Icelandair flýgur til Færeyja að nýju Kristján Már Unnarsson og Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifa 1. maí 2024 23:00 Slökkvilið Vogaflugvallar heiðraði flugvél Icelandair með vatnsboga. Flugvélin er af gerðinni Dash 8 Q400 og tekur 76 farþega. Kringvarpið/Ólavur Frederiksen Icelandair hóf í dag áætlunarflug til Færeyja á ný eftir tuttugu ára hlé. Utanríkisráðherrar Íslands og Færeyja fagna áfanganum sem og flugstjóri fyrstu flugferðarinnar. Flogið verður fimm til sex sinnum í viku gegnt flugfélaginu Atlantic Airways sem hefur verið að fljúga á milli tvisvar til þrisvar í viku. Kristján Már Unnarsson er staddur í Þórshöfn og fór yfir sögu Færeyjaflugs Icelandair í Kvöldfréttum. Það var Flugfélag Íslands sem hóf fyrsta samfellda Færeyjarflugið árið 1963 á þristum. Svo fóru þau að fljúga á fokkurum, en svo fóru Færeyingarnir að taka flugmálin í sínar hendur. Þeir stofnuðu Flugfélag Foröyja og svo Atlantic Airways, sem hefur annast Færeyjaflugið eitt frá árinu 2004, en í samstarfi við Icelandair. Í dag mættu Íslendingar aftur á Dash 8 - Q400 vél, henni var fagnað við komuna til Vogaflugvallar, slökkviliðið sprautaði hátíðarbunu yfir flugvélina og Utanríkisráðherrar landanna fluttu ávörp. Þá söng karlakór. Stór hluti farþeganna voru Bandaríkja- og Kanadamenn.Kringvarpið/Ólavur Frederiksen Á Vogaflugvelli var rætt við ráðherrana og flugstjóra vélarinnar eftir lendinguna. „Þetta er auðvitað mikil og meiri háttar viðbót, bæði fyrir Færeyjar og Færeyinga en ekki síður fyrir okkur. Eins og við erum búin að heyra hér er gríðarlega mikill áhugi, sérstaklega frá Bandaríkjunum, að bæta Færeyjum við sitt ferðalag og sína heimsókn. Þannig að þetta er mjög til hagsbóta fyrir bæði löndin,“ sagði Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra. Utanríkisráðherrar Færeyja og Íslands í flugstöðinni í Vogum.Egill Aðalsteinsson „Mér finnst þetta bara mjög mikilvægt skref fyrir tengslin milli Færeyja og Íslands. Ísland hefur alltaf verið að tengja okkur saman við alheiminn. Fyrst í Evrópu, Íslendingar voru jú fyrstir að fljúga milli Færeyja og Glasgow og Kaupmannahafnar og Evrópu. En nú fáum við tækifæri til þess að fara vestan hafs,“ sagði Høgni Hoydal utanríkisráðherra Færeyja. Hann segir flugið auka bæði tengslin milli Færeyja og Íslands og Færeyja og alls heimsins. „Sem mér finnst mjög mikilvægt og færeyska ríkisstjórnin er mjög ánægð með þetta flug frá Icelandair,“ sagði Høgni. Høgni Hoydal er utanríkis- og atvinnumálaráðherra Færeyja.Egill Aðalsteinsson Kristján Jakobsson flugstjóri segir gaman að koma aftur til Færeyja. „Maður er náttúrlega búinn að koma hérna þó nokkuð oft, Fyrir þó nokkuð mörgum árum reyndar. En það er gaman að sjá hvað þeir hafa gert hlutina vel hérna. Brautin er miklu betri, aðflugsbúnaðurinn er alveg til fyrirmyndar, þeir hafa lagt mikla vinnu í það. Flugstöðin er alveg æðisleg,“ sagði Kristján. Í gamla daga var Færeyjaflugið eingöngu frá Reykjavíkurflugvelli, meira að segja þegar Færeyingar sjálfir flugu frá Reykjavík, þar til fyrir fáum árum, en nú ætlar Icelandair að fljúga frá Keflavík. En hvers vegna verður ekki flogið frá Reykjavíkurflugvelli? Guðni Sigurðsson upplýsingafulltrúi Icelandair er einnig mættur til Færeyja og svaraði því í beinni í kvöldfréttum. Áhöfn fyrsta Færeyjaflugsins. Kristján Jakobsson flugstjóri, Sigrún Helga Hólm, Laufey Bjarnadóttir og Jóhann Atli Hafliðason.Egill Aðalsteinsson „Ástæðan er til þess að tengja við flugáætlun okkar í Keflavík. Og þá sérstaklega Norður-Ameríku og Grænland. Þessu er sérstaklega stillt upp þannig að flugtímarnir passi vel og við höfum fundið fyrir mikilli eftirspurn frá Norður-Ameríku. Það er mjög gaman að sjá það.“ Með þessu höfði félagið til Færeyinga, Grænlendinga, Íslendinga og Bandaríkjamanna. „Það er gott að dreifa mörkuðunum á milli þessara svæða. Og þá er auðveldara að halda fluginu uppi, gera það arðbært og fylla flugvélarnar.“ Vélin var stútfull hjá ykkur í dag, 76 sæti, og stór hluti voru Bandaríkjamenn? „Já, það var alveg upp undir helmingur að koma frá Bandaríkjunum og fjölmörgum áfangastöðum í Bandaríkjunum og Kanada. Það var mjög ánægjulegt að sjá það.“ Guðni Sigurðsson upplýsingafulltrúi Icelandair í beinni frá Þórshöfn.Egill Aðalsteinsson Þið hafið verið í samstarfi við Atlantic Airways um Færeyjaflugið, eruð þið núna að fara í samkeppni við Færeyingana? „Það er auðvitað alltaf samkeppni á flugmarkaði en við erum kannski fyrst og fremst að auka tíðnina. Við erum í miklu samstarfi við Atlantic Airways, höfum verið um árabil og erum að auka það núna. En þarna erum við að gera tíðnina meiri, sérstaklega milli Íslands og Færeyja og þá sérstaklega líka tengja við Ameríku, en flugið frá Atlantic er hefur ekki verið á tímum sem henta jafnvel í það.“ Þetta hafa verið tvö, þrjú flug í viku en þeim mun fjölga mjög með þessu? „Já, við erum að bæta við fimm til sex flugum í viku, þannig að það verður daglegt flug og rúmlega það,“ segir Guðni Sigurðsson upplýsingafulltrúi Icelandair. Færeyjar Fréttir af flugi Icelandair Ferðamennska á Íslandi Keflavíkurflugvöllur Danmörk Samgöngur Tengdar fréttir Síðasta flug til Færeyja frá Reykjavíkurflugvelli Áætlunarflugi milli Reykjavíkur og Færeyja lauk í dag, 55 árum eftir að flugsamgöngur hófust á milli höfuðborgar Íslands og nánustu frændþjóðar Íslendinga. 26. október 2018 21:15 Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Fleiri fréttir Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri Sjá meira
Kristján Már Unnarsson er staddur í Þórshöfn og fór yfir sögu Færeyjaflugs Icelandair í Kvöldfréttum. Það var Flugfélag Íslands sem hóf fyrsta samfellda Færeyjarflugið árið 1963 á þristum. Svo fóru þau að fljúga á fokkurum, en svo fóru Færeyingarnir að taka flugmálin í sínar hendur. Þeir stofnuðu Flugfélag Foröyja og svo Atlantic Airways, sem hefur annast Færeyjaflugið eitt frá árinu 2004, en í samstarfi við Icelandair. Í dag mættu Íslendingar aftur á Dash 8 - Q400 vél, henni var fagnað við komuna til Vogaflugvallar, slökkviliðið sprautaði hátíðarbunu yfir flugvélina og Utanríkisráðherrar landanna fluttu ávörp. Þá söng karlakór. Stór hluti farþeganna voru Bandaríkja- og Kanadamenn.Kringvarpið/Ólavur Frederiksen Á Vogaflugvelli var rætt við ráðherrana og flugstjóra vélarinnar eftir lendinguna. „Þetta er auðvitað mikil og meiri háttar viðbót, bæði fyrir Færeyjar og Færeyinga en ekki síður fyrir okkur. Eins og við erum búin að heyra hér er gríðarlega mikill áhugi, sérstaklega frá Bandaríkjunum, að bæta Færeyjum við sitt ferðalag og sína heimsókn. Þannig að þetta er mjög til hagsbóta fyrir bæði löndin,“ sagði Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra. Utanríkisráðherrar Færeyja og Íslands í flugstöðinni í Vogum.Egill Aðalsteinsson „Mér finnst þetta bara mjög mikilvægt skref fyrir tengslin milli Færeyja og Íslands. Ísland hefur alltaf verið að tengja okkur saman við alheiminn. Fyrst í Evrópu, Íslendingar voru jú fyrstir að fljúga milli Færeyja og Glasgow og Kaupmannahafnar og Evrópu. En nú fáum við tækifæri til þess að fara vestan hafs,“ sagði Høgni Hoydal utanríkisráðherra Færeyja. Hann segir flugið auka bæði tengslin milli Færeyja og Íslands og Færeyja og alls heimsins. „Sem mér finnst mjög mikilvægt og færeyska ríkisstjórnin er mjög ánægð með þetta flug frá Icelandair,“ sagði Høgni. Høgni Hoydal er utanríkis- og atvinnumálaráðherra Færeyja.Egill Aðalsteinsson Kristján Jakobsson flugstjóri segir gaman að koma aftur til Færeyja. „Maður er náttúrlega búinn að koma hérna þó nokkuð oft, Fyrir þó nokkuð mörgum árum reyndar. En það er gaman að sjá hvað þeir hafa gert hlutina vel hérna. Brautin er miklu betri, aðflugsbúnaðurinn er alveg til fyrirmyndar, þeir hafa lagt mikla vinnu í það. Flugstöðin er alveg æðisleg,“ sagði Kristján. Í gamla daga var Færeyjaflugið eingöngu frá Reykjavíkurflugvelli, meira að segja þegar Færeyingar sjálfir flugu frá Reykjavík, þar til fyrir fáum árum, en nú ætlar Icelandair að fljúga frá Keflavík. En hvers vegna verður ekki flogið frá Reykjavíkurflugvelli? Guðni Sigurðsson upplýsingafulltrúi Icelandair er einnig mættur til Færeyja og svaraði því í beinni í kvöldfréttum. Áhöfn fyrsta Færeyjaflugsins. Kristján Jakobsson flugstjóri, Sigrún Helga Hólm, Laufey Bjarnadóttir og Jóhann Atli Hafliðason.Egill Aðalsteinsson „Ástæðan er til þess að tengja við flugáætlun okkar í Keflavík. Og þá sérstaklega Norður-Ameríku og Grænland. Þessu er sérstaklega stillt upp þannig að flugtímarnir passi vel og við höfum fundið fyrir mikilli eftirspurn frá Norður-Ameríku. Það er mjög gaman að sjá það.“ Með þessu höfði félagið til Færeyinga, Grænlendinga, Íslendinga og Bandaríkjamanna. „Það er gott að dreifa mörkuðunum á milli þessara svæða. Og þá er auðveldara að halda fluginu uppi, gera það arðbært og fylla flugvélarnar.“ Vélin var stútfull hjá ykkur í dag, 76 sæti, og stór hluti voru Bandaríkjamenn? „Já, það var alveg upp undir helmingur að koma frá Bandaríkjunum og fjölmörgum áfangastöðum í Bandaríkjunum og Kanada. Það var mjög ánægjulegt að sjá það.“ Guðni Sigurðsson upplýsingafulltrúi Icelandair í beinni frá Þórshöfn.Egill Aðalsteinsson Þið hafið verið í samstarfi við Atlantic Airways um Færeyjaflugið, eruð þið núna að fara í samkeppni við Færeyingana? „Það er auðvitað alltaf samkeppni á flugmarkaði en við erum kannski fyrst og fremst að auka tíðnina. Við erum í miklu samstarfi við Atlantic Airways, höfum verið um árabil og erum að auka það núna. En þarna erum við að gera tíðnina meiri, sérstaklega milli Íslands og Færeyja og þá sérstaklega líka tengja við Ameríku, en flugið frá Atlantic er hefur ekki verið á tímum sem henta jafnvel í það.“ Þetta hafa verið tvö, þrjú flug í viku en þeim mun fjölga mjög með þessu? „Já, við erum að bæta við fimm til sex flugum í viku, þannig að það verður daglegt flug og rúmlega það,“ segir Guðni Sigurðsson upplýsingafulltrúi Icelandair.
Færeyjar Fréttir af flugi Icelandair Ferðamennska á Íslandi Keflavíkurflugvöllur Danmörk Samgöngur Tengdar fréttir Síðasta flug til Færeyja frá Reykjavíkurflugvelli Áætlunarflugi milli Reykjavíkur og Færeyja lauk í dag, 55 árum eftir að flugsamgöngur hófust á milli höfuðborgar Íslands og nánustu frændþjóðar Íslendinga. 26. október 2018 21:15 Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Fleiri fréttir Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri Sjá meira
Síðasta flug til Færeyja frá Reykjavíkurflugvelli Áætlunarflugi milli Reykjavíkur og Færeyja lauk í dag, 55 árum eftir að flugsamgöngur hófust á milli höfuðborgar Íslands og nánustu frændþjóðar Íslendinga. 26. október 2018 21:15