Fermín López kom Börsungum yfir um miðbik fyrri hálfleiks en gestirnir svöruðu með tveimur mörkum. Hugo Duro jafnaði metin í 1-1 áður en Pepelu kom Valencia yfir með marki úr vítaspyrnu á 38. mínútu.
Það var svo þegar komið var vel yfir venjulegan leiktíma í fyrri hálfleik sem Mamardashvili fékk sendingu til baka, hann átti gríðarlega slæma fyrstu snertingu og missti boltann alltof langt frá sér.
Valencia GK Mamardashvili was given a straight red card after a VAR review after this handball outside of the box to stop Lamine Yamal from scoring 😳
— ESPN FC (@ESPNFC) April 29, 2024
This game is wild 🍿 pic.twitter.com/2UGlfmy7Al
Þegar sóknarmaður Barcelona komst í boltann og reyndi að vippa honum framhjá markverðinum þá fór boltinn í hendi markvarðarins sem fékk í kjölfarið rautt spjald þar sem hann var fyrir utan vítateig og án efa að koma í veg fyrir að Börsungar myndu jafna metin.
Heimamenn nýttu liðsmuninn til hins ítrasta. Robert Lewandowski jafnaði metin snemma í síðari hálfleik og kom Barcelona svo yfir á 82. mínútu. Í uppbótartíma gulltryggði hann þrennu sína og sigur Barcelona í uppbótartíma.
⚽ RL9.#BarçaValencia#LALIGAEASPORTS pic.twitter.com/iBy0QCBWst
— LALIGA English (@LaLigaEN) April 29, 2024
Lokatölur 4-2 og Barcelona nú með 73 stig í 2. sæti á meðan Valencia er í 8. sæti með 47 stig.