Segir ekkert „dramatískt“ að frétta af eldgosinu Árni Sæberg skrifar 30. apríl 2024 12:15 Magnús Tumi Guðmundsson, prófessor í jarðeðlisfræði. Vísir/Einar Prófessor í jarðeðlisfræði segir ekkert „dramatískt“ að frétta af eldgosinu á Sundhnúksgígaröðinni við Grindavík. Þorvaldur Þórðarson, eldfjallafræðingur, sagði í samtali við Vísi í morgun að merki væru uppi um að virkni hafi aukist í eldgosinu í nótt. Landris í Svartsengi hefði stöðvast og kvika leitaði nú beint upp á yfirborð úr dýpra kvikuhólfinu. Rennslið enn mjög lítið Magnús Tumi Guðmundsson, jarðeðlisfræðiprófessor, segir allt of snemmt að fullyrða nokkuð um það. „Rennslið er mjög lítið. Við erum ekki farin að sjá aukningu. Það hefur smá aukning orðið á óróanum, sem mögulega þýðir einhver smá aukning aftur. En það er ekkert dramatískt sem er að gerast og ekkert víst að það sé nein aukning enn þá í þessu gosi, ef hún verður.“ Áhugaverð staða Hann segir mjög athyglisvert að kvika safnist saman í kvikuhólfinu á sama tíma og hún streymir úr gosopinu. Það geti gert það að verkum á endanum að flæði í gosinu aukist. „Það gæti fengið snögga aukningu, eins og í þeim atburðum sem hafa hleypt af stað gosi eða hafa verið í byrjun gosa. Þetta eru möguleikar sem við verðum að hafa með í myndinni. En nákvæmlega þessi atburðarás, að það sé að safnast fyrir á meðan það er að gjósa, við sáum þetta í Eyjafjallajökli og gosið jókst í kjölfarið, þarna í byrjun maí 2010. En í svona langan tíma og svona stöðugt, það hefur ekki sést mikið og við vitum ekki til að hafi gerst annars staðar. Það gerðist ekki í Kröflu. Þannig að þetta eru athyglisverðir tímar og við þurfum að vera undir það búin að hraunið aukist.“ Garðarnir lægri en hraunið Þá segir hann að hraun sé sums staðar orðið rúmlega fjórum metrum hærra en varnargarðarnir sem halda því í skefjum. „Það hefur verið unnið stöðugt í þessu og varnargarðarnir hafa verið hækkaðir samhliða, jafnvel hálfpartinn verið settir ofan á jaðar hraunsins. Það sem þarf hins vegar að vera ljóst, er að ef það vex mjög mikið og það flæðir hraun þarna að jaðrinum þar sem garðarnir eru. Þegar hraunið er orðið hærra en garðarnir og það kemur mikið rennsli, þá er ekki nein vörn í görðunum.“ Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Tengdar fréttir Mögulega að hægjast á landrisi í Svartsengi Virkni eldgossins við Sundhnúksgíga er með svipuðu móti og síðustu daga. Svo virðist sem mögulega hafi hægt á landrisi undir Svartsengi en náttúruvársérfræðingur segir þó of snemmt að túlka þau gögn sem liggja fyrir á þessari stundu. 28. apríl 2024 12:46 Líklegt að það styttist í brotmörk Lögregla á Suðurnesjum fylgist grannt með stöðu mála við Grindavík, þar sem hrauntunga hóf að renna yfir varnargarð í morgun. Þá telja vísindamenn að annað eldgos gæti verið yfirvofandi á svæðinu hvað úr hverju. 27. apríl 2024 20:46 Mest lesið Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Innlent Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Innlent Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Innlent Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Innlent Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Innlent Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Erlent Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Innlent Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Erlent „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Innlent Fleiri fréttir Pallborðið: Stungið höfðinu í sandinn í tuttugu ár Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Burðardýr fengu þungan dóm fyrir kókaínsmygl Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Fresta fundi til tíu í fyrramálið Stórskemmtilegur innhringjandi og óhefðbundin útför Viðgerð muni taka einhverja mánuði „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Segir borgina refsa foreldrum til að mæta rekstrarvanda Aflýsa verkfalli öðru sinni Umferðarslys á Fagradal og veginum lokað Segir sorglega illa hafa verið haldið á hagsmunum flugsins Umferðarteppa í Ártúnsbrekku vegna aftanákeyrslu Bein útsending: Verndum vatnið Víða vetrarfærð, Fjarðarheiði lokuð og björgunarsveitir aðstoða fólk í föstum bílum Kettlingur í hættu vegna sprautunála og haldið í gíslingu af nágranna Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus Sjá meira
Þorvaldur Þórðarson, eldfjallafræðingur, sagði í samtali við Vísi í morgun að merki væru uppi um að virkni hafi aukist í eldgosinu í nótt. Landris í Svartsengi hefði stöðvast og kvika leitaði nú beint upp á yfirborð úr dýpra kvikuhólfinu. Rennslið enn mjög lítið Magnús Tumi Guðmundsson, jarðeðlisfræðiprófessor, segir allt of snemmt að fullyrða nokkuð um það. „Rennslið er mjög lítið. Við erum ekki farin að sjá aukningu. Það hefur smá aukning orðið á óróanum, sem mögulega þýðir einhver smá aukning aftur. En það er ekkert dramatískt sem er að gerast og ekkert víst að það sé nein aukning enn þá í þessu gosi, ef hún verður.“ Áhugaverð staða Hann segir mjög athyglisvert að kvika safnist saman í kvikuhólfinu á sama tíma og hún streymir úr gosopinu. Það geti gert það að verkum á endanum að flæði í gosinu aukist. „Það gæti fengið snögga aukningu, eins og í þeim atburðum sem hafa hleypt af stað gosi eða hafa verið í byrjun gosa. Þetta eru möguleikar sem við verðum að hafa með í myndinni. En nákvæmlega þessi atburðarás, að það sé að safnast fyrir á meðan það er að gjósa, við sáum þetta í Eyjafjallajökli og gosið jókst í kjölfarið, þarna í byrjun maí 2010. En í svona langan tíma og svona stöðugt, það hefur ekki sést mikið og við vitum ekki til að hafi gerst annars staðar. Það gerðist ekki í Kröflu. Þannig að þetta eru athyglisverðir tímar og við þurfum að vera undir það búin að hraunið aukist.“ Garðarnir lægri en hraunið Þá segir hann að hraun sé sums staðar orðið rúmlega fjórum metrum hærra en varnargarðarnir sem halda því í skefjum. „Það hefur verið unnið stöðugt í þessu og varnargarðarnir hafa verið hækkaðir samhliða, jafnvel hálfpartinn verið settir ofan á jaðar hraunsins. Það sem þarf hins vegar að vera ljóst, er að ef það vex mjög mikið og það flæðir hraun þarna að jaðrinum þar sem garðarnir eru. Þegar hraunið er orðið hærra en garðarnir og það kemur mikið rennsli, þá er ekki nein vörn í görðunum.“
Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Tengdar fréttir Mögulega að hægjast á landrisi í Svartsengi Virkni eldgossins við Sundhnúksgíga er með svipuðu móti og síðustu daga. Svo virðist sem mögulega hafi hægt á landrisi undir Svartsengi en náttúruvársérfræðingur segir þó of snemmt að túlka þau gögn sem liggja fyrir á þessari stundu. 28. apríl 2024 12:46 Líklegt að það styttist í brotmörk Lögregla á Suðurnesjum fylgist grannt með stöðu mála við Grindavík, þar sem hrauntunga hóf að renna yfir varnargarð í morgun. Þá telja vísindamenn að annað eldgos gæti verið yfirvofandi á svæðinu hvað úr hverju. 27. apríl 2024 20:46 Mest lesið Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Innlent Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Innlent Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Innlent Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Innlent Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Innlent Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Erlent Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Innlent Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Erlent „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Innlent Fleiri fréttir Pallborðið: Stungið höfðinu í sandinn í tuttugu ár Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Burðardýr fengu þungan dóm fyrir kókaínsmygl Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Fresta fundi til tíu í fyrramálið Stórskemmtilegur innhringjandi og óhefðbundin útför Viðgerð muni taka einhverja mánuði „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Segir borgina refsa foreldrum til að mæta rekstrarvanda Aflýsa verkfalli öðru sinni Umferðarslys á Fagradal og veginum lokað Segir sorglega illa hafa verið haldið á hagsmunum flugsins Umferðarteppa í Ártúnsbrekku vegna aftanákeyrslu Bein útsending: Verndum vatnið Víða vetrarfærð, Fjarðarheiði lokuð og björgunarsveitir aðstoða fólk í föstum bílum Kettlingur í hættu vegna sprautunála og haldið í gíslingu af nágranna Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus Sjá meira
Mögulega að hægjast á landrisi í Svartsengi Virkni eldgossins við Sundhnúksgíga er með svipuðu móti og síðustu daga. Svo virðist sem mögulega hafi hægt á landrisi undir Svartsengi en náttúruvársérfræðingur segir þó of snemmt að túlka þau gögn sem liggja fyrir á þessari stundu. 28. apríl 2024 12:46
Líklegt að það styttist í brotmörk Lögregla á Suðurnesjum fylgist grannt með stöðu mála við Grindavík, þar sem hrauntunga hóf að renna yfir varnargarð í morgun. Þá telja vísindamenn að annað eldgos gæti verið yfirvofandi á svæðinu hvað úr hverju. 27. apríl 2024 20:46