Spurningar til Baldurs minni á árið 1980 Jón Þór Stefánsson skrifar 29. apríl 2024 21:46 „Halda mætti að árið 1980 væri aftur gengið í garð en í þetta sinn sætir eini samkynhneigði forsetaframbjóðandinn svipuðum fordómum,“ skrifar Sólborg um Baldur. Vísir/Vilhelm/Hulda Margrét Sólborg Guðbrandsdóttir rithöfundur og meðlimur í kosningateymi Baldurs Þórhallssonar segir hann þurfa að svara spurningum sem aðrir forsetaframbjóðendur þurfi ekki að svara vegna kynhneigðar sinnar. Þetta kemur fram í aðsendri grein Sólborgar sem birtist á Vísi í dag, en hún ber heitið Má spyrja homma að öllu? „Þegar líða fer að kosningum fara Gróur þessa lands á stjá og velta hinum ýmsu málefnum fyrir sér,“ segir Sólborg. Í grein hennar segir hún að svo virðist sem árið 1980 sé aftur gengið í garð hvað varðar fordóma í garð Baldurs sem samkynhneigðs manns. „Að vilja verða forseti Íslands en vera hommi er svona svipað því að vilja verða forseti en vera kona árið 1980. Vigdís mátti þola ýmislegt í sínu forsetaframboði og þurfti að svara hinum ótrúlegustu spurningum um sitt persónulega líf, enda aldeilis ekki við hæfi að kona sæti í embætti forseta. Halda mætti að árið 1980 væri aftur gengið í garð en í þetta sinn sætir eini samkynhneigði forsetaframbjóðandinn svipuðum fordómum,“ skrifar Sólborg. Hún vill meina að siðareglur blaðamanna virðist litlu skeyta þegar að komi að Baldri. „Enda virðist fólki þykja í lagi að spyrja homma að öllu því sem því sýnist.“ Í kjölfarið skrifar hún lista yfir spurningar sem hún telur vera í umræddum anda, „í drullupytti fordóma og haturs“. Fórstu á hommabar? Kyssir þú manninn þinn? Af hverju eruð þið alltaf tveir saman? Getur maðurinn þinn aldrei haldið sig til hlés? Elskar þú BDSM? Ætlarðu að kyssa manninn þinn á Bessastöðum? Hvað með börnin á Bessastöðum? Þurfa þau að þola það? Við komum að því á eftir hvað þér finnst um stjórnarskrána, málskotsréttinn, valdsvið forsetans og fleira, en ætlarðu þér að fara einhvern tímann aftur á hommabar? Ég bara spyr. Þjóðin þarf nefnilega að vita það. Í grein sinni veltir Sólborg fyrir sér hvort rétt sé að velta sér upp úr áðurnefndum „drullupytti fordóma og haturs“. „Hommi getur nefnilega bæði elskað annan homma og sinnt störfum forseta af nærgætni og virðingu, á sama tíma, á sama stað,“ segir hún. Hafi engin áhrif á hann og Felix Í Pallborðinu á Vísi á dögunum sagði Baldur að allir þeir sem sækist eftir embætti forseta Íslands megi búast við því að skrökvað verði um sig. „Þetta bara fylgir þessu, og þetta hefur engin áhrif á okkur Felix,“ sagði Baldur og bætti við að þeir sem væru samkynhneigðir hefðu upplifað áreiti sem þetta í gegnum tíðina. Fjallað hefur verið um mynd af Baldri sem fannst á vefsíðu skemmtistaðar fyrir samkynhneigða karlmenn í París. Í þættinum Spursmálum á Mbl.is var Baldur spurður út í myndina. Hann benti á að hún væri tíu ára gömul og væri á meðal sakleysislegustu mynda sem birst hefði af honum. „Ég hef ekki hugmynd um þennan klúbb og man ekki einu sinni eftir því að hafa farið á hann. Þetta er eldgömul mynd og hún er mjög siðsamleg, það er bara ekkert að þessari mynd,“ sagði Baldur í Spursmálum. Forsetakosningar 2024 Hinsegin Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira
Þetta kemur fram í aðsendri grein Sólborgar sem birtist á Vísi í dag, en hún ber heitið Má spyrja homma að öllu? „Þegar líða fer að kosningum fara Gróur þessa lands á stjá og velta hinum ýmsu málefnum fyrir sér,“ segir Sólborg. Í grein hennar segir hún að svo virðist sem árið 1980 sé aftur gengið í garð hvað varðar fordóma í garð Baldurs sem samkynhneigðs manns. „Að vilja verða forseti Íslands en vera hommi er svona svipað því að vilja verða forseti en vera kona árið 1980. Vigdís mátti þola ýmislegt í sínu forsetaframboði og þurfti að svara hinum ótrúlegustu spurningum um sitt persónulega líf, enda aldeilis ekki við hæfi að kona sæti í embætti forseta. Halda mætti að árið 1980 væri aftur gengið í garð en í þetta sinn sætir eini samkynhneigði forsetaframbjóðandinn svipuðum fordómum,“ skrifar Sólborg. Hún vill meina að siðareglur blaðamanna virðist litlu skeyta þegar að komi að Baldri. „Enda virðist fólki þykja í lagi að spyrja homma að öllu því sem því sýnist.“ Í kjölfarið skrifar hún lista yfir spurningar sem hún telur vera í umræddum anda, „í drullupytti fordóma og haturs“. Fórstu á hommabar? Kyssir þú manninn þinn? Af hverju eruð þið alltaf tveir saman? Getur maðurinn þinn aldrei haldið sig til hlés? Elskar þú BDSM? Ætlarðu að kyssa manninn þinn á Bessastöðum? Hvað með börnin á Bessastöðum? Þurfa þau að þola það? Við komum að því á eftir hvað þér finnst um stjórnarskrána, málskotsréttinn, valdsvið forsetans og fleira, en ætlarðu þér að fara einhvern tímann aftur á hommabar? Ég bara spyr. Þjóðin þarf nefnilega að vita það. Í grein sinni veltir Sólborg fyrir sér hvort rétt sé að velta sér upp úr áðurnefndum „drullupytti fordóma og haturs“. „Hommi getur nefnilega bæði elskað annan homma og sinnt störfum forseta af nærgætni og virðingu, á sama tíma, á sama stað,“ segir hún. Hafi engin áhrif á hann og Felix Í Pallborðinu á Vísi á dögunum sagði Baldur að allir þeir sem sækist eftir embætti forseta Íslands megi búast við því að skrökvað verði um sig. „Þetta bara fylgir þessu, og þetta hefur engin áhrif á okkur Felix,“ sagði Baldur og bætti við að þeir sem væru samkynhneigðir hefðu upplifað áreiti sem þetta í gegnum tíðina. Fjallað hefur verið um mynd af Baldri sem fannst á vefsíðu skemmtistaðar fyrir samkynhneigða karlmenn í París. Í þættinum Spursmálum á Mbl.is var Baldur spurður út í myndina. Hann benti á að hún væri tíu ára gömul og væri á meðal sakleysislegustu mynda sem birst hefði af honum. „Ég hef ekki hugmynd um þennan klúbb og man ekki einu sinni eftir því að hafa farið á hann. Þetta er eldgömul mynd og hún er mjög siðsamleg, það er bara ekkert að þessari mynd,“ sagði Baldur í Spursmálum.
Forsetakosningar 2024 Hinsegin Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira