Þetta tilkynnir Jón Steinar í yfirlýsingu á Facebook. Hann segir að sér hafi orðið á í messunni. Hann hafi lýst yfir stuðningi við Höllu Hrund, en þá reyndar að því tilskildu að hún myndi ekki beita sér gegn virkjunum ef hún kæmist í stól forseta.
„Nú hefur mér verið sýnt efni sem sýnir að konan er einmitt á móti orkuvinnslu þó að hún sé náttúruvæn. Það þýðir að stuðningur minn við hana var byggður á misskilningi og er því dreginn til baka. Sá eini sem unnt er að styðja er því eftir sem áður Arnar Þór Jónsson,” segir Jón Steinar.