Rangnick hafnar Bayern München Sindri Sverrisson skrifar 2. maí 2024 08:32 Ralf Rangnick ætlar að halda áfram með austurríska landsliðið. Getty/Robbie Jay Barratt Ralf Rangnick, fyrrverandi knattspyrnustjóri Manchester United, hefur ákveðið að hafna boði um að taka við Bayern München og ætlar að halda áfram þjálfun landsliðs Austurríkis. Frá þessu greinir þýska blaðið BILD nú í morgun og þar með heldur áfram leit Bayern að manni til að taka við af Thomas Tuchel í sumar. Bayern vildi fá Rangnick og það hefði þýtt að hann hefði þurft að rifta samningi við austurríska knattspyrnusambandið. Nú er hins vegar ljóst að hann mun stýra Austurríki á Evrópumótinu í sumar og samkvæmt BILD ætlar hann sér að standa við núgildandi samning sem gildir til ársins 2026. Ralf Rangnick says NO to FC Bayern and won‘t be successor of Thomas Tuchel! Austria agrees with their Coach to stay @BILD_Sport @altobelli13— Christian Falk (@cfbayern) May 2, 2024 Bayern tilkynnti í febrúar að Tuchel myndi kveðja félagið í sumar, ári fyrr en til stóð. Félagið hefur síðan horft til Xabi Alonso og Julian Nagelsmann en Alonso ákvað að halda áfram með Leverkusen, og Nagelsmann ætlar að halda áfram með þýska landsliðið. 🔴🇩🇪 Bayern were just waiting for Ralf Rangnick to accept their proposal with announcement set for next week; but he rejected due to personal reasons.After Xabi Alonso and Nagelsmann, also Ralf Rangnick says no to Bayern. ⛔️↪️ Talks over new coach will re-start immediately. pic.twitter.com/pmjRaEyq9T— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) May 2, 2024 Tuchel er kominn með Bayern í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu, þar sem liðið gerði 2-2 jafntefli við Real Madrid í fyrri leik á þriðjudaginn, en honum mistókst algjörlega að verja þýska meistaratitilinn sem fór til Leverkusen. Bayern hafði unnið þýsku deildina 11 ár í röð áður en Leverkusen vann hana í ár. Bayern féll auk þess úr leik í þýska bikarnum eftir tap gegn 3. deildarliði Saarbrucken. Þrátt fyrir að Rangnick, sem er 65 ára gamall, hafi ekki slegið í gegn sem stjóri United þá nýtur hann mikillar virðingar í Þýskalandi vegna þess fótbolta sem lið hans hafa boðið upp á, en hann stýrði þar síðast liði Leipzig áður en hann hætti 2019. Rangnick stýrði United tímabundið í hálfa leiktíð, eftir brottrekstur Ole Gunnars Solskjær síðla árs 2021, og tók svo við austurríska landsliðinu sem hann kom inn á EM. Þýski boltinn Tengdar fréttir Hrósar Alonso fyrir að taka ekki við Liverpool eða Bayern: „Þarf ekki að sanna neitt“ Fyrrverandi samherji Xabis Alonso hjá Liverpool hefur hrósað honum fyrir að taka ekki við Bítlaborgarliðinu eða Bayern München, heldur halda kyrru fyrir hjá Bayer Leverkusen. 27. apríl 2024 11:30 Bayern hyggst ráða manninn sem United losaði sig við Bayern München er í þjálfaraleit fyrir sumarið og hefur sett sig í samband við Ralf Rangnick, sem þjálfaði Manchester United í hálfa leiktíð. Rangnick hefur skilað góðu starfi með austurríska landsliðið að undanförnu. 24. apríl 2024 23:30 Mest lesið Notuðu mynd af röngum manni þegar þeir minntust Jota og bróður hans Fótbolti McGregor rýfur þögnina: Sá eigin dauðdaga og fann guð Sport Aron spilaði með Woltemade en sá ekki fyrir að hann yrði svona góður Enski boltinn Pep skammast sín og biðst afsökunar Enski boltinn Heimir um Ísland: „Finnst vanta aðeins kjöt á beinin“ Fótbolti Hamilton líður ömurlega á versta tímabili ferilsins Formúla 1 Sjáðu stórkostlega hjólhestaspyrnu Ronaldos Fótbolti Gáfu sumarkaupum Liverpool einkunn: Aron tvistaði Isak Enski boltinn Íhugar framtíðina og gæti hafa leikið sinn síðasta leik fyrir Breiðablik Fótbolti Vonar að titilvörnin hefjist ekki á konunni sem vann hann um daginn Sport Fleiri fréttir Segir ónefndan aðila hafa unnið gegn sér hjá Breiðabliki Alex Freyr frá Fram í Njarðvík Hörður á flugi og vann Hjört í slag um fjórða sæti Pep skammast sín og biðst afsökunar María aftur heim til Klepp Aron spilaði með Woltemade en sá ekki fyrir að hann yrði svona góður Messi með mark og stoðsendingaþrennu og liðið tveimur sigrum frá titlinum Rooney hvetur Slot til að henda Salah á bekkinn Heimir um Ísland: „Finnst vanta aðeins kjöt á beinin“ Sjáðu þrennuna hjá Eze og öll mörkin úr enska Sjáðu stórkostlega hjólhestaspyrnu Ronaldos Gáfu sumarkaupum Liverpool einkunn: Aron tvistaði Isak Notuðu mynd af röngum manni þegar þeir minntust Jota og bróður hans Íhugar framtíðina og gæti hafa leikið sinn síðasta leik fyrir Breiðablik Bellingham bjargaði stigi fyrir Madrídinga Pulisic hetjan í Mílanóslagnum Hákon kom inn af bekknum og Lille snéri dæminu við Lið Söndru Maríu aðstoðaði Glódísi og stöllur í titilbaráttunni Eze með þrennu í fyrsta Norður-Lundúnaslagnum Sædís og Arna norskir bikarmeistarar Glódís Perla hvíld en mjög fljót að ná sér í gult spjald Morgan Rogers með sigurmarkið úr aukaspyrnu Viðar Ari kom öllu af stað í stórsigri Þarf mikið til að eyða 450 milljónum til að gera Liverpool liðið verra Kallaði bestu knattspyrnukonu landsins feita og fær nú lengra bann Stríddi „svikurunum“ í herbúðum Arsenal Karólína Lea með tvær stoðsendingar í langþráðum sigri Inter United-aðdáandinn ætlar að gefa „Litlu prinsessunum“ hárið sitt Cunha gat ekki kveikt á jólaljósunum vegna slyss á æfingu Wayne Rooney valdi Owen frekar en Messi Sjá meira
Frá þessu greinir þýska blaðið BILD nú í morgun og þar með heldur áfram leit Bayern að manni til að taka við af Thomas Tuchel í sumar. Bayern vildi fá Rangnick og það hefði þýtt að hann hefði þurft að rifta samningi við austurríska knattspyrnusambandið. Nú er hins vegar ljóst að hann mun stýra Austurríki á Evrópumótinu í sumar og samkvæmt BILD ætlar hann sér að standa við núgildandi samning sem gildir til ársins 2026. Ralf Rangnick says NO to FC Bayern and won‘t be successor of Thomas Tuchel! Austria agrees with their Coach to stay @BILD_Sport @altobelli13— Christian Falk (@cfbayern) May 2, 2024 Bayern tilkynnti í febrúar að Tuchel myndi kveðja félagið í sumar, ári fyrr en til stóð. Félagið hefur síðan horft til Xabi Alonso og Julian Nagelsmann en Alonso ákvað að halda áfram með Leverkusen, og Nagelsmann ætlar að halda áfram með þýska landsliðið. 🔴🇩🇪 Bayern were just waiting for Ralf Rangnick to accept their proposal with announcement set for next week; but he rejected due to personal reasons.After Xabi Alonso and Nagelsmann, also Ralf Rangnick says no to Bayern. ⛔️↪️ Talks over new coach will re-start immediately. pic.twitter.com/pmjRaEyq9T— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) May 2, 2024 Tuchel er kominn með Bayern í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu, þar sem liðið gerði 2-2 jafntefli við Real Madrid í fyrri leik á þriðjudaginn, en honum mistókst algjörlega að verja þýska meistaratitilinn sem fór til Leverkusen. Bayern hafði unnið þýsku deildina 11 ár í röð áður en Leverkusen vann hana í ár. Bayern féll auk þess úr leik í þýska bikarnum eftir tap gegn 3. deildarliði Saarbrucken. Þrátt fyrir að Rangnick, sem er 65 ára gamall, hafi ekki slegið í gegn sem stjóri United þá nýtur hann mikillar virðingar í Þýskalandi vegna þess fótbolta sem lið hans hafa boðið upp á, en hann stýrði þar síðast liði Leipzig áður en hann hætti 2019. Rangnick stýrði United tímabundið í hálfa leiktíð, eftir brottrekstur Ole Gunnars Solskjær síðla árs 2021, og tók svo við austurríska landsliðinu sem hann kom inn á EM.
Þýski boltinn Tengdar fréttir Hrósar Alonso fyrir að taka ekki við Liverpool eða Bayern: „Þarf ekki að sanna neitt“ Fyrrverandi samherji Xabis Alonso hjá Liverpool hefur hrósað honum fyrir að taka ekki við Bítlaborgarliðinu eða Bayern München, heldur halda kyrru fyrir hjá Bayer Leverkusen. 27. apríl 2024 11:30 Bayern hyggst ráða manninn sem United losaði sig við Bayern München er í þjálfaraleit fyrir sumarið og hefur sett sig í samband við Ralf Rangnick, sem þjálfaði Manchester United í hálfa leiktíð. Rangnick hefur skilað góðu starfi með austurríska landsliðið að undanförnu. 24. apríl 2024 23:30 Mest lesið Notuðu mynd af röngum manni þegar þeir minntust Jota og bróður hans Fótbolti McGregor rýfur þögnina: Sá eigin dauðdaga og fann guð Sport Aron spilaði með Woltemade en sá ekki fyrir að hann yrði svona góður Enski boltinn Pep skammast sín og biðst afsökunar Enski boltinn Heimir um Ísland: „Finnst vanta aðeins kjöt á beinin“ Fótbolti Hamilton líður ömurlega á versta tímabili ferilsins Formúla 1 Sjáðu stórkostlega hjólhestaspyrnu Ronaldos Fótbolti Gáfu sumarkaupum Liverpool einkunn: Aron tvistaði Isak Enski boltinn Íhugar framtíðina og gæti hafa leikið sinn síðasta leik fyrir Breiðablik Fótbolti Vonar að titilvörnin hefjist ekki á konunni sem vann hann um daginn Sport Fleiri fréttir Segir ónefndan aðila hafa unnið gegn sér hjá Breiðabliki Alex Freyr frá Fram í Njarðvík Hörður á flugi og vann Hjört í slag um fjórða sæti Pep skammast sín og biðst afsökunar María aftur heim til Klepp Aron spilaði með Woltemade en sá ekki fyrir að hann yrði svona góður Messi með mark og stoðsendingaþrennu og liðið tveimur sigrum frá titlinum Rooney hvetur Slot til að henda Salah á bekkinn Heimir um Ísland: „Finnst vanta aðeins kjöt á beinin“ Sjáðu þrennuna hjá Eze og öll mörkin úr enska Sjáðu stórkostlega hjólhestaspyrnu Ronaldos Gáfu sumarkaupum Liverpool einkunn: Aron tvistaði Isak Notuðu mynd af röngum manni þegar þeir minntust Jota og bróður hans Íhugar framtíðina og gæti hafa leikið sinn síðasta leik fyrir Breiðablik Bellingham bjargaði stigi fyrir Madrídinga Pulisic hetjan í Mílanóslagnum Hákon kom inn af bekknum og Lille snéri dæminu við Lið Söndru Maríu aðstoðaði Glódísi og stöllur í titilbaráttunni Eze með þrennu í fyrsta Norður-Lundúnaslagnum Sædís og Arna norskir bikarmeistarar Glódís Perla hvíld en mjög fljót að ná sér í gult spjald Morgan Rogers með sigurmarkið úr aukaspyrnu Viðar Ari kom öllu af stað í stórsigri Þarf mikið til að eyða 450 milljónum til að gera Liverpool liðið verra Kallaði bestu knattspyrnukonu landsins feita og fær nú lengra bann Stríddi „svikurunum“ í herbúðum Arsenal Karólína Lea með tvær stoðsendingar í langþráðum sigri Inter United-aðdáandinn ætlar að gefa „Litlu prinsessunum“ hárið sitt Cunha gat ekki kveikt á jólaljósunum vegna slyss á æfingu Wayne Rooney valdi Owen frekar en Messi Sjá meira
Hrósar Alonso fyrir að taka ekki við Liverpool eða Bayern: „Þarf ekki að sanna neitt“ Fyrrverandi samherji Xabis Alonso hjá Liverpool hefur hrósað honum fyrir að taka ekki við Bítlaborgarliðinu eða Bayern München, heldur halda kyrru fyrir hjá Bayer Leverkusen. 27. apríl 2024 11:30
Bayern hyggst ráða manninn sem United losaði sig við Bayern München er í þjálfaraleit fyrir sumarið og hefur sett sig í samband við Ralf Rangnick, sem þjálfaði Manchester United í hálfa leiktíð. Rangnick hefur skilað góðu starfi með austurríska landsliðið að undanförnu. 24. apríl 2024 23:30