Spurningar til Baldurs minni á árið 1980 Jón Þór Stefánsson skrifar 29. apríl 2024 21:46 „Halda mætti að árið 1980 væri aftur gengið í garð en í þetta sinn sætir eini samkynhneigði forsetaframbjóðandinn svipuðum fordómum,“ skrifar Sólborg um Baldur. Vísir/Vilhelm/Hulda Margrét Sólborg Guðbrandsdóttir rithöfundur og meðlimur í kosningateymi Baldurs Þórhallssonar segir hann þurfa að svara spurningum sem aðrir forsetaframbjóðendur þurfi ekki að svara vegna kynhneigðar sinnar. Þetta kemur fram í aðsendri grein Sólborgar sem birtist á Vísi í dag, en hún ber heitið Má spyrja homma að öllu? „Þegar líða fer að kosningum fara Gróur þessa lands á stjá og velta hinum ýmsu málefnum fyrir sér,“ segir Sólborg. Í grein hennar segir hún að svo virðist sem árið 1980 sé aftur gengið í garð hvað varðar fordóma í garð Baldurs sem samkynhneigðs manns. „Að vilja verða forseti Íslands en vera hommi er svona svipað því að vilja verða forseti en vera kona árið 1980. Vigdís mátti þola ýmislegt í sínu forsetaframboði og þurfti að svara hinum ótrúlegustu spurningum um sitt persónulega líf, enda aldeilis ekki við hæfi að kona sæti í embætti forseta. Halda mætti að árið 1980 væri aftur gengið í garð en í þetta sinn sætir eini samkynhneigði forsetaframbjóðandinn svipuðum fordómum,“ skrifar Sólborg. Hún vill meina að siðareglur blaðamanna virðist litlu skeyta þegar að komi að Baldri. „Enda virðist fólki þykja í lagi að spyrja homma að öllu því sem því sýnist.“ Í kjölfarið skrifar hún lista yfir spurningar sem hún telur vera í umræddum anda, „í drullupytti fordóma og haturs“. Fórstu á hommabar? Kyssir þú manninn þinn? Af hverju eruð þið alltaf tveir saman? Getur maðurinn þinn aldrei haldið sig til hlés? Elskar þú BDSM? Ætlarðu að kyssa manninn þinn á Bessastöðum? Hvað með börnin á Bessastöðum? Þurfa þau að þola það? Við komum að því á eftir hvað þér finnst um stjórnarskrána, málskotsréttinn, valdsvið forsetans og fleira, en ætlarðu þér að fara einhvern tímann aftur á hommabar? Ég bara spyr. Þjóðin þarf nefnilega að vita það. Í grein sinni veltir Sólborg fyrir sér hvort rétt sé að velta sér upp úr áðurnefndum „drullupytti fordóma og haturs“. „Hommi getur nefnilega bæði elskað annan homma og sinnt störfum forseta af nærgætni og virðingu, á sama tíma, á sama stað,“ segir hún. Hafi engin áhrif á hann og Felix Í Pallborðinu á Vísi á dögunum sagði Baldur að allir þeir sem sækist eftir embætti forseta Íslands megi búast við því að skrökvað verði um sig. „Þetta bara fylgir þessu, og þetta hefur engin áhrif á okkur Felix,“ sagði Baldur og bætti við að þeir sem væru samkynhneigðir hefðu upplifað áreiti sem þetta í gegnum tíðina. Fjallað hefur verið um mynd af Baldri sem fannst á vefsíðu skemmtistaðar fyrir samkynhneigða karlmenn í París. Í þættinum Spursmálum á Mbl.is var Baldur spurður út í myndina. Hann benti á að hún væri tíu ára gömul og væri á meðal sakleysislegustu mynda sem birst hefði af honum. „Ég hef ekki hugmynd um þennan klúbb og man ekki einu sinni eftir því að hafa farið á hann. Þetta er eldgömul mynd og hún er mjög siðsamleg, það er bara ekkert að þessari mynd,“ sagði Baldur í Spursmálum. Forsetakosningar 2024 Hinsegin Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira
Þetta kemur fram í aðsendri grein Sólborgar sem birtist á Vísi í dag, en hún ber heitið Má spyrja homma að öllu? „Þegar líða fer að kosningum fara Gróur þessa lands á stjá og velta hinum ýmsu málefnum fyrir sér,“ segir Sólborg. Í grein hennar segir hún að svo virðist sem árið 1980 sé aftur gengið í garð hvað varðar fordóma í garð Baldurs sem samkynhneigðs manns. „Að vilja verða forseti Íslands en vera hommi er svona svipað því að vilja verða forseti en vera kona árið 1980. Vigdís mátti þola ýmislegt í sínu forsetaframboði og þurfti að svara hinum ótrúlegustu spurningum um sitt persónulega líf, enda aldeilis ekki við hæfi að kona sæti í embætti forseta. Halda mætti að árið 1980 væri aftur gengið í garð en í þetta sinn sætir eini samkynhneigði forsetaframbjóðandinn svipuðum fordómum,“ skrifar Sólborg. Hún vill meina að siðareglur blaðamanna virðist litlu skeyta þegar að komi að Baldri. „Enda virðist fólki þykja í lagi að spyrja homma að öllu því sem því sýnist.“ Í kjölfarið skrifar hún lista yfir spurningar sem hún telur vera í umræddum anda, „í drullupytti fordóma og haturs“. Fórstu á hommabar? Kyssir þú manninn þinn? Af hverju eruð þið alltaf tveir saman? Getur maðurinn þinn aldrei haldið sig til hlés? Elskar þú BDSM? Ætlarðu að kyssa manninn þinn á Bessastöðum? Hvað með börnin á Bessastöðum? Þurfa þau að þola það? Við komum að því á eftir hvað þér finnst um stjórnarskrána, málskotsréttinn, valdsvið forsetans og fleira, en ætlarðu þér að fara einhvern tímann aftur á hommabar? Ég bara spyr. Þjóðin þarf nefnilega að vita það. Í grein sinni veltir Sólborg fyrir sér hvort rétt sé að velta sér upp úr áðurnefndum „drullupytti fordóma og haturs“. „Hommi getur nefnilega bæði elskað annan homma og sinnt störfum forseta af nærgætni og virðingu, á sama tíma, á sama stað,“ segir hún. Hafi engin áhrif á hann og Felix Í Pallborðinu á Vísi á dögunum sagði Baldur að allir þeir sem sækist eftir embætti forseta Íslands megi búast við því að skrökvað verði um sig. „Þetta bara fylgir þessu, og þetta hefur engin áhrif á okkur Felix,“ sagði Baldur og bætti við að þeir sem væru samkynhneigðir hefðu upplifað áreiti sem þetta í gegnum tíðina. Fjallað hefur verið um mynd af Baldri sem fannst á vefsíðu skemmtistaðar fyrir samkynhneigða karlmenn í París. Í þættinum Spursmálum á Mbl.is var Baldur spurður út í myndina. Hann benti á að hún væri tíu ára gömul og væri á meðal sakleysislegustu mynda sem birst hefði af honum. „Ég hef ekki hugmynd um þennan klúbb og man ekki einu sinni eftir því að hafa farið á hann. Þetta er eldgömul mynd og hún er mjög siðsamleg, það er bara ekkert að þessari mynd,“ sagði Baldur í Spursmálum.
Forsetakosningar 2024 Hinsegin Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira