Óheflaði Eyjapeyinn Kári Kristján: „Töpum aldrei í vítakeppnum“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 1. maí 2024 20:01 Kári Kristján skoraði sex mörk úr sjö skotum í kvöld. Vísir/Hulda Margrét „Já ég myndi nú segja það,“ sagði Eyjamaðurinn Kári Kristján Kristjánsson einfaldlega aðspurður hvort sigur ÍBV á FH í Vestmannaeyjum í undanúrslitum Olís-deildar karla í handbolta væri einn ótrúlegasti leikur á hans ferli. Leikurinn var tvíframlengdur en úrslitin réðust ekki fyrr en í vítakeppni. Sigur ÍBV tryggði liðinu oddaleik um sæti í úrslitum Olís-deildarinnar árið 2024. „Fórum í þetta á móti Fram fyrir 20 árum síðan, þú getur Google-að þetta sko. Fórum í vítakeppni og unnum þá, við töpum aldrei í vítakeppnum þannig við unnum aftur núna,“ sagði Kári Kristján skælbrosandi í leikslok. FH vann fyrstu tvo leiki einvígisins sannfærandi en ÍBV sneri bökum saman og hefur nú tryggt sér oddaleik. Hvað breyttist eftir leik númer tvö í serínni? „Ég verð að segja að eins mikil lumma og það er þá var það bara stilling á hugarfari. Vorum ekki með þessa Eyjageðveiki, þetta Eyjahugarfar, þennan óheflaða peyja sem við erum allir. Hann kom í síðasta leik og kom aftur núna.“ „Fólkið er líka búið að stíga upp með okkur, það var ekki alveg klárt í bátana en nú eru allir klárir og leikur fimm, sunnudagur, getum ekki beðið.“ Eyjan mætti og lét í sér heyra.Vísir/Hulda Margrét Um leik kvöldsins „Þetta var geðveikt. Segi það aftur, það er svo ótrúlega fallegt og gaman að geta verið heima hjá sér að spila fyrir framan svona mikið af fólki. Fullt hús, þetta eru forréttindi. Að allir leggist á eitt í svona lítilli byggð, þetta er geðveikt. Maður finnur það og fólk finnur það, það unnu allir saman. Það unnu allir í Vestmannaeyjum.“ Fannst Kára Eyjaliðið skulda áhorfendum eitthvað eftir tapið í Eyjum í öðrum leik? „Algjörlega. Það var ömurlegur leikur sem við buðum fólki upp á hérna heima, töpuðum með einhverjum sex eða átta mörkum. Ekki boðleg frammistaða. Það kemur bara ekkert annað til greina þegar við erum komin svona langt að við séum að fara loka þessu á sunnudaginn.“ „Það eru allir á leiðinni upp á land á sunnudaginn. Það er frí í vinnu á mánudaginn, ég er búinn að hringja í öll fyrirtæki í bænum þannig það eru allir að mæta í Krikann,“ sagði Kári að lokum. Handbolti Olís-deild karla ÍBV Mest lesið Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur Handbolti Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Enski boltinn Sonur Ronaldo spilaði fyrsta landsleikinn fyrir Portúgal Fótbolti Awoniyi sofandi á gjörgæslu og gengst undir aðra aðgerð í dag Enski boltinn Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn Slógu toppliðið út og komust í austur úrslitin annað árið í röð Körfubolti Sunderland sló áhorfendamet á leiðinni í úrslitaleikinn Enski boltinn Myndaveisla: Haukar Íslandsmeistarar eftir ótrúlegan oddaleik Körfubolti Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 92-91 | Haukar Íslandsmeistarar 2025 Körfubolti Dagskráin í dag: Úrslitaeinvígið og Benóný Breki Sport Fleiri fréttir Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur ÍBV sækir Jakob úr föllnu liði Gróttu Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann HSÍ ræður Roland Eradze sem markmannsþjálfara Strákarnir okkar í öðrum styrkleikaflokki Nýr forseti norska sambandsins spilaði hjá Þóri og Marit Breivik „Gerðum út um leikinn og ekki yfir miklu að kvarta“ Uppgjörið: Ísland - Georgía 33-21 | Fullt hús eftir stórsigur Ljóst hvaða þjóðir verða með Ísland á EM í handbolta Fínn leikur íslensku landsliðskvennanna dugði ekki Uppgjörið: Porrino - Valur 29-29 | Jafnt í fyrri leiknum „Maður veit alveg hver gulrótin er“ Aldís Ásta og félagar einum sigri frá sænska meistaratitlinum Alfreð reiður út í leikmenn sína Frá Eyjum til Ísraels Haukar fá einn markahæsta mann deildarinnar Lærisveinn Hannesar í tveggja ára bann fyrir hrottalegt brot Dagur líka með sína stráka á sigurbraut Uppgjörið: Bosnía-Ísland 25-34 | Toppsætið tryggt hjá strákunum okkar Alfreð kom Þjóðverjum á EM Önnur landsliðskona leysir Þóreyju Rósu af hólmi Fjalla um ráðningu Þóris: Séní sem á að hjálpa Íslandi Hópurinn gegn Bosníu: Reynir þarf að bíða eftir fyrsta landsleiknum „Þessi vegferð hefur verið draumi líkust“ Haukarnir byrjaðir að fylla í skarð Elínar Klöru Aldís Ásta frábær í fyrsta úrslitaleiknum um titilinn Haukakonur í lokaúrslitin á móti Val Bjarki kallaður inn í landsliðið Sólveig Lára hætt með ÍR Sjá meira
Leikurinn var tvíframlengdur en úrslitin réðust ekki fyrr en í vítakeppni. Sigur ÍBV tryggði liðinu oddaleik um sæti í úrslitum Olís-deildarinnar árið 2024. „Fórum í þetta á móti Fram fyrir 20 árum síðan, þú getur Google-að þetta sko. Fórum í vítakeppni og unnum þá, við töpum aldrei í vítakeppnum þannig við unnum aftur núna,“ sagði Kári Kristján skælbrosandi í leikslok. FH vann fyrstu tvo leiki einvígisins sannfærandi en ÍBV sneri bökum saman og hefur nú tryggt sér oddaleik. Hvað breyttist eftir leik númer tvö í serínni? „Ég verð að segja að eins mikil lumma og það er þá var það bara stilling á hugarfari. Vorum ekki með þessa Eyjageðveiki, þetta Eyjahugarfar, þennan óheflaða peyja sem við erum allir. Hann kom í síðasta leik og kom aftur núna.“ „Fólkið er líka búið að stíga upp með okkur, það var ekki alveg klárt í bátana en nú eru allir klárir og leikur fimm, sunnudagur, getum ekki beðið.“ Eyjan mætti og lét í sér heyra.Vísir/Hulda Margrét Um leik kvöldsins „Þetta var geðveikt. Segi það aftur, það er svo ótrúlega fallegt og gaman að geta verið heima hjá sér að spila fyrir framan svona mikið af fólki. Fullt hús, þetta eru forréttindi. Að allir leggist á eitt í svona lítilli byggð, þetta er geðveikt. Maður finnur það og fólk finnur það, það unnu allir saman. Það unnu allir í Vestmannaeyjum.“ Fannst Kára Eyjaliðið skulda áhorfendum eitthvað eftir tapið í Eyjum í öðrum leik? „Algjörlega. Það var ömurlegur leikur sem við buðum fólki upp á hérna heima, töpuðum með einhverjum sex eða átta mörkum. Ekki boðleg frammistaða. Það kemur bara ekkert annað til greina þegar við erum komin svona langt að við séum að fara loka þessu á sunnudaginn.“ „Það eru allir á leiðinni upp á land á sunnudaginn. Það er frí í vinnu á mánudaginn, ég er búinn að hringja í öll fyrirtæki í bænum þannig það eru allir að mæta í Krikann,“ sagði Kári að lokum.
Handbolti Olís-deild karla ÍBV Mest lesið Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur Handbolti Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Enski boltinn Sonur Ronaldo spilaði fyrsta landsleikinn fyrir Portúgal Fótbolti Awoniyi sofandi á gjörgæslu og gengst undir aðra aðgerð í dag Enski boltinn Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn Slógu toppliðið út og komust í austur úrslitin annað árið í röð Körfubolti Sunderland sló áhorfendamet á leiðinni í úrslitaleikinn Enski boltinn Myndaveisla: Haukar Íslandsmeistarar eftir ótrúlegan oddaleik Körfubolti Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 92-91 | Haukar Íslandsmeistarar 2025 Körfubolti Dagskráin í dag: Úrslitaeinvígið og Benóný Breki Sport Fleiri fréttir Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur ÍBV sækir Jakob úr föllnu liði Gróttu Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann HSÍ ræður Roland Eradze sem markmannsþjálfara Strákarnir okkar í öðrum styrkleikaflokki Nýr forseti norska sambandsins spilaði hjá Þóri og Marit Breivik „Gerðum út um leikinn og ekki yfir miklu að kvarta“ Uppgjörið: Ísland - Georgía 33-21 | Fullt hús eftir stórsigur Ljóst hvaða þjóðir verða með Ísland á EM í handbolta Fínn leikur íslensku landsliðskvennanna dugði ekki Uppgjörið: Porrino - Valur 29-29 | Jafnt í fyrri leiknum „Maður veit alveg hver gulrótin er“ Aldís Ásta og félagar einum sigri frá sænska meistaratitlinum Alfreð reiður út í leikmenn sína Frá Eyjum til Ísraels Haukar fá einn markahæsta mann deildarinnar Lærisveinn Hannesar í tveggja ára bann fyrir hrottalegt brot Dagur líka með sína stráka á sigurbraut Uppgjörið: Bosnía-Ísland 25-34 | Toppsætið tryggt hjá strákunum okkar Alfreð kom Þjóðverjum á EM Önnur landsliðskona leysir Þóreyju Rósu af hólmi Fjalla um ráðningu Þóris: Séní sem á að hjálpa Íslandi Hópurinn gegn Bosníu: Reynir þarf að bíða eftir fyrsta landsleiknum „Þessi vegferð hefur verið draumi líkust“ Haukarnir byrjaðir að fylla í skarð Elínar Klöru Aldís Ásta frábær í fyrsta úrslitaleiknum um titilinn Haukakonur í lokaúrslitin á móti Val Bjarki kallaður inn í landsliðið Sólveig Lára hætt með ÍR Sjá meira
Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn
Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn