Betra að fá óþægilegu málin fram fyrr en seinna Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 2. maí 2024 09:14 Stefanía Óskarsdóttir, dósent í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands, Prófessor í stjórnmálafræði segir betra fyrir forsetaframbjóðendur að hafa allt uppi á borðum. Í litlu samfélagi séu margar furðusögur á sveimi og mikilvægt fyrir viðkomandi að fá tækifæri til að leiðrétta þær. Þá segir hún forseta í raun gefa upp frelsi sitt þegar hann er kjörinn, þar sem hann sé á sólarhringsvakt alla daga ársins. Stefanía Óskarsdóttir, prófessor í stjórnmálafræði, fór yfir forsetaslaginn í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Þar var hún spurð að því hversu langt fjölmiðlar mættu ganga í spurningum til forsetaframbjóðenda og hvort það væri í lagi að spyrja að öllu og taka á kjaftasögum þó þær væru viðkvæmar. Segist Stefanía vera á þeirri skoðun að betra sé að hafa allt uppi á borðum. „Við vitum að í samfélaginu er margt spjallað og sagt, og ekki er nú allt satt og rétt. Þess vegna er mikilvægt að reyna að komast að því sanna. Það er hlutverk fjölmiðla að upplýsa fólk og þessir viðtalsþættir við frambjóðendur eru auðvitað vettvangur fyrir frambjóðendur til þess að kynna sig.“ Hún segir forsetakosningar í grunninn ganga út á að velja góða manneskju sem geti sinnt starfinu vel og Íslendingar geti verið stoltir af og litið til sem fyrirmyndar. Kosningarnar séu persónulegar þar sem verið sé að velja á milli persóna en ekki hugmyndafræði. „Við þekkjum ekki þetta fólk nema að litlu leyti. Þessvegna er mikilvægt að fá að kynnast þeim í gegnum fjölmiðlana. Er ekki betra að fá óþægilegu málin fram fyrr en seinna?“ Forseti sé á 24 stunda vöktum allan ársins hring Stefanía segir þekkt að Íslendingar séu með „nefið í hvers manns koppi,“ en almennt kunni fólk því ágætlega að hafa hugmynd um hvað sé verið að segja á bak við það. „Og geti þá leiðrétt það í stað þess að það séu furðusögur á sveimi sem viðkomandi hafi ekki tækifæri til að leiðrétta.“ Aðspurð um hvað sé mikilvægt að fólk hafi í huga þegar það kjósi sér forseta segir Stefanía að forseti þurfi að vera skynsöm manneskja með dómgreindina í lagi. Einhvern sem er vel að máli farinn og geti talað í þjóðina kjark. „Einhver sem treystir sér til að lifa við sæmd næstu árin. Vera vakin og sofin í þessu embætti, því þú ert í raun að gefa upp þitt frelsi þegar þú ert kosinn forseti. Þú ert kominn á 24 stunda vaktir alla daga vikunnar og ekkert sumarfrí eða slíkt.“ Forsetakosningar 2024 Bítið Tengdar fréttir „Hinsegin fólk þekkir vel að vera smættað niður í einkalíf sitt“ Samtökin 78 hvetja íslenskt samfélag í heild sinni til að halda sig í málefnalega umfjöllun í aðdraganda kosninga. Það gera þau í tilefni af umfjöllun um einkamálefni Baldurs Þórhallsonar. 1. maí 2024 09:46 Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Innlent Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Erlent Stjórnmálamenn fá ekki að tjá sig á 80 ára afmæli frelsunar Auschwitz Erlent Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri Innlent Fleiri fréttir „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Mikilvægt að nýr formaður hafi breiða skírskotun Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Þrýstingur innan Framsóknar og veik staða Rússlands „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Áhrif milljarðamæringa, áhugi á Grænlandi og brotthvarf Bjarna Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Lögreglan hljóp uppi ólátabelg í nótt Sjá meira
Stefanía Óskarsdóttir, prófessor í stjórnmálafræði, fór yfir forsetaslaginn í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Þar var hún spurð að því hversu langt fjölmiðlar mættu ganga í spurningum til forsetaframbjóðenda og hvort það væri í lagi að spyrja að öllu og taka á kjaftasögum þó þær væru viðkvæmar. Segist Stefanía vera á þeirri skoðun að betra sé að hafa allt uppi á borðum. „Við vitum að í samfélaginu er margt spjallað og sagt, og ekki er nú allt satt og rétt. Þess vegna er mikilvægt að reyna að komast að því sanna. Það er hlutverk fjölmiðla að upplýsa fólk og þessir viðtalsþættir við frambjóðendur eru auðvitað vettvangur fyrir frambjóðendur til þess að kynna sig.“ Hún segir forsetakosningar í grunninn ganga út á að velja góða manneskju sem geti sinnt starfinu vel og Íslendingar geti verið stoltir af og litið til sem fyrirmyndar. Kosningarnar séu persónulegar þar sem verið sé að velja á milli persóna en ekki hugmyndafræði. „Við þekkjum ekki þetta fólk nema að litlu leyti. Þessvegna er mikilvægt að fá að kynnast þeim í gegnum fjölmiðlana. Er ekki betra að fá óþægilegu málin fram fyrr en seinna?“ Forseti sé á 24 stunda vöktum allan ársins hring Stefanía segir þekkt að Íslendingar séu með „nefið í hvers manns koppi,“ en almennt kunni fólk því ágætlega að hafa hugmynd um hvað sé verið að segja á bak við það. „Og geti þá leiðrétt það í stað þess að það séu furðusögur á sveimi sem viðkomandi hafi ekki tækifæri til að leiðrétta.“ Aðspurð um hvað sé mikilvægt að fólk hafi í huga þegar það kjósi sér forseta segir Stefanía að forseti þurfi að vera skynsöm manneskja með dómgreindina í lagi. Einhvern sem er vel að máli farinn og geti talað í þjóðina kjark. „Einhver sem treystir sér til að lifa við sæmd næstu árin. Vera vakin og sofin í þessu embætti, því þú ert í raun að gefa upp þitt frelsi þegar þú ert kosinn forseti. Þú ert kominn á 24 stunda vaktir alla daga vikunnar og ekkert sumarfrí eða slíkt.“
Forsetakosningar 2024 Bítið Tengdar fréttir „Hinsegin fólk þekkir vel að vera smættað niður í einkalíf sitt“ Samtökin 78 hvetja íslenskt samfélag í heild sinni til að halda sig í málefnalega umfjöllun í aðdraganda kosninga. Það gera þau í tilefni af umfjöllun um einkamálefni Baldurs Þórhallsonar. 1. maí 2024 09:46 Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Innlent Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Erlent Stjórnmálamenn fá ekki að tjá sig á 80 ára afmæli frelsunar Auschwitz Erlent Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri Innlent Fleiri fréttir „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Mikilvægt að nýr formaður hafi breiða skírskotun Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Þrýstingur innan Framsóknar og veik staða Rússlands „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Áhrif milljarðamæringa, áhugi á Grænlandi og brotthvarf Bjarna Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Lögreglan hljóp uppi ólátabelg í nótt Sjá meira
„Hinsegin fólk þekkir vel að vera smættað niður í einkalíf sitt“ Samtökin 78 hvetja íslenskt samfélag í heild sinni til að halda sig í málefnalega umfjöllun í aðdraganda kosninga. Það gera þau í tilefni af umfjöllun um einkamálefni Baldurs Þórhallsonar. 1. maí 2024 09:46