Aukin virkni í gosinu Árni Sæberg skrifar 30. apríl 2024 09:40 Þorvaldur Þórðarson sér helst þrjár sviðsmyndir í stöðunni. Vísir/Arnar Eldfjallafræðingur segir merki uppi um að virkni hafi aukist í eldgosinu á Sundhnúksgígaröðinni í nótt. Landris í Svartsengi hafi stöðvast og kvika leiti nú beint upp á yfirborð úr dýpra kvikuhólfinu. „Það virðist hafa orðið einhver aukning í virkninni í nótt. Eins og þetta sé í fasa fyrir það sem við erum búin að vera að segja. Þegar þetta grunnstæða kvikuhólf fyllist, eins og það er að gera núna, þá fer það kvikumagn sem var að flæða inn í það bara beint upp. Það mun bæta við flæðið úr gígnum. Mér sýnist það hafa gerst en þetta er engin dramatík,“ segir Þorvaldur Þórðarson eldfjallafræðingur í samtali við Vísi. Gæti enn bæst við úr grynnra hólfinu Hann segir kvikuflæði úr dýpra kvikuhólfinu hingað til hafa skipst nokkurn vegin til helminga milli grynnra kvikuhólfsins og eldgossins. Því fari flæðið úr gígnum nú úr um þremur rúmmetrum á sekúndu í sex rúmmetra á sekúndu. „Þetta er nú engin stóraukning en þetta er aukning. Mér sýndist ég sjá á virkninni yfir nóttina að hún passi við það. Svo er spurning hvort að kvikugeymslan, sem við teljum að sé komin að þolmörkum, hvort kvika fari að flæða úr henni. Ef það gerist þá getur hún bæst við það flæði sem núna er að koma úr gígnum. Þá myndi það auka frekar í gosið á næstu dögum en ég hugsa að það verði engin mikilfengleg sýn. Engar stórar sprungur og miklir kvikustrókar, þetta verður rólegra ferli.“ Kvikan gæti líka storknað í hólfinu Þó segir Þorvaldur einnig möguleika á því að kvikan fari ekki neitt úr hólfinu heldur einfaldlega storknað þar. „Ef það verður raunin þá verður ekkert landsig í Svartsengi. Þá hættir landrisið og hlutirnir hægja á sér í rólegheitum og enda bara. Þannig að það eru ákveðin teikn á lofti um að þetta verði bara rólegt.“ Gosrásin gæti haldist opin Hins vegar gæti það líka gerst að gosrásin haldist opin og gosið gæti úr gígnum til lengri tíma. „Þannig að þetta eru þessar sviðsmyndir sem ég sé úr þessu. Ég sé nú ekki að við séum að fara að fá eitthvað stórt sprungugos á einhverjum nýjum stað. En við getum aldrei útilokað neitt slíkt heldur. Það er alltaf möguleiki á því að kvikan hlaupi þarna úr og opni þá þessa gossprungu, sem hefur verið að opnast í þessum gosum, fari í gang í einhvern tíma og lognist svo út af.“ Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Tengdar fréttir Mögulega að hægjast á landrisi í Svartsengi Virkni eldgossins við Sundhnúksgíga er með svipuðu móti og síðustu daga. Svo virðist sem mögulega hafi hægt á landrisi undir Svartsengi en náttúruvársérfræðingur segir þó of snemmt að túlka þau gögn sem liggja fyrir á þessari stundu. 28. apríl 2024 12:46 Líklegt að það styttist í brotmörk Lögregla á Suðurnesjum fylgist grannt með stöðu mála við Grindavík, þar sem hrauntunga hóf að renna yfir varnargarð í morgun. Þá telja vísindamenn að annað eldgos gæti verið yfirvofandi á svæðinu hvað úr hverju. 27. apríl 2024 20:46 Hraun mjakast yfir varnargarð Hrauntunga úr eldgosinu við Sundhnúksgíga hefur teygt sig yfir varnargarð norðan við Grindavík. Hún rennur hægt og engin hætta stafar af henni enn sem komið er. 27. apríl 2024 13:49 Mest lesið Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Innlent „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Innlent Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Erlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent Fleiri fréttir „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Sjá meira
„Það virðist hafa orðið einhver aukning í virkninni í nótt. Eins og þetta sé í fasa fyrir það sem við erum búin að vera að segja. Þegar þetta grunnstæða kvikuhólf fyllist, eins og það er að gera núna, þá fer það kvikumagn sem var að flæða inn í það bara beint upp. Það mun bæta við flæðið úr gígnum. Mér sýnist það hafa gerst en þetta er engin dramatík,“ segir Þorvaldur Þórðarson eldfjallafræðingur í samtali við Vísi. Gæti enn bæst við úr grynnra hólfinu Hann segir kvikuflæði úr dýpra kvikuhólfinu hingað til hafa skipst nokkurn vegin til helminga milli grynnra kvikuhólfsins og eldgossins. Því fari flæðið úr gígnum nú úr um þremur rúmmetrum á sekúndu í sex rúmmetra á sekúndu. „Þetta er nú engin stóraukning en þetta er aukning. Mér sýndist ég sjá á virkninni yfir nóttina að hún passi við það. Svo er spurning hvort að kvikugeymslan, sem við teljum að sé komin að þolmörkum, hvort kvika fari að flæða úr henni. Ef það gerist þá getur hún bæst við það flæði sem núna er að koma úr gígnum. Þá myndi það auka frekar í gosið á næstu dögum en ég hugsa að það verði engin mikilfengleg sýn. Engar stórar sprungur og miklir kvikustrókar, þetta verður rólegra ferli.“ Kvikan gæti líka storknað í hólfinu Þó segir Þorvaldur einnig möguleika á því að kvikan fari ekki neitt úr hólfinu heldur einfaldlega storknað þar. „Ef það verður raunin þá verður ekkert landsig í Svartsengi. Þá hættir landrisið og hlutirnir hægja á sér í rólegheitum og enda bara. Þannig að það eru ákveðin teikn á lofti um að þetta verði bara rólegt.“ Gosrásin gæti haldist opin Hins vegar gæti það líka gerst að gosrásin haldist opin og gosið gæti úr gígnum til lengri tíma. „Þannig að þetta eru þessar sviðsmyndir sem ég sé úr þessu. Ég sé nú ekki að við séum að fara að fá eitthvað stórt sprungugos á einhverjum nýjum stað. En við getum aldrei útilokað neitt slíkt heldur. Það er alltaf möguleiki á því að kvikan hlaupi þarna úr og opni þá þessa gossprungu, sem hefur verið að opnast í þessum gosum, fari í gang í einhvern tíma og lognist svo út af.“
Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Tengdar fréttir Mögulega að hægjast á landrisi í Svartsengi Virkni eldgossins við Sundhnúksgíga er með svipuðu móti og síðustu daga. Svo virðist sem mögulega hafi hægt á landrisi undir Svartsengi en náttúruvársérfræðingur segir þó of snemmt að túlka þau gögn sem liggja fyrir á þessari stundu. 28. apríl 2024 12:46 Líklegt að það styttist í brotmörk Lögregla á Suðurnesjum fylgist grannt með stöðu mála við Grindavík, þar sem hrauntunga hóf að renna yfir varnargarð í morgun. Þá telja vísindamenn að annað eldgos gæti verið yfirvofandi á svæðinu hvað úr hverju. 27. apríl 2024 20:46 Hraun mjakast yfir varnargarð Hrauntunga úr eldgosinu við Sundhnúksgíga hefur teygt sig yfir varnargarð norðan við Grindavík. Hún rennur hægt og engin hætta stafar af henni enn sem komið er. 27. apríl 2024 13:49 Mest lesið Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Innlent „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Innlent Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Erlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent Fleiri fréttir „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Sjá meira
Mögulega að hægjast á landrisi í Svartsengi Virkni eldgossins við Sundhnúksgíga er með svipuðu móti og síðustu daga. Svo virðist sem mögulega hafi hægt á landrisi undir Svartsengi en náttúruvársérfræðingur segir þó of snemmt að túlka þau gögn sem liggja fyrir á þessari stundu. 28. apríl 2024 12:46
Líklegt að það styttist í brotmörk Lögregla á Suðurnesjum fylgist grannt með stöðu mála við Grindavík, þar sem hrauntunga hóf að renna yfir varnargarð í morgun. Þá telja vísindamenn að annað eldgos gæti verið yfirvofandi á svæðinu hvað úr hverju. 27. apríl 2024 20:46
Hraun mjakast yfir varnargarð Hrauntunga úr eldgosinu við Sundhnúksgíga hefur teygt sig yfir varnargarð norðan við Grindavík. Hún rennur hægt og engin hætta stafar af henni enn sem komið er. 27. apríl 2024 13:49