dró mig niður á jörðina. Ég snaraðist út af vellinum og heyrði í mínu fólki og á núll einni var þetta afgreitt,“ segir Helga. „Vorum eins og blindir kettlingar“ Ástþór Magnússon segir að vantað hafi upp á í sunnlendingafjórðungi. „Það voru fáeinar undirskriftir. Það tók bara fáeinar mínútur að ná í þær, þetta er komið margfalt núna. Við vorum með mikið af handskrifuðum listum og við fyrri kosningu 2016 vorum við með aðgang að þjóðskrá en við fengum engin slík tæki í dag þannig við vorum eins og blindir kettlingar að vinna með þessa lista. Eiríkur Ingi Jóhannsson sem er meðal þeirra sem Landskjörsstjórn gaf frest til að skila inn nægum fjölda meðmælenda svaraði ekki fréttastofu í morgun en á samfélagsmiðlum kveðst hann hafa safnað nægum fjölda meðmælenda.
Forsetakosningar 2024 Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira