Yrði gagnkynhneigður maður spurður sömu spurningar? Bjarki Sigurðsson skrifar 1. maí 2024 12:08 Bjarndís Helga Tómasdóttir, formaður Samtakanna '78, og Baldur Þórhallsson forsetaframbjóðandi. Vísir/Vilhelm Formaður Samtakanna '78 segir það áhyggjuefni þegar reynt er að nota kynhneigð forsetaframbjóðanda til að gera hann tortryggilegan. Baldur Þórhallsson var spurður í viðtali í vikunni hvort mynd af honum á stað sem sagður er vera kynlífsklúbbur geti skaðað ímynd forsetaembættisins. Í viðtali hjá Stefáni Einari Stefánssyni, hlaðvarpsstjórnanda Spursmála á Morgunblaðinu í vikunni, var Baldur Þórhallsson forsetaframbjóðandi fenginn til að svara fyrir mynd sem tekin var af honum á skemmtistað í París sem sagður er vera kynlífsklúbbur. Baldur kvaðst ekki muna eftir því að hafa farið á klúbbinn og benti á að ekkert væri að myndinni. Í kjölfar þáttarins gaf stjórn Samtakanna '78 frá sér yfirlýsingu þar sem spurningin og neikvæð umræða um kynhneigð Baldurs, sem er samkynhneigður, var gagnrýnd. Bjarndís Helga Tómasdóttir, formaður samtakanna, segir umræðu um kynhneigð Baldurs ekki vera slæma en það sé alls ekki gott þegar reynt er að gera hann tortryggilegan frambjóðanda vegna hennar. „Í það minnsta hef ég ekki orðið vör við það að aðrir forsetaframbjóðendur séu spurðir að því og krafnir skýringa á því af hverju þeir hafa verið á einhverjum skemmtistöðum. Eina ástæðan fyrir því að hann er spurður um þetta er af því þetta er hommaskemmtistaður fyrir homma,“ segir Bjarndís. Hún segir að á þeim árum sem Samtökin '78 hafa verið starfrækt hafi íslenskt samfélag tekið stakkaskiptum þegar kemur að viðhorfi gagnvart samkynhneigðu fólki. „Maður vill trúa því að þessi framför hafi náð djúpt inn í þjóðarsálina og það er leiðinlegt að sjá það að þegar það kemur að umræðu eins og þessari, að það séu einstaklingar sem eru til í að stökkva til og tjá sig með rætnum og leiðinlegum hætti, til dæmis í kommentakerfum, sem gerðist í kjölfari á þessu viðtali og í rauninni fyrir þann tíma,“ segir Bjarndís. Samtökin fagni því þegar hinsegin fólk láti af sér bera í samfélaginu. „Það er gott að hafa í huga ákveðna þumalputtareglu að velta því fyrir sér hvort þetta séu sæmandi spurningar til að spyrja gagnkynhneigða manneskju. Ég held að það sé góður staður til að byrja á. Velta því fyrir sér hvort spurningarnar séu til að gera manneskjuna tortryggilega fyrir sakir kynhneigðar sinnar,“ segir Bjarndís. Hinsegin Forsetakosningar 2024 Fjölmiðlar Mest lesið Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Erlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira
Í viðtali hjá Stefáni Einari Stefánssyni, hlaðvarpsstjórnanda Spursmála á Morgunblaðinu í vikunni, var Baldur Þórhallsson forsetaframbjóðandi fenginn til að svara fyrir mynd sem tekin var af honum á skemmtistað í París sem sagður er vera kynlífsklúbbur. Baldur kvaðst ekki muna eftir því að hafa farið á klúbbinn og benti á að ekkert væri að myndinni. Í kjölfar þáttarins gaf stjórn Samtakanna '78 frá sér yfirlýsingu þar sem spurningin og neikvæð umræða um kynhneigð Baldurs, sem er samkynhneigður, var gagnrýnd. Bjarndís Helga Tómasdóttir, formaður samtakanna, segir umræðu um kynhneigð Baldurs ekki vera slæma en það sé alls ekki gott þegar reynt er að gera hann tortryggilegan frambjóðanda vegna hennar. „Í það minnsta hef ég ekki orðið vör við það að aðrir forsetaframbjóðendur séu spurðir að því og krafnir skýringa á því af hverju þeir hafa verið á einhverjum skemmtistöðum. Eina ástæðan fyrir því að hann er spurður um þetta er af því þetta er hommaskemmtistaður fyrir homma,“ segir Bjarndís. Hún segir að á þeim árum sem Samtökin '78 hafa verið starfrækt hafi íslenskt samfélag tekið stakkaskiptum þegar kemur að viðhorfi gagnvart samkynhneigðu fólki. „Maður vill trúa því að þessi framför hafi náð djúpt inn í þjóðarsálina og það er leiðinlegt að sjá það að þegar það kemur að umræðu eins og þessari, að það séu einstaklingar sem eru til í að stökkva til og tjá sig með rætnum og leiðinlegum hætti, til dæmis í kommentakerfum, sem gerðist í kjölfari á þessu viðtali og í rauninni fyrir þann tíma,“ segir Bjarndís. Samtökin fagni því þegar hinsegin fólk láti af sér bera í samfélaginu. „Það er gott að hafa í huga ákveðna þumalputtareglu að velta því fyrir sér hvort þetta séu sæmandi spurningar til að spyrja gagnkynhneigða manneskju. Ég held að það sé góður staður til að byrja á. Velta því fyrir sér hvort spurningarnar séu til að gera manneskjuna tortryggilega fyrir sakir kynhneigðar sinnar,“ segir Bjarndís.
Hinsegin Forsetakosningar 2024 Fjölmiðlar Mest lesið Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Erlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira