Baldvin sló Íslandsmetið á móti á Spáni þegar hann hljóp á þrettán mínútum og 20,34 sekúndum. Gamla metið hans frá því fyrir tveimur árum var þrettán mínútur og 32,47 sekúndur.
Aðeins munaði 0,35 sekúndum að Baldvin hefði tryggt sig inn á Evrópumeistaramótið í Róm í sumar. Hann fær þó fleiri tækifæri til þess.
Baldvin vann sér einnig inn mikilvæg stig í baráttunni um að komast inn á Ólympíuleikana í París í sumar.